Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 27. júní 2004 Er fjölskylda flín ein af fleim? 37 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst n.k. fieir bí›a spenntir eftir a› heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Ef svo er gefst ykkur færi á a› taka á móti erlendum skiptinema næstu 5–10 mánu›i. Vilji› fli› kynnast ... n‡jum vi›horfum? ... framandi menningu? ... n‡rri s‡n á land og fljó›? Tónleikar Sir Paul McCartney sem voru haldnir á torgi skammt frá Vetrarhöllinni í St Pétursborg í Rússlandi ollu skemmdum á verð- mætum listaverkum Hermitage- safnsins. Að sögn Mikhail Piotrovski safn- varðar er það algjörlega óásættan- legt að halda tónleika svo nálægt safninu vegna titringsins sem skaði málverkin. „Eitthvað verður að gera til þess að svona tónleikar verði ekki haldnir aftur,“ sagði Piotrovski. „Við undirbjuggum okk- ur fyrir tónleikana eins og við ger- um fyrir flóð,“ bætti hann við. „All- ar deildir safnsins voru í viðbragðs- stöðu.“ Að sögn Piotrovski var titr- ingurinn frá tónleikunum mun meiri en af völdum flugvéla sem fljúga yfir safnið. Um 60 þúsund manns komu á tónleikana, sem voru þeir fyrstu sem McCartney hélt í St Pétursborg og jafnframt hans 3000. á ferlinum. Bítillinn fyrrverandi spilar næst á Glastonbury-tónleikahátíðinni í Bretlandi ásamt hljómsveitum á borð við Oasis og Muse. ■ PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi er ekki hátt skrifaður hjá Mikhali Piotrovski, safnverði í St Pétursborg. ■ TÓNLIST Tónleikar McCartney ollu skemmdum Vill fyndna hávaxna menn með gott hjarta Rómantíska gamanmyndin Sudden- ly 30, með Jennifer Garner úr sjón- varpsþáttunum Alias í aðalhlut- verki, er komin í kvikmyndahús hérlendis. Myndin byrjar árið 1987 þegar Jenna er 13 ára óvinsæl tánings- stúlka í skólanum sínum. Strákur- inn sem hún er skotin í veit varla af henni og hún heldur partí sem fer úrskeiðis þegar krakkarnir læsa hana inni í eigin fataskáp. Þar óskar hún þess að vera orðin fullorðin og vaknar svo daginn eftir í líkama þrítugrar konu sem er leikin af Garner. Auk þess að leika í hinum vinsælu þáttum Alias hefur Garner reynt sífellt meira fyrir sér á hvíta tjaldinu. Meðal annars hefur hún leikið kvenskörunginn Elektru í hasarmyndinni Daredevil sem naut töluverðra vinsælda. Jennifer segist ekki sakna þess að vera 13 ára. „En mér finnst ég hafa tekið allt það góða frá þeim aldri með mér,“ segir hún. „Ég á í góðum tengslum við mína innri 13 ára stúlku. Hvaða skapgerðareinkenni 13 ára stúlku hefur þú geymt innra með þér? „Ég hef geymt mikið af sakleys- inu og allri gleðinni og hrifningunni. Ég er frekar hamingjusöm og bjart- sýn og það var ég líka þegar ég var 13 ára.“ Varstu vinsæl í skóla? „Nei, ég var ekki ein af þessum vinsælu svölu stelpum. Það tóku ekki margir eftir mér. Ég var mjög hljóðlát og eyddi allri minni orku í ballettnám og tónlistariðkun. Þessir hlutir voru ekki svalir á þeim tíma.“ Ef þú gætir farið aftur í tímann hverju myndir þú breyta? „Ég veit það ekki. Þetta er erfið spurning. Ég er viss um að það eru mörg lítil atriði sem ég væri til í að breyta og það eru atvik sem ég vildi að hefðu ekki gerst. En á sama tíma hugsarðu með þér, og þar er ég sam- mála móður Jennu í kvikmyndinni, að þú ert sá sem þú ert vegna þess sem þú hefur gengið í gegnum. Ég hugsa líka þannig: Allt í lagi, svona er lífið mitt. Hvernig get ég notað reynslu mína til að bæta mig sem einstakling?“ Þú þarft að vera í góðu líkams- ástandi vegna þáttanna Alias. Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég æfi mig í eina klukkustund á dag og stundum geng ég bara. Stundum hleyp ég með lóð eða stunda jóga, það er bara mjög mis- jafnt. En það er bara ein klukku- stund í senn, fimm sinnum í viku.“ Hvernig karlmenn heilla þig? „Góðhjartaðir menn með gott skopskyn. Það er heldur ekki verra ef þeir eru hávaxnir,“ segir Jenni- fer að lokum. Myndin Suddenly 30 heitir 13 Going on 30 í Bandaríkjunum og er sýnd í Smárabíó og Regnboganum. ■ JENNIFER GARNER Leikur 13 ára stúlku sem er föst í líkama þrítugrar konu í myndinni Suddenly 30.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.