Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 32
22 27. júní 2004 SUNNUDAGUR Í hinum bjarta og fagra júnímánuði kynnti Höfuðborgarstofa stefnu Reykjavíkurborgar í ferðamálum til næstu sex ára. Út frá henni var slagorðið „Reykjavík – hrein orka“ kynnt, en meðal annars er stefnt að því að höfuðborg Íslands hljóti titilinn „hreinasta höfuðborg Evrópu“. En hversu hrein er prinsessan Reykjavík? Helgarútgáfan leitaði svara hjá Lúðvíki Gústafssyni hjá mengunarvörnum Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Reykvíkingar eiga hátt í 90 þúsund ökutæki og flotinn stækkar stöðugt. En þótt gatnakerfið sé í stöðugri endurskoðun myndast ósjaldan um- ferðarhnútar og á sumum aðalæð- um borgarinnar er bílaumferðin stöðug og þétt allan daginn. Um- ferðarmengun er gífurlegt vanda- mál í stórborgum heims og vaxandi vandamál í Reykjavík líka, en helsta áhyggjuefni borgaryfirvalda er mengun af völdum svifryks og köfnunardíoxíðs (NO2), sem stefnir í að fara oftar en áður yfir viðmið- unarmörk ef ekkert er að gert. Gul slikja „Það er greinilegur árstíðamun- ur á loftmengun í Reykjavík. Frá apríl til október er loftmengun aldrei vandamál, nema hvað við fáum náttúrulegt ryk yfir okkur á sumrin, eins og moldrok í sterkum norðaustanáttum og salt í lofti í sterkum vestanáttum. Varla hægt að kalla þannig ryk loftmengun, þó tæknilega fari gildin upp fyrir við- miðunarmörk,“ segir Lúðvík Gúst- afsson hjá mengunarvörnum og bætir við að tvö efni af sex valdi orðið talsverðum áhyggjum. „Þetta eru svifryk og köfnunardíoxíð af völdum bílaumferðar. Mengunin verður áberandi á vetrum sem gul slikja sem margir taka eftir á köld- um vetrardögum. Umferðarmengun má fara yfir viðmiðunarmörk sjö sólarhringa á ári áður en hún er tal- in algjörlega óviðunandi. Í janúar- mánuði einum mælist hún í fimm sólarhringa og þá er allt árið eftir; næsta haust og vetur. Það sem bjargar okkur er hve veðurfar er óstöðugt, en kyrrstaða lofts er fremur sjaldgæf, sem betur fer. Myndi veðurfar breytast og logn verða algengara mundi það koma fram strax. Í mörgum borgum Evr- ópu hefur umferð verið takmörkuð og jafnvel bönnuð í vissum borgar- hverfum. Þá er mikið rætt um tækniúrræði eins og að draga úr eldsneytisnotkun, framleiða bíla sem nota minna eldsneyti og vélar sem draga úr útblæstri.“ Útblástursskattur Þess má geta að í Lundúnum borga ökumenn hátt gjald fyrir að keyra um ákveðna borgarhluta og í París stendur til að leggja skatt á jeppaeigendur sem samsvarar um 300 þúsund krónum á ári, en yfir- völd vilja jeppana út úr borginni strax, enda staðreynd að útblástur jeppa er miklum mun meiri en venjulegra fólksbíla. Lúðvík segir ýmsa möguleika til að stemma stigu við umferð vegna loftmengunar, meðal annars með því að efla al- menningssamgöngur og lækka há- markshraða. „En þetta er þungt mál að eiga við. Það er nógu erfið um- ræðan um nagladekkin sem valda mikilli svifryksmyndun í lofti, því á móti kemur umræða um öryggi í hálku og snjó. Við búum auðvitað ekki við sömu kringumstæður og íbúar Mið-Evrópu, en einkaumferð hefur náð því stigi í Reykjavík sem leiðir til alvarlegrar loftmengunar um leið og kyrrstaða í lofti og frost er í borginni.