Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 72 stk. Keypt & selt 12 stk. Þjónusta 21 stk. Heilsa 4 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 7 stk. Tilkynningar 2 stk. Ertu 9-5 manneskja? BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 27. júní, 179. dagur ársins 2004. Reykjavík 2.59 13.31 24.02 Akureyri 1.43 13.16 20.45 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Svínasúpan er eitt vinsælasta innlenda sjónvarpsefni sem sýnt hefur verið á skján- um í langan tíma og er það meðal annars Þrándi Jenssyni, einum af handritshöfund- unum, að þakka. Hann er bullandi húmoristi sem kemur fyndninni frá sér með pennann að vopni. Sveppi bar nokkra sketsa eftir æskuvin sinn Þránd undir Sigurjón Kjartansson, sem var að svipast um eftir fleiri handrits- höfundum að fyrstu Svínasúpunni. Þá fóru hjólin að snúast og Þrándur var tekinn inn í hlýjuna. „Ég hef mjög gaman af því að skrifa og það var sérstaklega skemmtilegt að vinna seinni seríuna. Þá skiptumst við á að skrifa saman, köstuðum hugmyndunum á milli okkar og fyrir vikið varð húmorinn fjölbreyttari.“ Nú standa yfir upptökur á annarri um- ferð Svínasúpunnar en Þrándur gefur ekk- ert upp um innihald þáttanna. „Vinahópurinn minn er mjög fyndinn sem eflir mann óneitanlega í að skrifa góða sketsa. Við erum allir að keppast um að vera fyndnastir og samkeppnin er mjög hörð,“ segir Þrándur og viðurkennir að vera dálítið „steiktur“. Auk þess að hrista upp í þjóðinni með Svínasúpunni hefur hann unnið sem rafvirki undanfarin sex ár. „Ég ákvað að gerast rafvirki því það er fínt að hafa iðngrein að stökkva í. Stúdentspróf dugar lítið ef maður vill starfa sem hand- ritshöfundur og það er hæpið að fara í framhaldsnám í kvikmyndahandritsgerð þegar maður er búsettur á Íslandi.“ Þrándur lauk Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hann lærði handritsgerð en hann sigraði stuttmyndakeppni Reykjavíkur fyr- ir fáeinum árum. Í dag eyðir hann stórum hluta frítíma síns í skriftir. „Ég á orðið heil- an helling af handritum og vonast til að Kvikmyndasjóður styrki eitthvert þeirra í framtíðinni. Ég er alltaf að punkta niður brandara eða eitthvað fyndið sem gerist í kringum mig og tek svo skorpur í skrifun- um. Í bílnum og á náttborðinu mínu eru litl- ar bækur sem ég skrifa í þegar mér dettur eitthvað í hug. Hugmyndirnar nota ég til dæmis í grínþáttaröð sem ég er búinn að vera að skrifa lengi.“ Þrándur hefur óbil- andi áhuga á öllu sem er fyndið og segist vinna í grínþáttunum til að hvetja sig áfram í að skrifa. Nú er hann með mörg járn í eld- inum og hyggst ljúka við kvikmyndahand- rit í fullri lengd áður en langt um líður. thorat@frettabladid.is Starfið mitt: Súpa og steik atvinna@frettabladid.is Ný könnun hef- ur leitt í ljós að meira en helm- ingur upplýsinga sem koma fram á starfsferilsskrá umsækjenda eru hagræðingar á sannleikanum eða beinlínis lygar. Könnunin var gerð af starfshóp sem kannar öryggi á vinnustöðum í Bandaríkjunum. Könnunin sýnir að 56 prósent umsókna inni- halda óútskýranleg göt eða fölsuð réttindi. Þessi prósentu- tala hefur hækkað um fimmtán prósent síðan árið 2001. Konur á þrítugsaldri og karlar á fertugsaldri voru stærsti hluti þeirra sem falsað höfðu starfsferilsskrárn- ar sínar, eða 65 prósent. Könnunin var unnin úr 2.700 umsóknum með samþykki umsækjenda. Menntun umsækjenda var könnuð ásamt því að hringt var í fyrrum vinnuveitendur. Fjöldi þeirra sem sækja um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum um þessar mundir hefur aukist mun meira en búist var við. Í síðustu viku sóttu 13.000 manns um at- vinnuleysisbætur en hagfræðingar töldu að sá fjöldi yrði aðeins 4000. Efnahagsástand í Japan er aldeilis að ná sér á strik. Nú eru mun fleiri fyrirtæki sem bú- ast við miklum hagnaði og vinnuskilyrði hafa batnað mikið á þessu ári samkvæmt gögnum frá yfirvöldum. Ný könnun hefur einnig leitt í ljós að meirihluti fyr- irtækja hafa ekki nóg af starfsfólki. Önnur könnun verður unnin af japönskum banka í næstu viku og fróðir menn segja að hún komi til með að sýna sterkar tölur og mikið góðæri í Japan. Þrándur Jensson er einn af handritshöfundum Svína- súpunnar. Hann er líka rafvirki. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU Honda VT 1100 Shadow C3 ‘98. Glæsi- legt hjól í mjög góðu ástandi. Uppl. í s. 895 4152. Landsins mesta úrval af bátum, utan- borðsmótorum og bátavörum. Vélasal- an ehf. Ánanaustum 1. S. 580 5300. www.velasalan.is A.t.h. Sumaropnunar- tími til kl. 18.00. Óskum eftir smiðum, járnamönnum, múrurum og vönum byggingaverka- mönnum. Upplýsingar gefur Bjarni í síma 660 8775 Einnig er hægt að senda tölvupóst á ev@ev.is Til sölu Dodge Ram 3500 árg. ‘96, ek. 155 þ. mílur, dráttarstóll, vsk bíll. Uppl. í síma 865 1891. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.