Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 45
EM Í FÓTBOLTA Hið ómögulega varð að veruleika í Evrópukeppninni í gær – stórlið Frakka var slegið út af spút- nikliði Grikkja. 1-0 urðu lokatölur leiksins og var það gríðarlega vel skipulagður varnarleikur sem tryg- gði Grikkjum sigur, en að sama skapi hroðaleg spilamennska sem varð Frökkum að falli. Bæði leik- menn og stuðningsmenn Grikkja stigu stríðsdans í leikslok, á meðan sennilega allir Frakkar með tölu í heiminum séu ekki enn farnir að trúa því að lið þeirra sé úr leik. Frakkar stóðu sig yfirhöfuð illa á þessu móti, og féllu réttilega úr keppni. Hetja Grikkja var Angelos Chariestas, en hann skoraði eina mark leiksins. „Í kvöld sýndum við hvers við erum megnugir. Við lékum á móti besta liði heims og unnum það. Við sönnuðum að Grikkland verðskuldar að hafa náð þetta langt og þetta hafði ekkert með heppni að gera. Og fyrst við erum komnir þetta langt getur allt gerst í framhaldinu,“ sagði Chariestas. Leikurinn var afskaplega dapur í heild sinni og var baulað á leikmenn Frakka langtímum saman. Flestir bjuggust við því að það yrði aðeins formsatriði fyrir Frakka að ljúka þessum leik, þar sem þeir hafa á miklu sterkara liði en Grikkir á að skipa á pappírnum. En það hefur margsannað sig á slíkum stórmótum að það er liðsheildin sem skiptir höf- uðmáli ef njóta á velgengni og er það eitthvað sem Frakka skortir verulega. Greinilegt er að eitthvað mikið er að í herbúðum liðsins og er það verð- ugt verkefni fyrir arftaka Jacques Santini að komast til botns í hug- myndaleysi liðsins á EM. Áhuga- leysið er alsjáandi, leikmenn eru lítt hreyfanlegir og almennt andleysi skín af leik liðsins. Frakkar héldu greinilega að Grikkir yrðu auðveld bráð en fengu þá flugu rakleiðis aftur í höfuðið. Patrick Viera lék ekki með vegna smávægilegra meiðsla og var hans greinilega sárt saknað á miðjunni. Þeir sem hefðu eðlilega þurft að taka enn frekar af skarið í fjarveru Viera, leikmenn á borð við Zinedine Zidane og Thierry Henry, stóðu eng- an veginn undir nafni eða vænting- um og að launum fá þeir að fara fyrr í sumarfríið langþráða. Leikurinn var arfaslakur á að horfa, og ótrúlegur viðsnúningur frá því í leik Portúgala og Englendinga, sem var stanslaust fjör nánast frá upphafi til enda. Nánast engin færi litu dagsins ljós og voru Grikkirnir ívið skeinuhættari ef eitthvað var og unnu á endanum verðskuldað. Á endanum voru úrslitin einfald- lega sanngjörn, Grikkir voru gríðar- lega fastir fyrir og fundu Frakkar enga leið framhjá varnarmúr þeir- ra. Hugmyndaleysi Frakka var al- gjört, og ef mið er tekið af frammi- stöðu þeirra í leiknum í gær, og keppninni allri ef því er að skipta, áttu þeir einfaldlega ekki skilið að fara áfram. ■ FÓTBOLTI Það er ekkert lát á góðu gengi Vals í Landsbankadeild kvenna en þær gerðu góða ferð í Kópavoginn í gær þar sem þær lögðu Breiðablik, 1–2, í tilþrifa- litlum leik. Það voru Valsstúlkur sem byrj- uðu leikinn betur en Dóra Stefánsdóttir kom þeim yfir með marki úr vítaspyrnu er sex mínút- ur voru eftir af fyrri hálfleik. Blikar voru fljótir að svara og Sandra Sif Magnúsdóttir jafnaði fyrir þær tveim mínútum fyrir leikhlé. Hún fékk þá góða sendingu inn í teiginn sem hún afgreiddi laglega í Valsmarkið. Þannig stóðu leikar allt þar til sjö mínútur lifðu af leik en þá fékk Nína Ósk Kristinsdóttir laglega stungusendingu inn í teiginn frá Rakel Logadóttur og Nínu urðu á engin mistök – skoraði og tryggði stigin þrjú. Leikurinn var annars ákaflega lítið fyrir augað og í raun leiðinlegur – sérstaklega seinni hálfleikurinn. Mikið jafnræði var með liðunum og jafntefli hefði væntanlega verið sanngjörn niðurstaða en að slíku er ekki spurt í fótbolta. Þetta var án vafa slakasti leikur Vals í sumar en það sýnir vel styrkleika liðsins að þær skulu samt hafa