Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 14

Fréttablaðið - 24.06.2004, Page 14
24. júní 2004 FIMMTUDAGUR Össur hf. og Íþrótta- samband fatlaðra: Framlengja samstarfs- samning Gestir sem gætu verið komnir til að vera: Villtir fasanar færa út kvíarnar FUGLALÍF Svo virðist sem villtir fasanar hafi verið að færa út kvíarnar hér á landi. „Fasönum var sleppt í Hallormsstaðarskóg með leyfi landbúnaðarráðuneytisins fyrir nokkrum árum. Það voru allt karlfuglar,“ sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson, líf- fræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun. „Svo hafa menn annað hvort sleppt eða misst út fasana á fleiri stöðum, þannig að þeir hafa sést alla vega á tveimur stöðum þar sem þeir eiga ekki vera. Annars vegar hafa þeir sést innarlega í Fljótsdal og hins vegar úti í Jökulsárhlíð. Síðan eru sögusagnir um að þeir hafi sést á tilteknum stað í öðrum landshluta, en það hef ég ekki fengið staðfest.“ Kristinn Haukur sagði að villtir fasanar gætu lifað góðu lífi hér á landi. Þeir lifðu við miklu verri skilyrði annars stað- ar. Hins vegar væri ekki vitað hvort þeir ættu auðvelt með að fjölga sér við þau skilyrði sem væru hér á landi. Hann sagði enn fremur, að þeir lifðu á grófu korni, fræjum og skordýrum. Þeir væru mjög duglegir að bjarga sér. ■ www.plusferdir.is 42.740 kr. N E T m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 14 nætur á Benal Beach. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. 56.830 kr. ef 2 fullorðnir ferðast saman, gist í stúdíói á Benal Beach. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 13. júlí Verð frá Costa del Sol – hefur þú séð DV í dag? Tengdasonur minn hótaði að drepa mig GEGN NAUTAATI Félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA mótmæla nautaati og segja þar tíðkast grimmilegar aðfarir gegn máttvana dýrum. Mótmælendurnir nota nekt til að vekja meiri athygli en ella. M YN D A P VIÐSKIPTI Össur hf. og Íþróttasam- band fatlaðra (ÍF) hafa framlengt samstarfssamning sinn sem er til fjögurra ára. Um er að ræða fjár- hagslegan styrk sem er ætlaður til styrktar ÍF meðal annars við undir- búning og þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Peking 2008. Össur hf. hefur markað sér þá stefnu að beina styrkveitingum sínum til fatlaðra og þeirra sem nota vörur fyrirtækisins. Um ára- bil hefur Össur hf. starfað með notendum við þróun á nýjum vör- um og í auknum mæli styrkir Öss- ur fatlaða íþróttamenn um heim allan sem eru á meðal þeirra bestu í heiminum í dag. Þeir Íslendingar sem munu taka þátt fyrir Íslands hönd á Ólympíu- móti fatlaðra í Aþenu í september eru Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson og Jóhann Rún- ar Kristjánsson. ■ UNDIRSKRIFT SAMNINGS Á myndinni sjást Jón Sigurðsson, forstóri Össurar h/f, og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, handsala endurnýjun samningsins. Þeim á hægri hönd er Phil Craven, forseti IPC, og á vinstri hönd Bob Price, formaður EPC. Einnig eru með þeim á myndinni tveir af Ólympíu- mótsförum ÍF þau Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson. FASANAR Frést hefur af villtum fasönum á stöðum þar sem þeir eiga alls ekki að vera

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.