Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 16
16 19. júní 2004 LAUGARDAGUR S ú ákvörðun Ólafs RagnarsGrímssonar, forseta Íslands,að neita umdeildum fjöl- miðlalögum staðfestingar olli uppnámi í íslensku þjóðfélagi og málið mun fara í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ólafur Ragnar segist ekki sammála því að hann sé með ákvörðun sinni að gera forseta- embættið pólitískara en áður. „Saga forsetaembættisins sýn- ir að atburðarásin getur orðið á þann hátt að forsetinn verður að taka ákvarðanir sem falla ekki öll- um í geð. Það er ekki þar með sagt að embættið verði pólitískara eða flokkspólitískara,“ segir Ólafur Ragnar. „Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess þá er hann ekki starfinu vaxinn. Forset- inn er ekki bara puntudúkka.“ Er hlutverk forsetans þá að hafa áhrif? „Það gæti enginn gegnt þessu embætti svo vel sé nema hafa eitt- hvað að segja. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. For- setinn á hins vegar ekki að blanda sér í daglegar umræður á vett- vangi stjórnmála, Alþingis eða flokkanna í landinu og hann er ekki þátttakandi í valdabaráttunni sem stjórnmálaflokkarnir heyja. Atburðarásin getur orðið á þann veg að forseti þurfi að koma að verki, en þá er það oftast vegna þess að aðrir hafa hagað atburða- rásinni þannig að hún lendir í fanginu á forsetanum. Allir fyrir- rennarar mínir hafa lent í slíkri aðstöðu og sumir í svo erfiðum málum að ekki greri um heilt milli þeirra og ýmissa forystumanna í landinu lengi á eftir. Þjóðin hefur í öllum forseta- kosningum valið einstakling sem hún treystir til að varðveita sjálf- stæði forsetaembættisins og það er eitt af hlutverkum forsetans að standa vörð um þetta sjálfstæði. Forseti getur ekki látið þrýsting eða gagnrýni frá einstökum for- ystumönnum flokkanna í landinu hafa áhrif á gerðir sínar.“ Þessi ákvörðun þín hlýtur að hafa áhrif á samskipti forseta og ríkisstjórnar. Ríkisstjórn þessa lands vill greinilega hafa þig sem puntudúkku. „Í átta ár hef ég í stórum drátt- um átt farsælt samstarf við ráð- herra ríkisstjórnarinnar. Við for- sætisráðherra höfum átt marga árangursríka og góða fundi hér á Bessastöðum þar sem sitthvað hefur verið rætt og mál verið gaumgæfð. Umræður okkar hafa verið fullkomlega eðlilegar og málefnalegar. En stjórnskipunin er þannig að það getur komið að því að hagsmunir og áherslur sem ríkisstjórn þarf að gæta annars vegar og forseti hins vegar fara ekki saman.“ Lýðræði er ekki bara form Af hverju að synja þessu máli staðfestingar en ekki Kárahnjúka- málinu eða öryrkjamálinu? „Það er ekki hægt að stunda samanburðarfræði frá einu máli til annars. Þau eru öll ólík og að- stæður með svo mismunandi hætti að forsetinn getur ekki bor- ið þau saman við önnur mál í hans tíð eða þau mál sem voru á dag- skrá fyrirrennara hans. Mér finnst rökstuðningur minn vera mjög skýr í þeirri yfirlýsingu sem ég gaf út. Fjölmiðlarnir eru grundvallarþáttur í lýðræðisskip- an nútímans og forsenda þess að við getum lifað á árangursríkan hátt í lýðræðislegu samfélagi.“ Sumir segja að þessi ákvörðun þín muni leiða til þess að forsetinn vísi málum til þjóðarinnar í aukn- um mæli. „Ekkert er sjálfgefið í þeim efnum. Við höfum vanrækt að skoða umræðuna sem varð í að- draganda lýðveldisstofnunar og hugmyndir og sjónarmið þeirra sem ákváðu að stjórnarskráin yrði á þennan veg. Það er ljóst að málskotsrétturinn var alveg skýr í þeirra huga og þeir ætluðust til að hann yrði lifandi þáttur í okkar stjórnskipan. Hann er það líka í huga þjóðarinnar. Á þeim átta árum sem ég hef setið hér hef ég fengið tilmæli varðandi ýmis og ólík mál frá 35-40.000 einstakling- um um að beita málskotsréttinum og Vigdís Finnbogadóttir fékk til- mæli frá rúmlega 30.000 manns varðandi EES-samninginn. Það er ljóst að á rúmum áratug hafa um 70.000 Íslendingar beint þeim til- mælum til forsetans að hann grípi til málskotsréttarins. Hvernig er hægt að halda því fram að tilmæli frá 70.000 Íslendingum séu ekki lifandi þáttur í lýðræðisvitund þjóðarinnar? Lýðræði okkar er ekki bara byggt á textum, greinum í stjórn- arskrá eða lögum heldur hvílir það einnig á lýðræðislegri vitund og lýðræðislegri siðmenningu þjóðarinnar. Lýðræðið er ekki bara form, það er líka samfélag.“ Finnst þér að þjóðaratkvæða- greiðslur í umdeildum málum ættu að vera algengari en verið hefur? „Ég var þeirrar skoðunar áður en ég tók við embætti forseta að þjóðaratkvæðagreiðslur væru mikilvægur þáttur í nútíma sam- félagi. Ég tel mikilvægt að um- ræða um þetta fari fram. Hún á að vera efnisrík, ítarleg og hleypi- dómalaus og þar er nauðsynlegt að menn beri virðingu fyrir skoð- unum hvers annars. Það er líka mikilvægt að menn hafi glöggan og sameiginlegan skilning á lykil- hugtökum því annars fer umræð- an í hreina ruglandi. Mér hefur til dæmis fundist miður að í umræð- unni undanfarið hafa margir not- að þingræðishugtakið í rangri merkingu, eins og það merki að Forsetinn er ekki puntudúkka Mér hefur alltaf fundist nokkuð sjarmerandi hvernig Styrmir lítur á sig sem yfirdómara yfir forsetaembættinu. Hann hefur ekki bara gert það í minni tíð heldur ein- nig áður og var nú í vikunni að ítreka að Morgunblaðið hefði haft rétt fyrir sér árið 1978 þegar það gagnrýndi Kristján Eldjárn harkalega. Kannski skrifar Styrmir leið- ara árið 2020 til að réttlæta gagnrýni sína á mig. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Ólafur Ragnar Grímsson segir það vera eitt af hlutverkum forsetans að standa vörð um sjálfstæði embættisins:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.