landað sigri. ■ 33LAUGARDAGUR 26. júní 2004 MÁLFRÍÐUR STERK Málfríður Sigurðardóttir átti góðan leik með Val í Kópavoginum í gær. ARNÓR ATLASON Valinn besti og efnilegasti leikmaður síð- asta tímabils. Er ekki í 22 manna æfinga- hópi Guðmundar Þórðar Guðmundssonar fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í sumar. KOMNIR YFIR GEGN RÍKJANDI EVRÓPUMEISTURUM Leikmenn Grikklands fögnuðu Angelos Charisteas gríðarlega eftir að hann hafði skorað eina mark leiksins gegn Frökkum. MEÐ KVEÐJU Markvörðurinn snjalli Francesco Toldo kveður ítalska landsliðið eftir ellefu ár. Hetja Ítala frá 2000: Toldo hættur FÓTBOLTI Ítalski landsliðsmark- vörðurinn Francesco Toldo hefur tilkynnt að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Toldo, sem leik- ur með Inter Milan, var varamark- vörður Ítala á EM í Portúgal en hann sló eftirminnilega í gegn á EM 2000. Til að mynda varði hann þrjár vítaspyrnur í undanúrslita- leiknum gegn Hollendingum í þeirri keppni. Nú er öldin heldur betur önnur – Ítalir komust ekki áfram úr sínum riðli og Toldo, sem er 32 ára gamall, var búinn að missa stöðuna til Gianluigi Buff- on. „Ég hefði gjarnan viljað hætta með glæsilegum sigri. Þessi von- brigði nú geta samt ekki skyggt á 11 frábær ár með landsliðinu.“ ■ MÆTA SHELBOURNE AFTUR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir voru með Skagamönnum þegar þeir mættu Shel- bourne fyrir níu árum. Forkeppni Meistaradeildar: KR-ingar til Írlands FÓTBOLTI Íslandsmeistar KR mæta írsku meisturunum í Shelbourne í 1. umferð forkeppni Meistara- deildar UEFA. Heimaleikur KR fer fram á Laugardalsvellinum miðvikudaginn 14. júlí, en síðari leikurinn í Dyflinni viku síðar. Sigurvegarinn í viðureign KR og Shelbourne mætir króatíska liðinu Hajduk Split í 2. umferð forkeppninnar, þar sem fyrri leik- urinn fer fram í Split í Króatíu. Shelbourne var stofnað árið 1895 en félagið, sem er frá Dublin, hef- ur 11 sinnum orðið írskur meist- ari og hefur verið í toppbarátt- unni undanfarinn áratug. Shelbourne hefur einu sinni áður leikið gegn íslensku félagi í Evrópukeppni en það var árið 1995 þegar Skagamenn slógu Shelbourne út úr forkeppni UEFA-bikarsins samanlagt 6-0. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem nú leika með KR, voru með Skagamönnum í þessum leikjum og skoruðu báðir í fyrri leiknum í Dyflinni. ■ EM í fótbolta 2004: Saez sagði síðan af sér EM Í FÓTBOLTA Inaki Saez sagði starfi sínu lausu í gær sem þjálf- ari Spánverja í knattspyrnu en Spánverjar sátu eftir í riðla- keppninni á Evrópumótinu sem stendur nú yfir í Portúgal. Saez ætlaði sér fyrst að halda áfram með liðið og stjórna því á HM 2006 en hætti við í kjölfar svakalegra viðbragða í spænskum fjölmiðlum þar sem sú ákvörðun hans var gagnrýnd harðlega. Saez náði ekki að breyta út af venju spænska landsliðsins, sem hefur undanfarna áratugi alltaf klikkað á stórmótum. ■ Fylkismenn í Intertoto: Mæta Gent FÓTBOLTI Fylkismenn mæta í dag belgíska liðinu Gent í seinni leik liðanna í fyrstu umferð Intertoto- keppninnar. Gent vann fyrri leik- inn 2-1 þar sem öll mörk leiksins komu úr vítaspyrnum. Finnur Kolbeinsson skoraði mark Fylkis. Fylki nægir 1-0 sigur til að komast í 2. umferð keppninnar og Árbæingar eiga því ágæta mögu- leika á að komast áfram en Gent- liðið endaði í 9. sæti belgísku deildarinnar í fyrra. Fylkismenn ætla að eiga góðan dag í Laugar- dalnum í dag. Þeir byrja að hita upp við Sparisjóð vélstjóra kl. 11.00 með SS pylsum og Coke en fríar rútuferðir í boði SPV verða frá Blásteini kl. 13.15. ■ Forkeppni UEFA-bikarsins: Létt verk hjá FH og ÍA? FÓTBOLTI Skagamenn og FH-ingar drógust gegn liðum frá Eistlandi og Wales í fyrstu umferð for- keppni Evrópukeppni félagsliða en dregið var í gær. FH dróst gegn Haverfordwest County frá Wales og fer fyrri leik- urinn fram