Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 54
„Ég er að gera þríleik um eldri borgara,“ segir leikstjórinn Rúnar Rúnarsson, sem á meðal annars að baki heimildarmyndina Leitin að Rajeev, og er um þessar mundir að leggja lokahönd á aðra mynd þrí- leiksins. Hugmyndina að honum fékk Rúnar í heimsókn hjá ömmu sinni. „Ég er ættaður frá litlum stað úti á landi þar sem amma býr. Elsti mað- urinn í þorpinu kom að heimsækja hana þegar ég var staddur hjá henni í kaffi en þessi maður hafði ekki mátt fara út úr húsi allan veturinn. Samkvæmt læknisráði átti hann að taka því rólega en þegar snjó byrj- aði að leysa tölti hann yfir til ömmu og ég fékk að hlusta á þau spjalla um lífið í þorpinu áður en frystihús- ið fór á hausinn. Þetta var mjög fall- eg stund sem kveikti á einhverri til- finningu hjá mér en seinna sama dag sá ég gamla manninn standa úti á hlýrabol að moka snjó eins og her- foringi. Þegar ég spjallaði aftur við hann var hann hæstánægður með að vera byrjaður að hreyfa sig á ný og skildi ekkert í að hafa tekið mark á læknisráðinu sem höfðu bara gert það að verkum að honum hafði hrakað.“ Leikarinn Jón Sigurbjörnsson fer með aðalhlutverkið í öllum þremur stuttmyndunum en vinnslu á tveimur þeirra er nú þegar lokið. „Bragur nefnist önnur myndin en hún fjallar um samband ellilífeyris- þega og húshjálparinnar sem hann er með. Sú mynd var sýnd á Reykja- vík Shorts and Docs hátíðinni en stuttmyndirnar þrjár eiga það sam- eiginlegt að fjalla allar á einhvern hátt um mannlega reisn. Hin mynd- in, Síðasti bærinn, er tekin upp í Dýrafirði og fjallar um gömul hjón sem eru að bregða búi.“ Kjartan Sveinsson úr Sigurrós semur tónlistina í Síðasta bænum. „Hann fékk unnustu sína og tvær aðrar stelpur sem eru með honum í Listaháskólanum til að leika tónlist- ina en semur allt efnið sjálfur og stjórnar útsendingum á tónlistinni.“ Síðasti bærinn verður frum- sýndur á Edinborgarhátíðinni í ágúst en verður til sýninga hér heima á undan Næslandi, nýjustu mynd Friðriks Þórs, þegar hún kemur í bíó í haust. ■ Ég hef lengi vitað að fatlaðir væru kúl. Um síðustu helgi stóðu nokkr- ir fatlaðir krakkar fyrir ímyndar- átaki en þau vildu sýna að fatlaðir gætu skemmt sér og fríkað út, drukkið og djammað eins og aðrir villimannslegir íslenskir ungling- ar. Það birtist lítil mynd af þess- um hóp í blöðunum, landslið fatl- aðra í djammi, ég efast ekki eitt augnablik að þetta fólk kunni að skemmta sér, fyrirmyndar sukk- arar að sjá. Þetta er auðvitað hugmynd sem gæti farið sigurför um heim- inn, komið okkur jafnvel á kortið. Einkennismerki átaksins gæti verið hjólastóll með flösku og brjóstahaldara. Nánast alls staðar er fólk haldið þeim ranghugmynd- um að lífsgleði og partíhæfileikar séu bundnir við líkamlegt ástand og hreyfigetu, kjaftæði. Menn í hjólastólum rokka fram á morg- un, konur á hækjum eiga sér marga elskhuga yfirleitt, Íslend- ingar eru upp til hópa stamandi, skjálfandi, hikstandi, blindir og heyrnarlausir en ekki minni gleði- menn fyrir vikið. Sama dag og myndin frábæra af fötluðu partíljónunum birtist í Fréttablaðinu var heil síða í tíma- ritinu Femin undirlögð fyrir myndir frá afmælishátíð FM 957, þar var enginn líkamlega fatlaður, allir sólbrúnir, grannir eins og smástelpur, með strípur og tísku- gleraugu. Með fullri virðingu þá væri ég frekar til í að skemmta mér með fatlaða liðinu. Mig lang- ar líka frekar að sjá myndir frá þeirra djammi en annarra í blöð- unum, ég hef enga samúð með þessum krökkum, bara smá öfund yfir því að þau skyldu fá svona frábæra hugmynd og kunna að skemmta sér. Partí on! ■ 42 26. júní 2004 LAUGARDAGUR ...fá Mánar fyrir frábæra frammistöðu sem upphitunar- band Deep Purple. HRÓSIÐ Laugavegi 32 sími 561 0075 Þó svo að miðasala á tónleika Lou Reed í Laugardalshöll föstudag- inn 20. ágúst hefjist formlega á morgun fá M12 áskrifendur Norð- urljósa tækifæri á því að tryggja sér miða í dag í verslunum Skíf- unnar. Á morgun hefst svo almenn sala í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT á Ak- ureyri og Egilsstöðum. Allar verslanir Skífunnar eru opnaðar samtímis kl. 12 að hádegi á morg- un. Verslanir Skífunnar sinna líka símasölu fyrir landsbyggðarfólk. Verslanir BT verða opnar á morg- un á milli 15 og 18. Tónlistarunnendum er bent á að enginn möguleiki er á aukatón- leikum, þannig að nú er að hrökk- va eða stökkva. Reed ætlar að stoppa hér á landi í nokkra daga ásamt sínum nánustu og kynna sér land og þjóð. Hann ætlar að ferðast um landið með ljósmyndavél sína, en hann gaf nýverið út ljósmynda- bókina Emotion in Action. Miðaverð er 3.800 í stæði en 4.800 í stúku.■ Miðasala á Lou Reed að byrja LOU REED Lou Reed gefur ekki kost á aukatónleikum, þannig að aðdáendur hans verða að vera vakandi á morgun. M12 áskrifendur fá tækifæri til þess að kaupa miða í dag. Lárétt: 1 skjótt, 6 far, 7 hræðast, 8 bogi, 9 muldur, 10 reið, 12 kann að lesa, 14 hluti munnhols, 15 nesoddi, 16 tímabil, 17 farfa, 18 dugmikli. Lóðrétt: 1 fnæs, 2 kassi, 3 í röð, 4 fálæti, 5 umræða, 9 reyfi, 11 gömul, 13 hey- baggi, 14 fálm, 17 fimmtíu og einn. Lausn. STUTTMYND KJARTAN SVEINSSON ■ hljómborðsleikari í Sigurrós, semur tónlistina við stuttmynd Rúnars Rúnars- sonar, Síðasti bærinn. Myndin er hluti af þríleik Rúnars sem fjallar um eldri borg- ara og mannlega reisn. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1fljótt,6rák,7óa,8ýr, 9uml, 10ill,12læs,14kok,15tá,16ár, 17lit, 18knái. Lóðrétt: 1frýs,2lár, 3jk,4tómlæti,5 tal,9ull,11forn,13sáta,14kák,17li. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Ricardo 69 prósent Hverfisgötu PARTÍLANDSLIÐ FATLAÐRA ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR „Einkennismerki átaksins gæti verið hjólastóll með flösku og brjóstahaldara.“ ■ Þríleikur um eldri borgara SÍÐASTI BÆRINN Rúnar Rúnarsson sést hér leikstýra Jóni Sigurbjörnssyni í myndinni Síðasti bærinn. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.