Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 49
37LAUGARDAGUR 26. júní 2004 ■ listsýning: 44.900 kr. Portúgal Ondamar - 13., 16. eða 20. júlí Fleiri eða færri? Reiknaðu út ferðakostnaðinn og fáðu nánari upplýsingar um gististaðina á netinu: www.urvalutsyn.is * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 25 14 8 0 6/ 20 04 á mann m.v. 4 í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur Aukavika: 12.800 kr. á mann * Innifali›: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. SUMARTILBOÐ Síðustu sætin í sólina í júlí Örfáar viðbótaríbúðir Verð frá: Emiliano Monaco er ítalskur ljósmyndari og kvikmynda- gerðarmaður sem hefur verið búsettur hér á landi í tvo mán- uði. Á sumarsólstöðum gerði hann sér lítið fyrir og dvaldi í vitanum úti á Seltjarnarnesi til að taka upp vídeólistaverk sem hann ætlar sér að sýna þegar vetrarsólstöður ganga í garð í desember. „Þetta er sólar- hrings verk þar sem ég beindi myndatökuvélinni á sama stað í sjónum allan tímann,“ segir Emiliano. „Verkið er 24 tímar vegna þess að listamenn vinna 24 tíma sólarhringsins en mig langaði líka til að sýna alla liti hafsins með tilliti til mismun- andi staðsetningar sólarinnar hverju sinni. Þegar sumarsól- stöðurnar gengu í garð var sól- in appelsínugul en liturinn í sjónum var ljósblár og bleikur til skiptis, sjórinn er á sífelldri hreyfingu allan sólarhringinn alveg eins og mannshugurinn.“ Á Ítalíu starfaði Emiliano Monaco aðallega sem ljós- myndari á kvikmyndasetti. „Ég hef meðal annars unnið með kvikmyndaleikstjóranum Aurelio Grimaldi en ég held að kvikmyndir hans hafi ekki ver- ið sýndar hér á landi. Ég hef verið með annan fótinn á Ís- landi í fimm ár því konan mín er íslensk og draumurinn væri að geta unnið sama starf hér og heima á Ítalíu,“ segir Emiliano en það virðist ekki útilokað því hann hefur nú þegar tekið ljós- myndir fyrir eina íslenska kvikmynd. „Ég tók ljósmyndir fyrir myndina Africa United sem er framleidd af kvik- myndagerðinni Popoli. Það var mjög skemmtileg reynsla því það var svo athyglisvert að sjá afrískt fótboltalið spila á Ís- landi.“ ■ Vakti í sólarhring á sumarsólstöðum EMILIANO MONACO Segir hreyfinguna í sjónum vera eins og hreyfingu mannshugans en hann kvikmyndaði sama part af sjónum í sólarhring á sumar- sólstöðum. Í Eden í Hveragerði stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Sigríði Rósinkarsdóttur. Sigríður er fædd að Snæfjöllum á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp, hún hefur haldið margar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Sigríður hefur starfað við myndlist í yfir 20 ár, en hún lærði hjá Eiríki Smith við myndlistar- deild Baðstofunnar í Keflavík. ■ Sigríður í Eden SIGRÍÐUR RÓSINKARSDÓTTIR Sýnir vatnslitamyndir í Hveragerði. ■ LISTSÝNING Eins og að koma heim „Þegar ég kom til Seyðisfjarðar í fyrsta sinn fyrir þremur árum fannst mér eins og ég væri að koma heim til mín. Ég upplifði það mjög sterkt,“ segir Aðalheiður Eysteins- dóttir myndlistarmaður, sem er þó ekki uppalin á Seyðisfirði heldur Siglufirði. „Mér fannst í raun og veru eins og þetta væru alveg eins bæir. Það var sama hvert ég leit, fjöllin og fólkið og húsin, allt var þetta eins og á Siglufirði.“ Nú í sumar stendur yfir sýning á verkum Aðalheiðar í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á sýningunni eru nokkrir skúlptúrar úr tré, sem Aðal- heiður notar til þess að draga upp mynd af litlu bæjarsamfélagi eins og þeim sem finna má bæði á Seyð- isfirði og Siglufirði. Sýninguna kallar Aðalheiður „Aftur“, og vísar þar ekki bara til þess að hún sé að koma aftur til „heimabæjar“ síns, heldur fannst henni um leið að hún væri að upp- lifa nýja hluti. „Það var eins og ég væri stödd á tímapunkti sem sneri bæði afturá- bak og áfram. Þegar ég var beðin um að sýna hér þá fannst mér þess vegna ekkert annað koma til greina en að búa til heila bæjarmynd, þar sem fólk gæti séð persónur úr bæj- arlífinu.“ Á sýningunni má sjá skúlptúra af fimm fullorðnum persónum, einu barni og einum ketti. „Þarna bý ég til karaktera sem allir eiga sér fyrirmynd á Siglufirði. Ég tek þarna fyrir torgið á Siglu- firði og það fólk sem sjá má dags daglega í kringum það.“ Einn af þessum skúlptúrum er reyndar af föður Aðalheiðar, sem á fiskbúðina á Siglufirði. Fiskbúðin stendur einmitt við torgið þar í bæ. „Síðan er ég með myndband líka þar sem ég fylgi pabba mínum eftir í einn dag, því fiskbúðin er púlsinn í bænum. Margir byrja daginn á því að koma þangað og fá sér kaffisopa. Þar spjalla þeir og fara síðan í vinn- una.“ ■ HANNES Á BEKKNUM Eitt verka Aðalheiðar Eysteinsdóttur í Skaftfelli á Seyðisfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.