Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 36
24 19. júní 2004 LAUGARDAGUR Ensku landsliðsmennirnir fengu sínu framgengt: Enga tígullaga miðju Markvörður Svisslendinga varar Englendinga við: Þið þurfið að gera betur EM Í FÓTBOLTA David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur sagt frá því að leikmenn liðsins hafi krafist þess af þjálfara sínum, Sven Göran Eriksson, að hann hætti að láta liðið spila tígullaga miðju og færi aftur í hefðbundið 4-4-2 leikskipulag fyrir leikinn gegn Sviss- lendingum. Þetta var og gert og Eriksson var verðlaunaður með góðum 3-0 sigri. Beckham fullyrð- ir að leikmenn liðsins finnist mun þægi- legra að vera með flata miðju: „Tígulaga miðjan kom til tals og við allir ákváðum og þjálfarinn með að 4-4-2 hentaði okkur best. Það sem er mikilvægast í þessu máli er það að þjálfarinn hlustaði á okkur leikmennina og við sögðum hon- um hvaða leikskipu- lag við vildum helst. Hann lét okkur vita að hann myndi aug- ljóslega taka loka- ákvörðunina en að hann hlustaði vand- lega á hvað við hefð- um fram að færa.“ ■ Seinheppnin stelur senunni í sókninni Víkingar hafa aðeins náð í eitt stig út úr fyrsta þriðjungi Landsbankadeildar karla, þökk sé ótrúlegri seinheppni upp við mark mótherja sinna. FÓTBOLTI Víkingar sitja í neðsta sæti Landsbankadeildar karla í knatt- spyrnu með aðeins eitt stig út úr fyrstu sex leikjum sínum. Þriðjung- ur af mótinu er búinn en samt eru Víkingar að flestra mati komnir með annan fótinn niður í 1. deildina á ný. Það hrífast samt örugglega flestir af baráttunni, liðsheildinni og dugnaðinum hjá leikmönnum Víkingsliðsins en fótboltinn snýst eftir allt saman um það að skora mörk og það er það sem situr á hak- anum hjá Víkingum. Það er ekki nóg fyrir Víkinga að hafa náð næstflest- um skotum á mark mótherjanna af liðunum tíu í Landsbankadeildinni eða að hafa náð fleiri skotum á mark en mótherjar þeirra í fimm síðustu leikjunum. Þeir eiga í ein- stökum vandræðum með að koma boltanum í mark andstæðinga og seinheppnin virðist engan endi ætla að taka. Leik eftir leik þurfa ungir og óharðnaðir leikmenn liðsins að horfa upp á mótherjana taka öll stigin með sér, oftast afar ósann- gjarnt. Þjálfaranum Sigurði Jóns- syni er vorkunn, hann hefur unnið gott starf í að móta þetta Víkingslið sem hefur staðið sig að margra mati mun betur en margur spáði fyrir í vor – að því undanskildu að þeir nýta sér ekki dauðafærin sem eru ekki af skornum skammti. Liðið spilar síðan eftir allt saman ágæta vörn og engin vörn hleypir sem dæmi færri skotum á mark sitt en vörn Víkinga. Leikurinn gegn Fram í 1. um- ferð var vissulega mikið áfall fyrir Víkingsliðið og slæmt tap var ekki það besta sem gat komið fyrir ungt og reynslulítið lið í fyrsta leik. Síð- an þá hafa Víkingar leikið fimm leiki í röð þar sem þeir hafa ekki uppskorið þau stig sem þeir hefðu átt skilið. Leikur liðsins hefur ver- ið til mikillar fyrirmyndar, skipu- lagið gott, liðsheildin sterk og bar- áttan öðrum liðum til eftirbreytni. En þegar kemur inn í vítateig and- stæðinganna er sem örlögin taki völdin, boltinn vill ekki inn. KA- menn náðu sjö færri skotum á mark en unnu samt 0-1 sigur í Vík- inni í 2. umferð og Keflavík og Fylkir hafa unnið tvo síðustu leik- ina gegn þeim þrátt fyrir að Vík- ingar hafi haft 32-12 yfir í skotum. Andstæðingar Víkinga hafa náð í 16 af 18 stigum í boði í leikjum ný- liðanna en það er öruggt að allir nefna ekki Víkinga sem auðveld- ustu andstæðingana í sumar. Vík- ingar vita þó að þeir mega alls ekki missa trúna, það eru enn 36 stig eftir í pottinum og nóg eftir af sumrinu. Skotæfingar duga kannski ekki endalaust, sjálfs- traustssprauta í sóknarmennina væri kannski miklu áhrifaríkara og hver veit nema stíflan bresti og markaflóð verði í Víkinni. ■ EM Í FÓTBOLTA Markvörður Sviss- lendinga, Jörg Stiel, segir að Eng- lendingar verði að bæta sig mikið ætli þér sér sigur á EM. Stiel hældi Wayne Rooney á hvert reipi en gagnrýndi hann einnig og sagði að lokatölur leiks- ins hefðu ekki gefið rétta mynd af honum: „Það var ekki sanngjarnt að tapa þessum leik 3-0 og þeir voru langt í frá eins góðir og þess- ar tölur gefa til kynna. Englend- ingar þurfa að taka miklum fram- förum ef þeir ætla sér að standa uppi sem sigurvegarar þessa móts – þeir eru góðir en þurfa að færa leik sinn upp á næsta stig.