Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 47
Söngleikurinn Fame var frum- sýndur í Smáralindinni á fimmtu- dagskvöldið fyrir fullu húsi. Stemningin var nokkuð góð og mikil eftirvænting lá í loftinu áður en leikurinn hófst. Ætli það hafi nokkuð verið nema um helm- ingur gestanna sem hafði ein- hvern samanburð við bíómyndina eða sjónvarpsþættina, aðrir voru að sjá krakkana á Framabraut í fyrsta sinn. Sem unglingasöngleikur er hann bara ágætur. Fame er ekk- ert stórvirki, en ég bjóst heldur ekki við því. Ljósasjóið er gott, dansinn er nokkuð góður og söngurinn ágætur, þrátt fyrir að allir einsöngvarar hafi á ein- hverjum tíma farið út af sporinu. Það er einna helst að það þurfi að lækka tóntegundina fyrir Álf- rúnu Örnólfsdóttur, því hún náði engan veginn hæstu tónunum. Sveppi kom á óvart, því ég vissi ekki að hann gæti sungið. Texti leikritsins er á stundum ódýr, en góður í þýðingu Úlfs Eldjárns. Honum hefur tekist að staðfæra leikritið vel. Lagatextarnir virk- uðu hins vegar stundum svolítið skrítnir. Það var ekki frá því að mér hafi stöku sinnum dottið í hug „Æi, vantaði þig rím grey- ið?“. Eitt best sungna lagið var þegar Jóhanna Jónas söng Ég elska börnin. Textinn við það lag er hins vegar svo hræðilegur að ég vil ekkert meir um það tala. Það er einna helst að textinn í laginu Sjáumst á morgun gæti unnið samkeppnina um versta textann. Leikurinn var misjafn eins og búast mátti við, þar sem reynsla leikaranna er misjafn. Jónsi nær aðeins meiri dýpt en í Grease (allt í lagi, ég veit það segir ekki mik- ið). Sveppi fer vel með sitt hlut- verk sem grínistinn. María Heba má slaka aðeins á, því ofleikur hennar í baráttunni við aukakílóin er yfirþyrmandi og fer þar út í það leikhús fáránleikans sem vís- að er til í leikritinu sjálfu. Yfir- höfuð voru karakterar nokkuð flatir og er þar bæði við leikritið sjálft og leikstjóra að sakast. Sem unglingasöngleikur tekst honum samt ágætlega vel upp og hefur betra flæði en Verslósýn- ingar. Svanborg Sigmarsdóttir Rapparinn Method Man varð fyrst á vegi mínum á frumburði hljómsveit- arinnar Wu-Tang Clan, sem flestir rappunnendur ættu að kannast við. Ég varð strax mjög hrifinn af sér- stakri rödd hans sem og flæði í text- um, sem mér fannst mikið til koma. Meth var fyrstur Wu-Tang manna til að gefa út sólóplötu og hefur notið mikilla vinsælda. Um leið og ég fékk Tical 0 í hend- urnar leist mér ekki á blikuna. Um- slagið klisjukennt með eindæmum, annars vegar með myndum af Meth í fátækrahverfi og hins vegar í höllinni sinni, umvafinn drottningum. Þetta er þriðja breiðskífa Method Man og er lítil breyting frá fyrri æv- intýrum. „Stónerhúmorinn“ er, sem endranær, á sínum stað í textagerð- inni og lítið ber á virðingu gagnvart fólki af gagnstæðu kyni, sem er að mínu mati orðið ansi þreytt hjá röpp- urum vestra. Það er vart lag á plöt- unni sem er laust við „tíkur“ eða „hór- ur“. Hljómar sjálfsagt sem húmor í eyrum sumra en ekki í eyrum þess sem þetta skrifar. Ég hefði viljað heyra beittari lagasmíði, sjá Meth hefja textagerð upp á annað stig og finna metnaðinn á öllum vígstöðvum. Það er því miður ekki uppi á teningn- um hér. Þrátt fyrir nokkrar hlustanir er ekkert lag sem kveikir af ein- hverju viti í mér, undirspilið er þunnt og maður gerir ekki öflugt hip-hop á rappinu einu saman, grunnurinn verður að vera góður. Og þegar hvort tveggja bregst þá er fokið í flest skjól. Þrátt fyrir að gestarapparar á borð við Snoop Dogg, Busta Rhymes og Raekwon láti til sín taka á Tical 0 eru þeir langt frá því að bjarga þess- ari plötu fyrir horn. Method Man lof- ar að ný Wu-Tang plata sé í bígerð. Ef hún er eitthvað í líkingu við Tical 0 þá líst mér ekki á blikuna. Smári Jósepsson LAUGARDAGUR 26. júní 2004 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Topp- lausnin Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644 Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum í bílinn. Margar gerðir og stærðir fyrir alla bíla. Verð frá 27.500 kr. 44.900 kr. Mallorca Club Royal Beach - 8., 15. eða 22. júlí * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 45 39 04 /2 00 4 á mann m.v. 4 í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur Aukavika: 13.400 kr. á mann SUMARTILBOÐ Síðustu sætin í sólina í júlí Örfáar viðbótaríbúðir Verð frá: Fleiri eða færri? Reiknaðu út ferðakostnaðinn og fáðu nánari upplýsingar um gististaðina á netinu: www.urvalutsyn.is * Innifali›: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. METHOD MAN TICAL 0 THE PREQUEL Þunnur þrettándi Frægð en ekki frami SVEPPI Í TRÚÐSHLUTVERKINU Trúðurinn fór Sveppa vel og margir skemmtu sér konunglega þegar sól hans fékk að skína, þrátt fyrir að margir brandararnir hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu áhorfendunum. Þeir hefðu hvort eð er átt að vera bannaðir innan 16. [ LEIKHÚS ] UMFJÖLLUN FRUMSÝNING Á FAME SMÁRALIND, FIMMTUDAGINN 24. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.