Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 11
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Íþróttamót lögð í einelti Enn berast af því fréttir að dóms- málaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með inn- heimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða um- ræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglinga- landsmót sem haldin verða á Sauð- árkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þess- um hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalands- mótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna. Inn- heimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur lög- gæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp um að fella niður heimild til slíks og fékk það al- mennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: „Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir al- mennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undan- tekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli.“ Þingmenn stjórnarflokkanna treystu sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðar- innar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf niður þessa inheimtu- heimild eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráð- herra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætis- kennd almennings. T.d. var lítil bæj- arhátíð á Skagaströnd síðasta sum- ar látin greiða háan löggæslukostn- að þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðs- þjónusta. Á sama tíma fór fram mun stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt slíkt gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekning- arnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Þessir fjármunir skipta vart sköpum við fjármögnun löggæsl- unnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lög- reglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki hljóta þau skömm af. ■ SUNNUDAGUR 27. júní 2004 „Sjálfstæðisflokkurinn setur menntun í öndvegi. Undir forystu hans hefur menntakerfið tekið stórstígum framför- um með heildstæðri löggjöf, auknum fjárveitingum til málaflokksins, bættum kjörum, aðbúnaði og aukinni menntun kennara. Í allri menntun eru einstakling- ar að fjárfesta í framtíð sinni. Menntun- arstig þjóðarinnar ræður miklu um vel- ferð og hagvöxt í harðri alþjóðlegri sam- keppni. Landsfundur vill að menntakerf- ið veiti okkur forskot til framtíðar, treysti mannlíf, byggð og atvinnulíf.“ Úr ályktun um skóla- og fræðslumál á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Öflug menntun - forsenda framfara. Menntun fyrir alla, óháð efnahag, bú- setu og stöðu.“ Úr stefnuskrá Framsókn- arflokksins fyrir síðustu kosningar. Meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu er að „tryggja öllum jöfn tækifæri til náms, án tillits til búsetu og efnahags.“ Úr stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Já, þeir eru ekki sparir á stóru orðin stjórnmálamennirnir þegar þeir þurfa að gera sig gildandi. „Menntun í önd- vegi,“ það var aldeilis. „Öflug menntun er forsenda framfara,“ ekkert minna. Þessi fögru orð eru rifjuð upp vegna nokkurra frétta sem sagðar hafa verið síðustu daga. Ein fjallaði um þá stað- reynd að framhaldsskólarnir þurftu að neita nokkur hundruð unglingum um skólavist þar sem ekki voru til nægir peningar til að sjá þeim fyrir kennslu. Í annarri var greint frá því að Kennarahá- skóli Íslands þyrfti að vísa frá tæplega eitt þúsund umsækjendum um skóla- sókn. Í þeirri þriðju var enn og aftur fjallað um fjárhagsvanda Háskóla Ís- lands og hvort leggja beri skólagjöld á nemendur á þeim bæ. Það verður að segjast alveg eins og er að hástemmdar yfirlýsingar stjórnmála- manna um gildi menntunar virka eins og hvert annað hjóm þegar á reynir. Eða hvernig á annars að túlka ástand á borð við það sem kom upp í framhalds- skólunum? Meginorsök vandans var hve stór árgangurinn væri. Halló! Þeir fæddust ekki í gær, krakkarnir sem luku grunnskólanum í vor. Þeir fæddust árið 1988 - fyrir 16 árum - þá strax var vitað að árgangurinn væri fjölmennur og stjórnmálamönnum í lófa lagið að gera viðeigandi ráðstafanir í tæka tíð í stað þess að bjarga málum fyrir horn á síð- ustu stundu. Og hafi þeir ekki haft rænu á því þegar börnin voru að vaxa úr grasi gátu þeir allavega gripið í taumana í haust þegar athygli þeirra á málinu var vakin. En gerðu þeir eitthvað? Neibb. Stjórnvöld verða að standa sig talsvert betur svo að orð á borð við „menntun í öndvegi“ og „öflug menntun er for- senda framfara“ hljóti einhverja merk- ingu. Vera má að við sem stöndum utan við stjórnmálin séum asnar en við erum ekki algjörir asnar. ■ Stóru orðin SMÁA LETRIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON PÆLIR Í ORÐUM OG ATHÖFNUM STJÓRNMÁLAMANNA SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR (F) UMRÆÐAN LÖGGÆSLUGJALD

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.