“ Íslendingar einir um að drepa ekki á bílum í lausagangi Þegar kemur að öðrum loftteg- undum sem mældar eru sem meng- unarvaldar eru gildin lág. Lúðvík segir gildi mælinga á brennisteins- díoxíði (SO2) haldast í hendur við álagspunkta í umferðinni, en alltaf mælast innan viðmiðunarmarka. Breyting á því gæti þó verið fyrir- séð ef umferð dísilbíla eykst að ráði, en meira brennisteinsdíoxíð slepp- ur út í andrúmsloftið frá dísilknún- um ökutækjum. Þá er kolmónoxíð ekki vandamál sem mengunarvald- ur á götum úti, en frekar í lokuðu rými og þegar verið er nálægt öku- tæki sem er í gangi. „Loftmengun er mest á Miklu- braut, Sæbraut, Kringlumýrar- braut, Hringbraut og þessum aðal- umferðaræðum borgarinnar,“ segir Lúðvík, en svifryk myndast meðal annars vegna slits og ryks á götum. Svifryk er samsett af örlitlum ögn- um sem stundum eru minni en síur efri öndunarfæra ráða við og fara því ofan í lungu og þaðan út í blóð- rásina. „Fyrstu áhrif eru minna mótstöðuafl og veikara ónæmis- kerfi. Þá verða hvítu blóðkornin upptekin í glímu við rykið og ekki virk í öðru. Þá er fólki hættara á að leggast í flensu, því meira er að gera á vígvelli varnarkerfis líkam- ans. Hvorki svifryk né köfnunar- efnisdíoxíð eru bráðdrepandi en hafa slæm langtímaáhrif og krabba- meinsvaldandi efni finnast í svif- ryki. Í miklum styrk köfnunarefnis- díoxíðs er um hrein eituráhrif að ræða, og getur valdið bráðadauða, líkt og kolmónoxíð sem veldur dauða ef því er andað að sér í lokuðu rými.“ Lúðvík segir óskiljanlegt hve margir láti bíla sína ganga í lausa- gangi án þess að vera inni í þeim eða meðan biðið er. „Ef til stendur að gera Reykjavík að hreinustu borg Evrópu er tímabært að taka hart á þessu. Hvergi annars staðar láta menn bíla sína ganga og víða er drepið á þeim á umferðarljósum. Við þurfum því að gera fólk meðvit- aðra um mengunarvandann. Kol- mónoxíð er til dæmis vandamál í bílastæðahúsum, eins og Kringlunn- ar. Stundum eru þar bílar og leigu- bílar í röðum; margir í gangi. Börn eiga ekki að fara þar í gegn vegna þess að þau eru minni, kannski 50 til 80 sentimetra frá jörðu og upplifa mengunaráhrifin á mun verri hátt en hinir stærri.“ Enn þrjú klóakrör stutt frá byggð í Grafarvogi Reykjavík stendur við Kollafjörð og inn í hana renna Elliðaár, Úlfarsá og Leirvogsár, ásamt því sem Elliða- vatn og vatnsból Reykvíkinga eru inni í borgarlandinu. Ekki er nema um áratugur síðan allt klóak frá Reykvíkingum fór aðeins stutta vegalengd frá landi og út í sjóinn umhverfis strandlengjuna. Mikið átak hefur verið gert í að breyta gamla kerfinu og nú sjá tvær skólp- hreinsistöðvar um að hreinsa skólp- ið áður en það er sent út um nýjar leiðslur um fimmtíu kílómetra leið út í Kollafjörðinn. Þó eru þrír gaml- ir og stuttir klóakstútar enn í notk- un í Reykjavík en til stendur að loka þeim í ár. Þessi þrjú rör skila frá sér mannlegum úrgangi í sjóinn skammt frá byggðinni í Grafarvogi og Grafarholti, en eitt þeirra liggur fyrir utan Hamrahverfið, þar sem fundist hefur og sést áberandi klóakmengun. Annað klóakrör er fyrir vestan Rimahverfi í Gufunesi, og það þriðja í Eiðsvík milli Geld- inganess og Gufuness, en þar er stútur í miðri víkinni á vinsælum útivistarstað með fallegri fjöru. Að öðru leyti mælist gerlagróður og mengun við strandlengju Reykja- víkur í góðu ástandi, og