Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 43
33SUNNUDAGUR 27. júní 2004 ■ KVIKMYNDIR ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST DAWN OF THE DEAD Zack Snyder hefur vakið mikla athygli fyrir mynd sína Dawn of the Dead, sem naut töluverðra vinsælda. Gítar í eigu tónlistarsnillingsins Erics Clapton er orðinn sá dýrasti sem nokkru sinni hefur selst á uppboði eftir að hann fór á tæpar 70 milljónir króna í New York í fyrrakvöld. Gítarinn, sem er af gerðinni Fender Stratocaster, var í miklu uppáhaldi hjá Clapton og bar við- urnefnið Blackie. Setti hann grip- inn sjálfur saman úr mismunandi Stratocaster-gíturum. Á uppboð- inu var Blackie seldur fyrir sex- falt hærri upphæð en búist hafði verið við. Fjölmargir gítarar í eigu Clapton voru boðnir upp þetta kvöld, þar á meðal rauður Gibson frá árinu 1964 sem fór á um 60 milljónir og kassagítar sem hann notaði á órafmögnuðum MTV-tónleikum sínum 1992. Seld- ist hann á um 55 milljónir. Á upp- boðinu voru einnig boðnir upp gít- arar úr safni Brian May úr Queen, BB King og Pete Townsend úr The Who. Allur ágóðinn mun renna til meðferðarheimils Clapton, Cross- roads. „Ég er mjög ánægður með út- komuna. Þetta á eftir að hjálpa okkur mjög við að ná langtíma- markmiðum okkar varðandi með- ferðarheimilið,“ sagði Clapton. ■ BLAKKUR Uppboðshaldarinn Kerry Keane heldur á gítarnum Blackie sem var í miklu uppá- haldi hjá Eric Clapton. 70 milljónir fyrir Blackie Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Har›vi›arval Krókhálsi • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Snyder stýrir orrustu Zack Snyder, leikstjóri kvikmyndar- innar Dawn of the Dead, ætlar næst að gera mynd byggða á orrustunni um Thermopylae í Grikklandi. Myndin verður byggð á sögu- legri skáldsögu Frank Miller um orrustuna þar sem Leonidas, kon- ungur Spartverja, og 300 menn hans létust eftir að þeim tókst að halda aftur af 100 þúsund manna her Persa. Framleiðendur mynd- arinnar vonast til að hún nái að fylgja eftir vinsældum fyrirrenn- ara hennar, Troy og Gladiator. ■ M YN D /R EU TE R S Ætlar til Ísrael Samkvæmt dagblöðum í Ísrael hefur Madonna í hyggju að fara í leynilega pílagrímsferð til lands- ins eftir að tónleikaferð hennar um heiminn lýkur. Þar er sagt að hún verði ein af 100 Kaballah- nemendum sem fái að heimsækja helgustu staði trúarbragðanna. Hún mun ferðast undir öðru nafni og láta lítið á sér bera, sam- kvæmt blaðinu. Fyrir nokkrum vikum hætti Madonna við fyrirhugaða tónleika í landinu eftir að börnum hennar bárust morðhótanir frá trúar- ofstækismönnum í Palestínu. Blöðin halda því fram að Madonna verði í landinu í kring- um 15. september næstkomandi, nokkrum dögum eftir að núver- andi tónleikaferðalagi hennar um heiminn lýkur. ■ Destiny’s Child snýr aftur Söngtríóið Destiny’s Child ætlar að taka upp þráðinn að nýju 12. september næstkomandi. Þá koma stúlkurnar fram í beinni sjónvarpsútsend- ingu um gjörvöll Bandaríkin. Það verður í fyrsta skiptið sem þær stíga á svið sam- an í tvö ár. Frá því að tríó- ið fór í frí árið 2002 hefur Beyoncé Knowles náð að slá í gegn sem einherji og er ein skærasta stjarna heims í dag. Hinum tveimur, Kelly Rowland og Michelle Williams, hefur ekki gengið eins vel að fóta sig á ein- herjabrautinni. Þátturinn sem Destiny’s Child kemur fram í heitir Play for a Billion og er sjónvarpað frá Los Angeles. Ný breiðskífa er væntan- leg frá stúlkunum í nóvember. ■ MADONNA Dagblöð í Ísrael segja að söngkonan sé á leið þangað í leynilega pílagrímsferð. DESTINY’S CHILD Hafa ekki tekið lagið saman í tvö ár. Ætla að rjúfa þögnina í haust.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.