Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 35
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að smekkur karlmanna á vaxtarlagi kvenna fer eftir efnahagsástandi í landi þeirra. Þegar efnahagsástand er bágborið kjósa karlmenn þroskaðar og sterkar konur en þeg- ar efnahagsástand er með blóma vilja þeir barnalegar konur. Þetta segja rannsakendur sem lágu yfir tískublöðum og Playboy frá árum áður. Þeir segja að í efnahags- kreppu hafi „leikfang mánaðarins“ í Playboy verið hávaxnara, þyngra og fullorðinslegra en í góðæri. Einn af forsvarsmönnum rannsóknarinn- ar segir Önnu Nicole Smith ágætt dæmi um þetta. Hún var leikfang mánaðarins hjá Playboy árið 1993 og það þyngsta í 40 ár. Árið 1993 var erfitt ár í efnahagslífi Bandaríkj- anna, atvinnuleysi var mikið, verð- lag hátt, skilnaðir tíðir og morðum fjölgaði. Mjónan Twiggy varð hins vegar táknmynd snemma á sjötta áratugnum þegar mikil velsæld ríkti í Bretlandi. Þessar niðurstöður koma ekki með öllu á óvart því bent hefur ver- ið á að í fátækum löndum þyki feit- ar konur kynþokkafullar en í ríkari löndum sé horft með velþóknun til magurra kvenna. Gömlu meistar- arnir Rubens og Rembrandt máluðu á sínum tíma feitar konur og sér- fræðingar segja að á þeim tímum hafi fólk verið stolt af að eiga nóg að bíta og brenna og hafi talið fallegt og jákvætt að sýna ríkidæmi sitt með aukakílóum. ■ Smekkur á vaxtarlagi ræðst af efnahagsástandi *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú128 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 7.995,- Þú sparar 7.000,- DSC-P73/S 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur DSC-P120 5.1 milljón pixlar - effective Super HAD CCD 1.8" litaskjár (134K upplausn) Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja 4.999 krónur í 12 mánuði* eða 59.988 krónur DSC-T1 5.1 milljón pixlar effective Super HAD CCD myndflaga 3x optical aðdráttur (6x Precision digital) Linsan innbyggð í vélinni 5.499 krónur í 12 mánuði* eða 64.988 krónur Opið í dag frá kl.13 til 17 Frábært tilboð í tilefni af World Press Photo, vaxtalaust HEILI Tungumálakunnátta verndar heilann fyrir elliglöpum samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Kanada. Tungumálanám verndar heilann Tungumálanám verndar heil- ann fyrir elliglöpum. Ný rannsókn hefur sýnt að fólk sem talar meira en eitt tungumál að staðaldri er mun virkara á andlega sviðinu þegar það verður gamalt en þeir sem tala einungis eitt tungumál. Rannsóknin bendir einnig til að foreldrar sem aðstoða börn sín við að læra tungumál þegar þau eru ung séu þar með að auka líkur á andlegu heilbrigði þeirra á elliár- um. Þetta er þvert á það sem sagt var á árum áður þegar því var haldið fram að það myndi hefta þroska barna lærðu þau fleiri en eitt tungumál. Tungumálakunnátta eykur þroska Forsvarsmaður könnunarinnar er kona sem er læknir við háskól- ann í Toronto. Hún segir að fólk sem hafi verið tvítyngt mestan hluta ævinnar sé hæfara til að takast á við flókin viðfangsefni en aðrir. Hún segist einnig hafa kom- ist að því að tæplega fimm ára gömul börn sem væru að læra tvö tungumál væru þroskaðri á flest- um sviðum en önnur börn á sama aldri. Hún heldur því sömuleiðis fram að reynsla fólks af því að takast á við tvö tungumál hægi á hrörnunarstarfsemi heilans. Aðr- ar rannsóknir hafa sýnt að heilinn þroskast og þróast við notkun en þegar ekkert reynir á hann þá hrörnar hann. ■ Á MÁNUDÖGUM Fasteignaauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - ANNA NICOLE SMITH Hún var leikfang mánaðarins hjá Playboy árið 1993 og það þyngsta í 40 ár. 25SUNNUDAGUR 27. júní 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.