það sama má segja um vötn og vatnsföll. Að sögn Lúðvíks fara milljónir tonna af skólpi í gengum skólp- hreinsistöðvar á ári hverju, en skólpið í Reykjavík er frábrugðið öðru þar sem við það blandast frá- veita frá hitaveitunni, sem þynnir frárennslið. „Skólplagnir í Reykja- vík eru tvískiptar; annars vegar fer skólp til skólphreinsistöðvar, og þá ofanvatn af götunni í sérstökum leiðslum beint til sjávar. Ofanvatn sem rennur frá Breiðholti og byggð- inni í kringum Elliðaárnar stoppar við í nýlega gerðum settjörnum áður en það fer út í árnar sjálfar. Við fundum út að gamla aðferðin væri vafasöm, ekki síst þar sem nokkuð ber á því að skólptengingar eru rangar. Við vitum af skólpi sem á að fara eftir skólpleiðslum úr hús- um en gerir það ekki vegna þess að menn hafa tengt þetta vitlaust, bæði í blokkum og minni húsum. Þá fer úrgangur úr klósettum sem og ann- að skólp í árnar, en nú er í gangi út- tekt á fráveitukerfi borgarinnar til að finna rangar tengingar sem valda þessari mengun. Þá hella menn stundum í niðurföll gatna bæði olíu, málningu, fitu og sýrum, sem hefur áhrif á fráveitukerfið og sést sem mengun í ám og árósum.“ Settjarnir þær sem Lúðvík talar um má sjá á víða við Elliðaárnar og eins í Grafarholti, þar sem reynt er að vernda Úlfarsá fyrir vaxandi byggð. Mikil prýði er af settjörn- unum og auðvelt að telja sér trú um að þær séu til busls og baða, viti menn ekki betur. Lúðvík segist sjálfur hafa séð þann möguleika og því máski rétt að merkja þær sér- staklega. „Vatn í settjörnum er tiltölulega tært ennþá þar sem þær eru frekar nýjar, en botninn verður forarpytt- ur með tímanum þar sem öll óhrein- indi falla á sandbotninn. Þar safnast fyrir skólp og efni sem annars færu út í árnar. Hins vegar geta settjarn- ir ekki gegnt sínu hlutverki ef menn eru viðstöðulaust að nota olíuefni, Stórborg með vafasama UMFERÐIN ER FREK ÞEGAR KEMUR AÐ MENGUN Miklabraut og Kringlumýrarbraut eru meðal þeirra gatna sem mæla hvað hæstu útblásturs- og hávaðamengun innan borgarinnar. Svifryk og köfnunardíoxíð mega ekki fara yfir viðmiðunarmörk nema sjö sólarhringa á ári, en í janúarmánuði einum fóru þessi efni fimm sinnum yfir leyfileg mörk og þá er allt árið eftir. HROSSATAÐSVANDINN Hestum hefur fjölgað gífurlega í Reykjavík og skilja eftir sig þúsundir tonna hrossa- taðs sem vandi er að losna við. SETTJÖRN Í ELLIÐAÁRDAL Til að koma í veg fyrir að óleyfilegt og vit- laust tengt skólp renni beint í Elliðaárnar hafa verið búnar til fallegar settjarnir sem sía mestu óhreinindin á sandbotninn. TEIKN Á LOFTI Byggðin í Reykjavík færist sífellt austar og nær vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Teikn eru á lofti um að fara þurfi varlega til að fyrirbyggja mengun í vatnsbólum. Umferðarmengun verður áberandi á vetrum sem gul slikja sem margir taka eftir á köldum vetrardögum. Sú mengun má fara yfir viðmiðunarmörk sjö sólarhringa á ári áður en hún er talin algjörlega óvið- unandi. Í janúarmánuði ein- um mælist hún í fimm sólar- hringa og þá er allt árið eftir; næsta haust og vetur. Einkaumferð hefur náð því stigi í Reykjavík sem leiðir til alvarlegrar loftmengunar um leið og kyrrstaða í lofti og frost er í borginni. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.