Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 19
3SUNNUDAGUR 27. júní 2004
Í kjölfar mjög vaxandi verkefna hjá Blaksambandi Íslands, óskar sambandið eftir að ráða
framkvæmdastjóra í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa góða alhliða menntun, gjarnan af
háskólastigi og reynslu af félagsstörfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið að störfum tengdum
íþróttahreyfingunni á Íslandi og þekki til starfsemi íþróttafélaga.
Leitað er að kraftmiklum metnaðarfullum einstaklingi, sem er tilbúinn til að taka þátt í að byggja
upp starfsemi blaksambandsins í tengslum við nýjar áherslur í uppbyggingu blakíþróttarinnar. Stór
útbreiðsluverkefni í krakkablaki eru framundan en einnig mun viðkomandi vinna að nýjum
metnaðarfullum verkefnum fyrir unglinga- og A-landslið. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt
m.a. að ýmsum fjáröflunarverkefnum sambandsins og þarf jafnframt að hafa góða skipulags- og
samskiptahæfileika og eiga gott með að umgangast fólk og fá það til að vinna með sér.
Starf framkvæmdastóra felst meðal annars í daglegum rekstri á skrifstofu sambandsins. Að svara
fyrirspurnum frá félögum, samskiptum við fjölmiðla, fréttaskrifum, útgáfu fréttabréfs, viðhaldi á
heimasíðu sambandsins, aðstoð við ýmsar nefndir s.s. mótanefnd, dómaranefnd, landsliðsnefndir og
fjárhagsnefnd.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 4. júlí. Skriflegar umsóknir
sendist á atvinna@bli.is.
Starf framkvæmdastjóra BLÍ
”Í sóknarhug“
Kennarar-
Íþróttakennarar
Laus er til umsóknar kennarastaða
og íþróttakennarastaða við
Kirkjubæjarskóla á Síðu og staða
æskulýðs- og íþróttafulltrúa
Skaftárhrepps.
Um er að ræða um 100 % starf við almenna
kennslu, aðallega á unglingastigi, og 80 %
starf við íþróttakennslu. Staða íþróttakennara
fer vel með starfi æskulýðs- og íþróttafulltrúa
Skaftárhrepps sem er áætlað um 20 - 30 %
starf.
Kirkjubæjarskóli er grunnskóli á Kirkjubæjar-
klaustri með um 70 nemendur. Við skólann er
nýtt og glæsilegt íþróttahús. Aðbúnaður nem-
enda og starfsfólks er góður. Við skólann er
m.a. vel búið tölvuver, sérlega vel búið bóka-
safn, gott mötuneyti og þar er starfræktur tón-
listarskóli. Við skólann starfar metnaðarfullur
og samhentur hópur kennara, nemenda og
starfsfólks. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna
alla nauðsynlega þjónustu s.s. heilsugæslustöð
og leikskóla.
Upplýsingar veitir Stella Á. Kristjánsdóttir,
skólastjóri í síma 865-7440. Fyrirspurnir má
senda á netfang skólans kbskoli@ismennt.is
Flutningsstyrkur og húsaleigufríðindi eru í
boði.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 7. JÚLÍ.
Umhverfis- og heilbrigðisstofa
Skúlagötu 19 • 101 Reykjavík
Sími: 563 2700
Staða aðstoðarskólastjóra við Vinnuskóla
Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan veitist
frá 1. ágúst 2004.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra
og fer sérstaklega með stjórn skrifstofu skólans
og starfsmanna-og launamál.
Hæfniskröfur
Áskilin er háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Umsækjandi verður að vera hæfur til að tjá sig
í töluðu og rituðu máli, hafa stjórnunarhæfileika
og vera lipur í mannlegum samskiptum.
Í starfinu reynir á skipulagshæfileika og
tölvukunnáttu.
Reynsla af starfi Vinnuskóla Reykjavíkur er kostur.
Launakjör
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar
og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar
Upplýsingar um starfið veitir Arnfinnur U.
Jónsson skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, sími
563 2700, netfang: arnfinnur@vinnuskoli.is
Umsóknir
Umsóknir, með greinargóðum upplýsingum,
skulu sendar til Vinnuskóla Reykjavíkur,
Skúlagötu 19, 101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 12. júlí 2004.
