Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 27. júní 2004 þar sem hann hugðist setja á fót fataverksmiðju sem því miður tókst ekki. „Ég tók ákveðna áhættu með því að fara til Úkraínu. Það gat enginn séð fyrir að það færi óða- verðbólga af stað þar. Það var miklu hærri verðbólga en við höfðum kynnst, hér fór hún í 120% en úti fór hún í 1.000%.“ Halldór var meira og minna úti næstu ár en kom heim árið 1995. Þá fékk hann þá flugu í höfuðið að stofna netfyrirtæki á Englandi. „Það má eiginlega segja að fókusinn hafi skekkst allhressilega í langan tíma,“ segir Halldór þegar hann rifjar upp þennan tíma. „En allan tímann var ég sannfærður um að það væri markaður fyrir fyrirtæki eins og Henson. Það var í raun bara spurning hvenær tækifærið kæmi.“ Fékk áhugann á ný Þegar Halldór kom til baka frá Englandi stóð hann á núllinu og hafði ekkert fjármagn bak við sig. Fjölskyldan hafði haldið fyrirtæk- inu gangandi og síðsumars árið 2001 kom stóra tækifærið. „Þá komst gamall sportfatnaður í tísku og leiðandi fyrirtæki eins og tískuvöruverslunin 17 hafði trú á fatnaðinum. Ég var alltaf viss um að tækifærið kæmi en það var bara spurning hvenær og hvern- ig,“ segir Halldór, sem nýtti tæki- færið svo sannarlega vel. „Ég hef ánægju af framleiðsl- unni og þegar það fer saman með góðu starfsfólki og góðum innkaup- um á hráefnum getur þetta gengið. Starfsfólkið er lykilatriði í þessu öllu. Núna er ég að upplifa það að vera kominn með áhugann aftur. Það skiptir líka máli að sá sem stýr- ir skútunni missi ekki móðinn. Ég hélt satt að segja að ég væri að hverfa út úr þessu því það voru aðrir hlutir sem fönguðu hugann.“ Henson í tísku Halldór hefur fært út kvíarnar og framleiðir nú föt af öllu tagi sem og fótbolta. „Nú getum við þjón- ustað mun fleiri aðila en áður. Nú er þetta heljarinnar framleiðsla og það er brjálað að gera. Nú horfi ég gjörólíkum augum á fyrirtækið. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og það skýtur stoðum undir fram- leiðsluna. Við erum að framleiða fyrir hin ýmsu fyrirtæki, fyrir tískubransann og svo mætti lengi telja,“ segir Halldór og bætir við að það sé mun auðveldara að selja vöru sem er viðurkennd í tísku- heiminum. „Það er mjög mikils virði þegar fólk segir að Henson sé í tísku. Tískubransinn og poppheim- urinn er miklu sterkara sölutæki en knattspyrnan nokkur tímann.“ Halldór hefur ekki útilokað vaxtamöguleika fyrirtækisins og byrjaði í sumar að selja Henson strigaskó. „Þessi framleiðsla styrkir ágætlega ímyndina. Síðan sé ég fyrirtækið þróast og við höldum áfram að styrkja okkur í sessi. Við vorum til dæmis að kaupa nýjar vélar sem hvarflaði ekki að mér fyrir tveimur árum,“ segir Halldór í Henson sem horfir björtum augum til framtíðar. kristjan@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.