Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 33
tjöruhreinsi, málningu og annað í niðurföllin, því hreinsigeta þeirra er takmörkuð.“ Vafasöm teikn á lofti við vatnsbólin Vatnsból Reykvíkinga eru í Heiðmörk. Grunnvatnið, það sem rennur í krönum borgarbúa, hefur mælst hreint og bakteríulaust í lengri tíma. Eftirlit er mikið, en grunnvatnið kemur frá Bláfjalla- svæðinu og rennur í nýju, gljúpu hrauni en vatnið er laust við hvers kyns aðskotaefni þegar því er dælt upp. „En við getum sagt að við sjáum teikn á lofti þar sem byggðin er að færast austar og Heiðmörk er jafn- framt eitt helsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Lúðvík og vís- ar til nýs hverfis á Vatnsendasvæð- inu. „Við erum ekkert of hressir með að fólk stundi útivist ofan á vatnsverndarsvæðinu og erum á bremsunum þegar við sjáum eitt- hvað vafasamt í vændum, eins og á fyrstu teikningum Norðlingaholts þar sem gert var ráð fyrir tveimur bensínstöðvum nálægt vatnsvernd- arsvæðinu. Skoðum allar deiliskipu- lagstillögur og eigum gott samstarf í þeim efnum, látum skoðun okkar í ljós ef við sjáum eitthvað sem vald- ið gæti mengun. Nú er t.d. talað um að auka aðgengi að ýmsum stöðum í Heiðmörk, eins og hellum á miðju vatnsverndarsvæðinu. Þar vilja menn leggja veg og allir himinlif- andi að loks verði eitthvað fyrir ferðamenn að skoða. Vegafram- kvæmdir á þessu svæði eru hins vegar fráleitar margra hluta vegna með tilliti til mengunarhættu, eins og til dæmis olíuleka við bílveltur eða bílslys.“ Stórborgarhávaði og hrossatað í tonnavís Þá er ógleymd hávaðamengun sem fer vaxandi í borg með vaxtar- verki. Sífellt fleiri kvarta við Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur um hávaða og segir Lúðvík að þær kvartanir snúist ekki eingöngu um háværan umferðarnið, heldur boranir, sprengingar og vinnuvélar sem breima langt fram á nótt. „Á sumrin er unnið myrkranna á milli og byrjað fyrir allar aldir að bora og sprengja um helgar. Ég held að kvartanir um hávaðamengun haldist í hendur við mikla endurnýj- un bygginga og gatnaframkvæmdir. Hávaði má ekki fara yfir 55 desibel til að þykja óþægilegur, en hávaði við Miklubraut og helstu umferðar- æðar er hátt yfir þeim mörkum. Þolið er svo mismunandi. Við fáum auknar kvartanir frá fólki sem flyt- ur til Reykjavíkur frá dreifbýlinu og er að átta sig á að það er flutt í stórborg, með kostum og göllum.“ Lúðvík segir kvartanir vegna Reykjavíkurflugvallar vera sjald- gæfar, og að álverið í Straumsvík hafi engin áhrif á lífið í borginni nú á dögum. Þá sé enginn hættulegur iðnaður í höfuðborginni eftir að áburðarverksmiðjan hætti að fram- leiða ammoníak í Gufunesi. Það séu helst bensínstöðvar og olíubirgða- svæðið á Granda sem gætu skapað hættu með hugsanlegum sprenging- um. Þá hafi hestum fjölgað gríðar- lega í Reykjavík á síðustu árum og uppi sé tæknilegur vandi sem teng- ist því hvað gera á við þær þúsund- ir tonna hrossataðs sem safnast fyrir á ári hverju. Og rotturnar lifa góðu lífi í skólpræsum borgarinnar þótt þeim sé haldið niðri af meindýraeyðum. Heitt vatnið gerir híbýlin notaleg og nóg er að borða, en Lúðvík segir reynt að sporna við notkun sorp- kvarna í niðurföllum þar sem þær fínhakki matarleifar og brytji ofan í rotturnar. Þess má svo geta í lokin að hver Reykvíkingur losar sig við 270 kíló af heimilissorpi á ári, fyrir utan til- tekt í garðinum eða geymslunni, en frá Reykjavík berast 30 þúsund tonn af föstu sorpi á ári. Niðurstaðan er þó sú að Reykja- vík er borg sem verður sífellt hreinni og er á góðri leið. Komin í næstefsta þrep, segir Lúðvík. thordis@frettabladid.is SUNNUDAGUR 27. júní 2004 23 vaxtarverki SKÓLPLEIÐSLA Í ELLIÐAÁM Ofanvatnsleiðslur liggja út í Elliðaár og eiga að skila þangað regnvatni. Íbúar í nágrenni Elliðaárdals eiga það til að hella málningu, olíu, fitu og sýrum í niðurföll gatna, sem þá valda mengun í þessari vinsælu laxveiðiá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.