Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 14
24. júní 2004 FIMMTUDAGUR Össur hf. og Íþrótta- samband fatlaðra: Framlengja samstarfs- samning Gestir sem gætu verið komnir til að vera: Villtir fasanar færa út kvíarnar FUGLALÍF Svo virðist sem villtir fasanar hafi verið að færa út kvíarnar hér á landi. „Fasönum var sleppt í Hallormsstaðarskóg með leyfi landbúnaðarráðuneytisins fyrir nokkrum árum. Það voru allt karlfuglar,“ sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson, líf- fræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun. „Svo hafa menn annað hvort sleppt eða misst út fasana á fleiri stöðum, þannig að þeir hafa sést alla vega á tveimur stöðum þar sem þeir eiga ekki vera. Annars vegar hafa þeir sést innarlega í Fljótsdal og hins vegar úti í Jökulsárhlíð. Síðan eru sögusagnir um að þeir hafi sést á tilteknum stað í öðrum landshluta, en það hef ég ekki fengið staðfest.“ Kristinn Haukur sagði að villtir fasanar gætu lifað góðu lífi hér á landi. Þeir lifðu við miklu verri skilyrði annars stað- ar. Hins vegar væri ekki vitað hvort þeir ættu auðvelt með að fjölga sér við þau skilyrði sem væru hér á landi. Hann sagði enn fremur, að þeir lifðu á grófu korni, fræjum og skordýrum. Þeir væru mjög duglegir að bjarga sér. ■ www.plusferdir.is 42.740 kr. N E T m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 14 nætur á Benal Beach. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. 56.830 kr. ef 2 fullorðnir ferðast saman, gist í stúdíói á Benal Beach. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 13. júlí Verð frá Costa del Sol – hefur þú séð DV í dag? Tengdasonur minn hótaði að drepa mig GEGN NAUTAATI Félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA mótmæla nautaati og segja þar tíðkast grimmilegar aðfarir gegn máttvana dýrum. Mótmælendurnir nota nekt til að vekja meiri athygli en ella. M YN D A P VIÐSKIPTI Össur hf. og Íþróttasam- band fatlaðra (ÍF) hafa framlengt samstarfssamning sinn sem er til fjögurra ára. Um er að ræða fjár- hagslegan styrk sem er ætlaður til styrktar ÍF meðal annars við undir- búning og þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Peking 2008. Össur hf. hefur markað sér þá stefnu að beina styrkveitingum sínum til fatlaðra og þeirra sem nota vörur fyrirtækisins. Um ára- bil hefur Össur hf. starfað með notendum við þróun á nýjum vör- um og í auknum mæli styrkir Öss- ur fatlaða íþróttamenn um heim allan sem eru á meðal þeirra bestu í heiminum í dag. Þeir Íslendingar sem munu taka þátt fyrir Íslands hönd á Ólympíu- móti fatlaðra í Aþenu í september eru Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson og Jóhann Rún- ar Kristjánsson. ■ UNDIRSKRIFT SAMNINGS Á myndinni sjást Jón Sigurðsson, forstóri Össurar h/f, og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, handsala endurnýjun samningsins. Þeim á hægri hönd er Phil Craven, forseti IPC, og á vinstri hönd Bob Price, formaður EPC. Einnig eru með þeim á myndinni tveir af Ólympíu- mótsförum ÍF þau Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson. FASANAR Frést hefur af villtum fasönum á stöðum þar sem þeir eiga alls ekki að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.