Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.06.2004, Blaðsíða 22
Peningapólitík ríkis og skóla Í fyrstu grein reglugerðar um fram- haldsskóla (98/2000) kemur fram að þeim sé skylt að sjá útskriftarnemend- um grunnskólanna fyrir skólavist. Þar segir: „Allir þeir sem lokið hafa námi í grunnskóla eða öðru jafngildu námi skulu eiga kost á að hefja nám í fram- haldsskóla“. Vitað hefur verið í nokkurn tíma að í óefni stefndi. Í grunnskólun- um hefur heyrst af því að námsráðgjaf- ar hafi reynt að róa áhyggjufull börnin og foreldra þeirra með því að þarna væri bara um að ræða baráttu framhaldsskól- anna fyrir auknum fjárfram- lögum og að þótt útlitið væri svart myndu mál leysast að lokum, því þetta væri samkomulagsatriði ríkis og skóla. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra lét enda væl forsvars- manna framhaldsskóla ekki hafa áhrif á sig og kom með þann mótleik að bregða sér bara í frí til sólarlanda. Kannski að þetta sé samt blekkingar- leikur á borð við það þegar útilegu- menn á heljarþröm henda kjötlæri úr helli sínum til að blekkja umsáturs- menn sína. Þeim hundruðum grunn- skólanema sem óttast að fá ekki skóla- vist í framhaldsskóla næsta vetur er tæplega skemmt yfir peningapóli- tískum leik skóla og ríkis. Orustur eða orrustur Á tímum átaka í þjóðfélag- inu verður mörgum heitt í hamsi og geysast út á ritvöllinn, bæði á prenti og svo ekki síður á netinu. Leitar- vélin Google finnur til dæmis tæplega rúmar 700 færslur með leitarorðinu „stjórnmál“ í tengslum við orðin „átök“ eða „rimma.“ Færri virðast þó fjalla um orrustur, en kannski er það af því í hve miklum vafa pennar netsins eru varð- andi rithátt orðsins. 364 skrifa „orrusta“ meðan 351 skrifar „orusta.“ Fólk ætti þó ekki að þurfa að láta það aftra sér því hvort tveggja er rétt. Valddreifing er aðalsmerki lýðræð- islegra stjórnarhátta. Með vald- dreifingu er m.a. átt við skiptingu valds í löggjafarvald, framkvæmd- arvald og dómsvald, svo sem lýst er strax í 2. gr. stjórnarskrár Ís- lands. Þessi þrískipting valdsins er órofa þáttur þeirrar lýðræðisskip- anar, sem lýðveldið hvílir á. Um þessa valdskiptingu segir James Madison, einn helzti höfundur stjórnarskrár Bandaríkjanna og fjórði forseti landsins (1809-1817): „Safnist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald á sömu hendur… þá er það rétt nefnd ógn- arstjórn.“ Skiptingu valds hefur verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafar- valds og framkvæmdarvalds. Al- þingismenn hafa ýmsir, þar á meðal dr. Pétur Blöndal, fundið að ásælni framkvæmdarvaldsins og lýst því, hvernig ríkisstjórnin hefur iðulega knúið lagafrumvörp í gegn um þingið, án þess að þing- menn fengju rönd við reist. Nokkrum ákvæðum stjórnar- skrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: „Undirskrift for- seta lýðveldisins undir löggjafar- mál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“ Málskotsrétt forseta Íslands skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar ber að skoða í líku ljósi. Þar stendur m.a.: „Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæða- greiðslu.“ Það verður ekki séð, að ríkisstjórnin hafi hingað til lagt sig fram um að virða þetta ákvæði, enda hefði hún þá látið þjóðar- atkvæðagreiðslu um fjölmiðla- frumvarpið fara fram um leið og forsetakjör á laugardaginn kemur. Það var ekki gert, heldur var at- kvæðagreiðslan dregin á langinn. Til dráttarins liggja engar hald- bærar ástæður, að því er séð verð- ur, heldur virðist það helzt hafa vakað fyrir ríkisstjórninni að vinna tíma til að geta hagað atkvæða- greiðslunni á þann veg, að sem minnstar líkur væru til þess, að frumvarpinu yrði hafnað – þ.e. til að hunza þjóðarviljann. Íslendingar hafa langa reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum, því að forsetakjör á fjögurra ára fresti er í reyndinni þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem atkvæði allra Íslendinga vega jafnþungt óháð búsetu. Því er eðlilegt og nauðsynlegt, að at- kvæðagreiðslan um fjölmiðlafrum- varpið lúti sömu reglum og forseta- kjör. Það er ótækt, að einn aðili máls, Alþingi, setji nýjar reglur um atkvæðagreiðsluna í miðjum klíð- um, því að Alþingi er af velsæmis- ástæðum vanhæft til þess verknað- ar. Ástæðan blasir við: Alþingi er sjálft aðili að málinu. Þess vegna þurfa núgildandi reglur að gilda, án íþyngjandi viðbótarákvæða. Regl- urnar eru skýrar. Kjósendur þurfa að geta greitt atkvæði utan kjör- fundar í allt að átta vikur fram að kjördegi skv. gildandi lögum, svo að fjarvera á kjördegi svipti þá ekki kosningarrétti sínum. Engar hömlur má leggja á kosninguna, svo sem kröfu um aukinn meiri- hluta atkvæða, heldur verður ein- faldur meirihluti kjósenda að fá að ráða lyktum málsins svo sem tíðkast um forsetakjör og aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi til þessa. Alþingi getur ekki við þessar aðstæður sett íþyngjandi lög, þ.e. lög, sem takmarka rétt meirihluta kjósenda til að ráða nið- urstöðu málsins, enda veitir stjórn- arskráin ekki heimild til slíks, því að þar segir aðeins, að leggja skuli frumvarpið „undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Stjórnarskráin fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslu í 11. gr. Þar stendur: „Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var sam- þykkt á Alþingi.