Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2004, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 26.06.2004, Qupperneq 54
„Ég er að gera þríleik um eldri borgara,“ segir leikstjórinn Rúnar Rúnarsson, sem á meðal annars að baki heimildarmyndina Leitin að Rajeev, og er um þessar mundir að leggja lokahönd á aðra mynd þrí- leiksins. Hugmyndina að honum fékk Rúnar í heimsókn hjá ömmu sinni. „Ég er ættaður frá litlum stað úti á landi þar sem amma býr. Elsti mað- urinn í þorpinu kom að heimsækja hana þegar ég var staddur hjá henni í kaffi en þessi maður hafði ekki mátt fara út úr húsi allan veturinn. Samkvæmt læknisráði átti hann að taka því rólega en þegar snjó byrj- aði að leysa tölti hann yfir til ömmu og ég fékk að hlusta á þau spjalla um lífið í þorpinu áður en frystihús- ið fór á hausinn. Þetta var mjög fall- eg stund sem kveikti á einhverri til- finningu hjá mér en seinna sama dag sá ég gamla manninn standa úti á hlýrabol að moka snjó eins og her- foringi. Þegar ég spjallaði aftur við hann var hann hæstánægður með að vera byrjaður að hreyfa sig á ný og skildi ekkert í að hafa tekið mark á læknisráðinu sem höfðu bara gert það að verkum að honum hafði hrakað.“ Leikarinn Jón Sigurbjörnsson fer með aðalhlutverkið í öllum þremur stuttmyndunum en vinnslu á tveimur þeirra er nú þegar lokið. „Bragur nefnist önnur myndin en hún fjallar um samband ellilífeyris- þega og húshjálparinnar sem hann er með. Sú mynd var sýnd á Reykja- vík Shorts and Docs hátíðinni en stuttmyndirnar þrjár eiga það sam- eiginlegt að fjalla allar á einhvern hátt um mannlega reisn. Hin mynd- in, Síðasti bærinn, er tekin upp í Dýrafirði og fjallar um gömul hjón sem eru að bregða búi.“ Kjartan Sveinsson úr Sigurrós semur tónlistina í Síðasta bænum. „Hann fékk unnustu sína og tvær aðrar stelpur sem eru með honum í Listaháskólanum til að leika tónlist- ina en semur allt efnið sjálfur og stjórnar útsendingum á tónlistinni.“ Síðasti bærinn verður frum- sýndur á Edinborgarhátíðinni í ágúst en verður til sýninga hér heima á undan Næslandi, nýjustu mynd Friðriks Þórs, þegar hún kemur í bíó í haust. ■ Ég hef lengi vitað að fatlaðir væru kúl. Um síðustu helgi stóðu nokkr- ir fatlaðir krakkar fyrir ímyndar- átaki en þau vildu sýna að fatlaðir gætu skemmt sér og fríkað út, drukkið og djammað eins og aðrir villimannslegir íslenskir ungling- ar. Það birtist lítil mynd af þess- um hóp í blöðunum, landslið fatl- aðra í djammi, ég efast ekki eitt augnablik að þetta fólk kunni að skemmta sér, fyrirmyndar sukk- arar að sjá. Þetta er auðvitað hugmynd sem gæti farið sigurför um heim- inn, komið okkur jafnvel á kortið. Einkennismerki átaksins gæti verið hjólastóll með flösku og brjóstahaldara. Nánast alls staðar er fólk haldið þeim ranghugmynd- um að lífsgleði og partíhæfileikar séu bundnir við líkamlegt ástand og hreyfigetu, kjaftæði. Menn í hjólastólum rokka fram á morg- un, konur á hækjum eiga sér marga elskhuga yfirleitt, Íslend- ingar eru upp til hópa stamandi, skjálfandi, hikstandi, blindir og heyrnarlausir en ekki minni gleði- menn fyrir vikið. Sama dag og myndin frábæra af fötluðu partíljónunum birtist í Fréttablaðinu var heil síða í tíma- ritinu Femin undirlögð fyrir myndir frá afmælishátíð FM 957, þar var enginn líkamlega fatlaður, allir sólbrúnir, grannir eins og smástelpur, með strípur og tísku- gleraugu. Með fullri virðingu þá væri ég frekar til í að skemmta mér með fatlaða liðinu. Mig lang- ar líka frekar að sjá myndir frá þeirra djammi en annarra í blöð- unum, ég hef enga samúð með þessum krökkum, bara smá öfund yfir því að þau skyldu fá svona frábæra hugmynd og kunna að skemmta sér. Partí on! ■ 42 26. júní 2004 LAUGARDAGUR ...fá Mánar fyrir frábæra frammistöðu sem upphitunar- band Deep Purple. HRÓSIÐ Laugavegi 32 sími 561 0075 Þó svo að miðasala á tónleika Lou Reed í Laugardalshöll föstudag- inn 20. ágúst hefjist formlega á morgun fá M12 áskrifendur Norð- urljósa tækifæri á því að tryggja sér miða í dag í verslunum Skíf- unnar. Á morgun hefst svo almenn sala í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT á Ak- ureyri og Egilsstöðum. Allar verslanir Skífunnar eru opnaðar samtímis kl. 12 að hádegi á morg- un. Verslanir Skífunnar sinna líka símasölu fyrir landsbyggðarfólk. Verslanir BT verða opnar á morg- un á milli 15 og 18. Tónlistarunnendum er bent á að enginn möguleiki er á aukatón- leikum, þannig að nú er að hrökk- va eða stökkva. Reed ætlar að stoppa hér á landi í nokkra daga ásamt sínum nánustu og kynna sér land og þjóð. Hann ætlar að ferðast um landið með ljósmyndavél sína, en hann gaf nýverið út ljósmynda- bókina Emotion in Action. Miðaverð er 3.800 í stæði en 4.800 í stúku.■ Miðasala á Lou Reed að byrja LOU REED Lou Reed gefur ekki kost á aukatónleikum, þannig að aðdáendur hans verða að vera vakandi á morgun. M12 áskrifendur fá tækifæri til þess að kaupa miða í dag. Lárétt: 1 skjótt, 6 far, 7 hræðast, 8 bogi, 9 muldur, 10 reið, 12 kann að lesa, 14 hluti munnhols, 15 nesoddi, 16 tímabil, 17 farfa, 18 dugmikli. Lóðrétt: 1 fnæs, 2 kassi, 3 í röð, 4 fálæti, 5 umræða, 9 reyfi, 11 gömul, 13 hey- baggi, 14 fálm, 17 fimmtíu og einn. Lausn. STUTTMYND KJARTAN SVEINSSON ■ hljómborðsleikari í Sigurrós, semur tónlistina við stuttmynd Rúnars Rúnars- sonar, Síðasti bærinn. Myndin er hluti af þríleik Rúnars sem fjallar um eldri borg- ara og mannlega reisn. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1fljótt,6rák,7óa,8ýr, 9uml, 10ill,12læs,14kok,15tá,16ár, 17lit, 18knái. Lóðrétt: 1frýs,2lár, 3jk,4tómlæti,5 tal,9ull,11forn,13sáta,14kák,17li. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Ricardo 69 prósent Hverfisgötu PARTÍLANDSLIÐ FATLAÐRA ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR „Einkennismerki átaksins gæti verið hjólastóll með flösku og brjóstahaldara.“ ■ Þríleikur um eldri borgara SÍÐASTI BÆRINN Rúnar Rúnarsson sést hér leikstýra Jóni Sigurbjörnssyni í myndinni Síðasti bærinn. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.