“ „Wayne Rooney er mjög góður leikmaður sem á eftir að verða enn betri. Hann hefur gríðarlega hæfi- leika,“ sagði Stiel. „Rooney þarf kannski að kæla sig niður – slappa aðeins af. En hann er ungur og kannski er þetta skiljanlegt,“ sagði svissneski markvörðurinn. ■ LEIKIR VÍKINGA OG SKOT Á MARK: (Víkingur-mótherjar) Fram (0-3 tap) 4-7 KA (0-1) 10-3 KR (1-2) 6-5 FH (1-1) 4-3 Keflavík (0-1) 7-3 Fylkir (1-2) 8-4 FLEST SKOT Á MARK Í LEIK: ÍBV 7,5 Víkingur 6,5 ÍA 6,5 Fylkir 5,7 Keflavík 5 FÆST SKOT MÓTHERJA Á MARK Í LEIK: Víkingur 4,2 KR 4,7 ÍA 4,7 Grindavík 4,8 ÍBV 5,2 PHIL THOMPSON Ertu þá farinn? Hvert liggur þín leið? Breytingar hjá Liverpool í kjölfar komu Benitez: Phil Thomp- son er hættur FÓTBOLTI Phil Thompson hefur lokið keppni hjá Liverpool. Ákvörðunin kemur í kjölfarið á ráðningu Rafa- els Benitez sem nýs framkvæmda- stjóra hjá Liverpool. Hinn fimmtu- gi Thompson hefur verið hægri hönd Gerards Houllier, fyrrum stjóra félagsins, frá því að Houllier tók við stjórninni í nóvember 1998. Saga Thompsons og Liverpool nær þó mun lengra aftur í tímann en hann var afar farsæll leikmaður með liðinu á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Stjórnarformaður Liverpool, Rick Parry, þakkaði Thompson unn- in störf: „Hann hefur gert frábæra hluti fyrir félagið og hann fer frá okkur með bestu kveðjur í farteskinu. Með nýjum mönnum koma nýir siðir og brotthvarf Thompsons var sameig- inleg niðurstaða stjórnar og hans og við skiljum í góðu,“ sagði Parry. ■ EM Í FÓTBOLTA EM Í FÓTBOLTA Franski miðvallar- leikmaðurinn hjá Arsenal, Patrick Vieira, telur að leikur Englendinga og Króata á mánudaginn í B-riðli verði hnífjafn. Vieira hefur spilað gegn báðum þjóðunum á EM og sagði: „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir bæði lið en þau hafa heillað mig í þessari keppni. Englendingar hafa verið að spila mjög góðan varnarleik á með- an Króatarnir hafa spilað góðan sóknarleik. Króatar eru með ansi sterkt lið og tæknilega eru þeir mjög góðir. Þetta verður stór leikur því Eng- lendingar eru líka mjög sterkir og bæði lið eru orðin örvæntingarfull og gera hvað sem er til að komast áfram – þetta verður því mjög at- hyglisverður leikur,“ sagði Vieira. Englendingar vita að jafntefli dugir til að fleyta þeim áfram í átta liða úrslitin þar sem þeir gætu mætt Portúgölum, Spánverjum eða Grikkjum. Vieira og Frakkarnir hans eru í sömu stöðu því þeir þurfa stig gegn Svisslendingum til að gull- tryggja sig áfram og Vieira er vel meðvitaður um það: „Í sannleika sagt er mér nokk sama um leik Eng- lendinga og Króata því sjálfir erum við ekki öruggir áfram og það er það sem ég er fyrst og fremst að hugsa um,“ sagði Patrick Vieira. ■ TOMISLAV BUTINA Segir allt geta gerst í lokaleiknum gegn Englandi. Tomislav Butina: Englendingar fara heim EM Í FÓTBOLTA Króatíski markvörð- urinn Tomislav Butina segist full- viss um að Króatar geti sent Eng- lendinga heim eftir lokaleik lið- anna í B-riðli á mánudaginn. Butina telur að leikurinn gegn Frökkum á fimmtudaginn hafi sýnt króatíska liðinu hversu öflugt það er og að þeim sé ekkert ómögulegt. „Króatar eru stolt þjóð og við spilum ekki bara fyrir okkur sjálfa heldur alla þjóðina. Við virðumst alltaf spila vel gegn stóru þjóðunum og það er aldrei að vita hvað gerist. ■ DAVID BECKHAM Beckham sendir stuðningsmönn- um kveðju eftir sigur á Sviss. JÖRG STIEL Segir að Rooney þurfi að kæla sig niður. Patrick Vieira, miðvallarleikmaður Frakka, spáir í spilin: Englendingar og Króatar hafa heillað PATRICK VIEIRA Spáir í spilin. ENN EITT DAUÐAFÆRIÐ FARIÐ FORGÖRÐUM Víkingar skoruðu ekki úr þessu góða færi sem þeir fengu í leik gegn FH frekar en mörgum öðrum sem þeir hafa fengið í Landsbankadeild karla í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.