“ Af þessum orðum má ráða, að einfaldur meirihluti at- kvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu dugir til að ráða málinu til lykta, enda þótt aukinn meirihluta Al- þingis þurfi til að vísa málinu til þjóðarinnar. Af orðunum „innan tveggja mánaða“ má einnig leiða líkur að því, hvað vakti fyrir höf- undum stjórnarskrárinnar með orðalaginu „svo fljótt sem kostur er“ í 26. gr. um þjóðaratkvæða- greiðslur um þau mál, sem forset- inn kýs að skjóta til þjóðarinnar. Einfaldur meirihluti atkvæða hlýtur því að fá að ráða lyktum fjölmiðlafrumvarpsins í þjóðar- atkvæðagreiðslunni í sumar. Ákvæði nýrra laga til að skerða rétt meirihlutans til að ráða niður- stöðu málsins virðast mundu brjóta í bága við stjórnarskrána. Er ekki komið nóg? ■ S ú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórnhér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðs-ins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forset- inn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og rit- stjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan ann- an áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum – án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins – eða nú orðið ritstjórinn – séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda – ef ekki ber- um orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Pravda á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert „stríðsletur“ að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: „Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirn- ar, hefurðu ekki séð gauraganginn?“. Vanir lesendur Stjórnartíðinda – afsakið, Morgunblaðsins – gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjöl- miðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf „til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna“, eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: „Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál“. Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram und- an? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirring- in í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri til dæmis ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sann- inn um hvaða vandamál það eru sem „stóru viðskiptasamsteyp- urnar“ hafa skapað og hver „lausnin“ geti þá verið? ■ 24. júní 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ritstjóri Morgunblaðsins segir átökin um fjölmiðlalögin barnaleik í samanburði við átök sem fram undan séu. Nýtt stríð í undirbúningi? Lýðræði í skjóli laga ORÐRÉTT Má hún ekki kjósa? Sá sem kastaði stríðshanskan- um var enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson. Með því að neita að staðfesta lögin gekk hann gegn rétti mínum, kosn- ingaréttinum. Sem ríkisborgari í lýðræðislegu þjóðfélagi tel ég þetta mitt mikilvægasta verk- færi til að hafa áhrif. Ég hafna slíkri lítilsvirðingu við kosninga- rétt minn. Þórunn Jóna Hauksdóttir skrifar um neitun forsetans og þjóðaratkvæða- greiðslu og lítur ekki svo á að henni hafi verið færður réttur til að kjósa. Morgunblaðið 23. júní. Evrópusambandið til bjargar Raunar eru það ekki bara mál neytenda, sem sitja á hakanum hjá núverandi ríkisstjórn. Al- mennt hefur hún lítinn áhuga á hagsmunum smælingja. Hún sveltir sjúkrahús og skóla. Hún reynir að brjóta niður velferðar- kerfið og búa til kerfi þar sem menn greiða sjálfir sem mest fyrir opinbera þjónustu [...] Gegn þessari hugmyndafræði er lítið um varnir nema helzt frá reglu- gerðum Evrópusambandsins, sem íslenzk stjórnvöld neyðast til að láta þýða á íslenzku vegna skuldbindinga sinna á vegum Evrópska efnahagssvæðisins. Í þessum reglum er oft mikil vel- ferðarhugsun, margvísleg vernd- un smælingja. Jónas Kristjánsson DV 23. júní. Varnar- eða atvinnuhagsmunir? Það þarf ekki að fjölyrða um hagsmuni okkar Íslendinga í varnar- og öryggismálum. Stefna okkar um að tryggja varnir landsins í tvíhliða samstarfi við Bandaríkin innan vébanda NATO breytist ekki. Einar Benediktsson Morgunblaðið 23. júní FRÁ DEGI TIL DAGS Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgeng- inna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri til dæmis ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sannleikann um hvaða vandamál það eru sem „stóru viðskiptasam- steypurnar“ hafa skapað og hver „lausnin“ geti þá verið? ,, Í DAG ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLA UM FJÖL- MIÐLAFRUMVARP ÞORVALDUR GYLFASON Engar hömlur má leggja á kosninguna, svo sem kröfu um aukinn meirihluta atkvæða, heldur verður einfaldur meirihluti kjósenda að fá að ráða lykt- um málsins svo sem tíðkast um forsetakjör og aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi til þessa. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 degitildags@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.