Aðstoðarskólastjóri
Hlutverk Vinnuskóla Reykjavíkur er að hafa
í boði sumarstörf fyrir unglinga sem lögheimili
eiga í Reykjavík og setið hafa í 8., 9. og 10.
bekk í grunnskólum í borginni nýliðið skólaár.
Störfin eru fjölbreytt og á mismunandi
vinnusvæðum bæði innan borgarmarkanna
og utan þeirra.
Vinnuskólinn starfar innan vébanda
Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur.
Við ráðningar í störf vilja borgaryfirvöld
stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök
kvenna- eða karlastörf og hvetja því bæði
kynin til að sækja um.
ÚTSALA
43% afsláttur
af völdum litum
í kössum
10% afsláttur
af öllum vörum
gegn framvísun
þessarar auglýsingar
dagana 28/6-3/7
Opið virka daga 10-18
KERAMIKGALLERY EHF
Dalvegi 16b, 200 Kópavogi, sími 544-5504
Kjötiðnaðarmenn /
Aðilar vanir kjötskurði
Ferskar kjötvörur hf. óska eftir að ráða kjötiðn-
aðarmenn eða aðila vana úrbeiningu til starfa.
Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
fyrirtækisins að Síðumúla 34 í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörn Sigurbergs-
son framleiðslustjóri í síma 660-6320 milli kl.
10:00 og 14:00 virka daga.
Upplýsingar um fyrirtækið er að finna
á heimsíðu þess www.ferskar.is
Tveir af hverjum tíu Norð-
mönnum eru hræddir við
að missa vinnu sína. Þess-
ar niðurstöður eru sam-
kvæmt könnun sem norska
hagstofan gerði á dögun-
um. Síðustu þrjú ár hafa
fleiri og fleiri Norðmenn
orðið hræddir við að missa
vinnuna.
Einn af hverjum tíu ótt-
ast að missa vinnuna vegna
gjaldþrots eða samdráttar.
Þrír af hverjum tíu segja að
þeir upplifi oft eða af og til
deilur á milli stjórnenda
fyrirtækja og starfsmanna.
Athygli vekur að næstum
því fjórir af tíu segja að
þeir mæti neikvæðum við-
brögðum frá yfirmönnum
ef þeir leggja fram gagn-
rýni á hvernig fyrirtæki
þeirra er rekið. Einn af
fjórum segist mæta nei-
kvæðum viðbrögðum frá
starfsmönnum fyrir sams
konar gagnrýni.
Norðmenn geta þó
glaðst yfir því að færri og
færri lenda í einelti á
vinnustöðum eða verða
fyrir kynferðislegri
áreitni. Hlutfall þeirra
sem lenda í slíku er mjög
lágt og hefur verið svipað
síðustu fimmtán árin. Árið
2003 sögðust tvö prósent
hafa lent í hremmingum á
vinnustað. ■
Hræðsla við að missa vinnunna hefur aukist mikið meðal
Norðmanna síðustu þrjú árin.
Ný könnun í Noregi:
Hræddir við að
missa vinnuna
1. Líttu vel út og klæddu þig
eins og manneskja sem á skil-
ið að fá launahækkun.
2. Sýndu þolinmæði og bíddu
þangað til þú hefur komið þér
vel fyrir á vinnustaðnum.
3. Athugaðu hvað þú ættir að
fá í laun fyrir sams konar
vinnu.
4. Láttu yfirmann þinn nefna fyrstu töluna - alls ekki gera það að
fyrra bragði.
5. Veittu manneskjunni sem þú semur við fulla athygli og sýndu
henni virðingu.
6. Ekki láta þögn koma þér úr jafnvægi og rjúfa hana með til-
gangslausum athugasemdum.
7. Ekki vanmeta styrkleika þína og ofmeta veikleika þína.
8. Ekki halda að þú þurfir að samþykkja allt á staðnum.
9. Ekki semja bara fyrir daginn í dag heldur líka fyrir framtíðina.
10. Vertu alveg viss þegar þú segir af eða á - annars gætir þú séð
eftir ákvörðun þinni seinna meir.
[ 10 RÁÐ ] ...til að biðja um launahækkun