Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 13
15SUNNUDAGUR 27. júní 2004 ■ ÞETTA GERÐIST MUNDU MIG! ...LÍKA Í FRÍINU NÝR Hvað heitir blaðberinn? Gunnar Hrafn Jónsson. Hvað ertu búinn að bera út lengi? Í mörg ár, síðan á Degi. Hvað ertu með í vasan- um? Síma, lykla og rusl. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Fljúga, ég er að læra að fljúga. Hvert er þitt mottó? Lifa þangað til ég dey. [ BLAÐBERI VIKUNNAR ] GUNNAR HRAFN JÓNSSON GUNNAR HRAFN JÓNSSON Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hann er einn besti blaðberi blaðsins og hefur starfað einna lengst hjá Fréttablað- inu enda byrjaði hann að bera út þegar Dagur var og hét. Gunnar er að læra að fljúga og ætlar að lifa lífinu lifandi. 363 Rómverski keisarinn Júlían deyr. 1693 The Ladies’ Mercury er gefið út í London af John Dunton. Þetta var fyrsta kvennatímaritið og innihélt dálk með spurningum og svörum, sem fljótlega varð þekkt sem „vandamálasíðan“. 1871 Jenið verður opinber gjaldmiðill í Japan. 1893 Kauphöllin í New York hrynur. Í lok árs hafa 600 bankar og 74 járnbrautafyrirtæki hætt rekstri. 1924 Bandarískir demókratar mæla með Leroy Springs í tilnefningu til varaforseta. Hún var fyrsta konan sem mælt var með í starfið. 1954 Fyrsta kjarnorkuver í heimi opnar í Obninsk, nærri Moskvu. 1967 Fyrsti hraðbankinn er settur upp í útibúi Barclays-banka í Enfield, Englandi. Mest var hægt að taka út 28 pund. 1990 NASA viðurkennir galla í Hubble- geimsjónaukanum sem gerir það að verkum að hann getur ekki tekið myndir í fókus. 1998 Bresk kona er frjóvguð með sáð- frumum látins eiginmanns síns eftir tveggja ára baráttu fyrir dómstólum. 2002 John Entwistle, bassaleikari The Who, deyr í Las Vegas, 57 ára. Daginn eftir átti hljómsveitin að hefja tónleikaferð um Bandaríkin. „Ísleik er nú haldið í sjötta skipti en þetta er norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót,“ segir Elín Svava Elíasdóttir hjá Þjóðdansa- félaginu. Ísleik hefur verið haldið af og til að sögn Elínar en mótið er sér- stætt. „Það koma gestir frá öllum Norðurlöndunum og nú eigum við von á vel yfir 300 gestum. Við komum saman og dönsum þjóð- dansa,“ segir Elín og bætir því við að stór liður í hátíðinni sé að læra nýja dansa og eignast nýja vini. Þjóðlagatónlist er einnig stór þáttur í skemmtuninni en allar þjóðirnar koma til með að kynna sína tónlist. Eins og áður segir koma gestir frá öllum Norðurlöndunum, þar með talið Grænlandi og Færeyjum, og seg- ir Elín reynsluna hafa sýnt að þótt fólk tali ekki sama tungumál geti það skemmt sér saman í dansi og spili. „Dagskráin er mjög fjölbreytt og má meðal annars nefna Nor- ræna guðsþjónustu, norrænt kvöld og tónleika, allt í Nes- kirkju, og danssýningu í Árbæj- arsafni.“ Elín segir alla fjölskylduna geta tekið þátt í viðburðum sem þessum og nefnir sem dæmi að í fjölskyldu hennar hafi sex ættlið- ir lagt stund á þjóðdansa. „Þetta er eitthvað fyrir alla og það sem er svo skemmtilegt er að það geta allir dansað saman óháð aldri.“ Ókeypis aðgangur er að öllum viðburðunum á meðan hús- rúm leyfir. ■ Þjóðdansa- og þjóðlagamót ÞJÓÐDANSAFÉLAGIÐ ÍSLEIK ■ er nú haldið í sjötta skiptið. Það eru yfir 300 manns sem sækja Ísland heim að þessu tilefni frá Norðurlöndunum, þar með talið Grænlandi og Færeyjum. ÞJÓÐDANSAHÁTÍÐ Hátíðin var sett í Salnum í Kópavogi en dagskráin verður fjölbreytt næstu daga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.