Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 21
3LAUGARDAGUR 19. júní 2004 Silfurlitaðir bílar voru mest keyptu bílarnir í Norður Ameríku á síðasta ári samkvæmt DuPont-skýrslunni sem unnin var í Bandaríkjunum. Þeir sem komu á eftir eru sem hér segir: 2. Svartur 3. Dökkgrár 4. Dökkblár 5. Vínrauður 6. Hvítur 7. Ljósbrúnn 8. Skærrauður 9. Skærblár 10. Gulur Í DuPont-skýrslunni segir ennfremur að rauður og aðrir skærir litir bendi til mikilla breytinga í bílalitum. Litir eins og skærblár og gulur gefa til kynna að neytendur og bílahönnuðir séu sífellt að verða ævintýragjarnari. [ mest keyptu bílarnir ] Silfurlitaðir vinsælastir í Norður Ameríku www.einkaleiga.is skoðaðu dæmin og finndu draumabílinn! Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON SEGIR HVÍTAN REYK ÚR VÉL VITNI UM AÐ VATN SÉ KOMIÐ INN Í BRUNAHÓLF VÉLARINNAR Í síðasta pistli fjallaði ég um það hvað blágrár reykur snemma morguns gefur til kynna um ástand vélarinnar. Þá er komið að því þegar bíll fer að gefa frá sér þykkan hvítan reyk um það leyti sem vélin er að ná eðlilegum vinnsluhita. Hvíti reykurinn merkir að það er komið vatn inn í brunahólf vélarinnar. Eina vatnið sem getur verið þar á ferðinni er kælivatnið. Ástæðan fyrir því að reykurinn verður meiri þegar vélin hitnar er að þá er kominn fullur þrýstingur á vatns- kerfið og vatnið smýgur inn í hólf- ið. Veikasti hlekkurinn milli kæli- vökvans og brunahólfsins er „heddpakkningin“. Þegar svona er komið er mjög oft komin einhver óþverri í kælivatnið sem sést þegar kíkt er ofan í vatnskassann. Það borgar sig að fara með bíl- inn á verkstæði áður en vélin fer að ganga illa og láta skipta um heddpakkninguna. Því ef vatnið fer að renna saman við smurolíuna þá er voðinn vís og vélin verður ónýt á augabragði. Vélin getur líka ofhitnað og hreinlega bráðnað föst. Þegar vatn er komið í olíuna þá missir olían smureiginleika sína og verður eins og hnetujógúrt, sem bíllinn hefur ekkert gagn af. Vatn í brunahólf Íslenskir malarvegir heilla: Þjóðverjar reynsluaka VW Touareg Hópur Þjóðverja er staddur hér á landi til þess að reynsluaka VW Tou- areg jeppanum við fjölbreyttar að- stæður. Ekið verður á hefðbundnum íslenskum malarvegum, um fjall- vegi og jeppaslóða þar sem meðal annars er ekið yfir óbrúaðar ár, auk þess sem þýsku ökumennirnir fá að aka jeppunum um íslenska jökla. Vegna þessa verkefnis fluttu Volkswagen-verksmiðjurnar fimm Touareg-jeppa hingað til lands. Volkswagen-verksmiðjurnar buðu áhugasömum eigendum Touareg-lúxusjeppana og væntan- legum kaupendum þeirra að reynsluaka bílunum við framandi aðstæður. Unnt var að velja milli reynsluaksturs í Kína, Suður Afríku, Marokkó, Bandaríkjunum og á Íslandi. Flestir völdu að reynsluaka bílnum á Íslandi og í Marokkó. Touareg er fyrsti jeppinn sem Volkswagen-verksmiðjurnar fram- leiða en jeppinn var frumsýndur í París haustið 2002. Touareg-jeppinn er vinsælasti bíllinn í flokki lúxus- jeppa í Evrópu. Til þess að mæta eftirspurn hafa Volkswagen-verk- smiðjurnar ákveðið að auka fram- leiðslu á Touareg-jeppanum úr 60 þúsund bílum á ári upp í 100 þúsund bíla. ■ Tryllitæki vikunnar er að þessu sinni glæsileg Subaru Impreza og eigandi hennar er Valdimar Sveinsson. Bíllinn er 2000 árgerð en Valdimar festi kaup á gripnum árið 2002. Valdimar og fyrri eigandi eru búnir að gera margt fyrir hann. Til dæmis er búið að sér- smíða stuðara og húdd úr plasti, setja spoilerkitt allan hringinn og bæta við stillanlegri fjöðrun. Síðan eru sætin leðurklædd og búið að koma sjón- varpi og playstation-tölvu fyrir í bíln- um. Einnig er hljómflutningstæki upp á 800.000 krónur sem prýðir bílinn. Vélin er tveggja lítra og með fullt af hestöflum en Valdimar er búinn að stækka túrbínuna og setja inn nýja tölvu. Búið er að setja nýjan og sterk- ari gírkassa í bílinn, sem er hljóð- einangraður algjörlega frá A til Ö. Fleiri glæsilegir aukahlutir prýða einnig þennan glæsilega bíl. [ TRYLLITÆKIÐ ] Íslenskar aðstæður eru framandi flestum útlendingum. Silfurlitaðir bílar voru vinsælastir á síðasta ári í Norður Ameríku. smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.