ytra. ÍA mætir eist- neska liðinu TVMK Tallin og fer fyrri leikurinn fram á Akranes- velli. Fyrri leikirnir fara fram fimmtudaginn 15. júlí og þeir síð- ari tveimur vikum síðar, eða fimmtudaginn 29. júlí. Bæði lið eru heppin með mótherja, Haverfordwest County hefur aldrei unnið titil í velsku knattspyrnunni né tekið þátt í Evrópukeppninni og TVMK Tallin hefur dottið út úr forkeppninni UEFA-bikarsins undanfarin tvö ár, 1-4 gegn OB frá Danmörku í fyrra og 1-5 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu fyrir tveimur árum. ■ HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari íslenska hand- boltalandsliðsins, hefur valið 22 manna æfingahóp vegna Ólymp- íuleikanna sem fram fara í Aþenu í ágúst. Nokkra athygli vekur að Arnór Atlason, sem var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður síð- astliðins Íslandsmóts, er ekki í æfingahópnum, en hann mun í sumar ganga til liðs við þýska stórliðið Magdeburg. Af hverju er Arnór ekki í þessum hóp? „Arnór Atlason er í 20 ára landsliðinu og lykilmaður þar og það lið er að fara í mjög stór verkefni í sumar og mun freista þess að verja Evr- ópumeistaratitilinn í ágúst,“ sagði Guðmundur: „Við veltum þessu mikið fyrir okkur og niðurstaðan varð sú að hann myndi æfa með því liði en ef á því þarf að halda verður hann kallaður inn í A- landsliðshópinn.“ Landsliðið var í þrekmæling- um á Laugarvatni í vikunni og sagði Guðmundur þær hafa komið ágætlega út án þess þó að hann vildi tjá sig um einstaka leik- menn: „Ég er tiltölulega sáttur við útkomuna, menn eru í betra ásig- komulagi núna en í janúar og það er auðvitað jákvæður punktur. Við þurfum eftir sem áður að bæta þrekið fyrir Ólympíuleik- ana.“ Roland Eradze er í æfinga- hópnum eftir að hafa misst lung- ann úr síðasta tímabili vegna meiðsla. Mun hann verða klár í slaginn? „Það er erfitt að segja til um það á þessari stundu. Hann hefur tekið stórstígum framför- um að undanförnu en tíminn einn mun leiða það í ljós hvort hann verður klár í ágúst,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson.■ 1Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari velur 22 manna æfingahóp fyrir ÓL: Liðið nú í betra formi en í janúar ■ ÆFINGAHÓPURINN: MARKVERÐIR: Guðmundur Hrafnkelsson, Kronau-Östringen Björgvin Gústavsson, HK Roland Eradze, Valur Birkir Ívar Guðmundsson, Haukar ÚTILEIKMENN: Logi Geirsson, Lemgo Guðjón Valur Sigurðsson, TUSEM Essen Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener Einar Örn Jónsson, SG Wallau Massenheim Róbert Sighvatsson, HSG Wetzlar Sigfús Sigurðsson, SC Magdeburg Róbert Gunnarsson, Aarhus GF Vignir Svavarsson, Haukar Dagur Sigurðsson, A1 Begrens Snorri Steinn Guðjónsson, TV Grosswallstadt Rúnar Sigtryggsson, SG Wallau Massenheim Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukar Ólafur Stefánsson, Ciudad Real Jaliesky Garcia Padron, Göppingen Kristján Andrésson, GUIF Ragnar Óskarsson, Skjern Patrekur Jóhannesson, GWD Minden Ingimundur Ingimundarson, ÍR ■ BREIÐABLIK–VALUR 1–2 0–1 Dóra Stefánsdóttir, víti 39. 1–1 Sandra Sif Magnúsdóttir 43. 1–2 Nína Ósk Kristinsdóttir 83. BEST Á VELLINUM Sandra Sif Magnúsdóttir Breiðabliki TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–14 (6–4) Horn 6–7 Aukaspyrnur fengnar 9–7 Rangstöður 1–2 Gul spjöld (rauð) 1–0 (0–0) GÓÐAR Sandra Sif Magnúsdóttir Breiðabliki Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki Sandra Karlsdóttir Breiðabliki Málfríður Sigurðardóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val Rakel Logadóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu: Sigling á Valsstúlkum Grikkir slógu út Frakka Það verða nýir meistarar krýndir á Evrópumótinu í ár en Frakkar, ríkj- andi meistarar, voru slegnir út af Grikkjum í átta liða úrslitum í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.