Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 9
9SUNNUDAGUR 27. júní 2004 Hjá okkur færðu lán til að ...kaupa íbúðina ...setja glerskála á svalirnar ...gera við húsnæðið ...eignast sumarhúsið ...fá nýja draumabílinn ...ferðast um heillandi lönd ...kaupa nýju uppþvottavélina ...skipta um sófasettið og til að gera svo ótal margt fleira Ráðgjöf og einstaklingsbundin þjónusta fylgir þér alla leið. SPV - Borgartúni 18 • Hraunbæ 119 • Sí›umúla 1 • fijónustuver, sími 5754100 Þú ert stærri hjá okkur Má bjóða þér lán? Taktu lán þar sem tekið er vel á móti þér. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - SP V 2 50 02 06 /2 00 4 Tryggingastofnun: Reglur breytast um foreldraorlof FÉLAGSMÁL Hámark mánaðarlegr- ar greiðslu fæðingarorlofssjóðs verður 480 þúsund krónur strax á næsta ári þegar breytingar á lög- um um foreldraorlof taka gildi. Reglurnar verða hertar frá því sem nú er en helstar verða aðrar breytingar að greiðslur verða samkeyrðar við skattkerfið og Tryggingastofnun fær heimild til að leiðrétta greiðslur til samræm- is við álagningu skattayfirvalda hafi orðið breytingar á högum for- eldra í orlofi. ■ EFNAHAGSMÁL Reikna má með að raunverð olíu muni hækka þegar til lengri tíma er litið og því yrðu allar aðgerðir íslenskra stjórn- valda, þar með taldar tilraunir til deyfingar olíuverðs, að líkindum skammgóður vermir. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytis- ins þar sem gerð er úttekt á olíu- markaðinum og er niðurstaðan sú að ekki sé ástæða til að grípa til aðgerða þó að miklar hækkanir hérlendis hafi talsverð áhrif á at- vinnugreinar eins og sjávarútveg og flugsamgöngur. Fjórðungur þeirrar orku sem landinn notar er olía – og skip og flugvélar hafa enga aðra valkosti um eldsneyti. Bent er á þá staðreynd að olíu- verð hefur áður verið hærra í skamman tíma en það gerist nú og að almennar hækkanir þýði yfir- leitt að almenningur og iðnaður reyna enn frekar að fara sparlega með. Það hefur svo aftur þau áhrif að losun gróðurhúsalofttegunda minnkar þannig að hátt olíuverð er jákvætt í því tilliti. ■ BILL CLINTON Monica Lewinsky segir hann hafa logið til um samband þeirra. Monica Lewinsky: Ekki sátt við Clinton BANDARÍKIN Flest það sem Bill Clinton, fyrrum forseti Banda- ríkjanna, segir um samband sitt við fyrrum lærlinginn Monicu Lewinsky í nýútkominni ævisögu sinni er lygi. Það segir Lewinsky í það minnsta og er ósátt við að hann hafi ekki komið staðreynd- um á hreint og bætt þannig fyrir skaðann sem sambandið olli henni. „Hann hefði getað bætt fyrir þetta í bókinni en það hefur hann ekki gert. Hann hefur endurskrif- að söguna. Hann hefur logið,“ sagði Lewinsky í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail. Hún segir sambandið ekki hafa snúist bara um kynlíf og að þau hafi bæði átt frumkvæði að því, ekki bara hún. ■ Gestir til Bandaríkjanna: Tekin verða fingraför ÖRYGGISMÁL Bandaríska sendiráðið í Reykjavík mun taka fingraför af öllum Íslendingum sem sækja um vegabréfsáritanir vegna heim- sókna til Bandaríkjanna frá og með 28. júní næstkomandi. Fingraför verða ekki tekin af þeim sem heimsækja Bandaríkin 90 daga eða skemur án vegabréfs- áritunar, en ekki hefur verið ákveðið hvort það verði gert frá og með 30. september næstkom- andi. Sendiráð og ræðismanna- skrifstofur um allan heim taka nú við búnaði til að skrá niður fingraför gesta til Bandaríkjanna. Gögnunum er safnað saman til að framfylgja innflytjendalögum Bandaríkjanna. ■ RÁÐIST Á KOSNINGASTARFS- MENN Tvær afganskar konur biðu bana og þrettán manns særðust þegar sprengja var sprengd í rútu sem flutti kosn- ingastarfsmenn á milli staða í austurhluta Afganistans. Fjöldi árása hefur verið gerður á þá sem undirbúa kosningar í landinu en þessi er sú blóðugasta. OLÍUBIRGÐASTÖÐVAR Í ÖRFIRISEY Íslenskt efnahagslíf er afar næmt fyrir öllum hækkunum sem verða á olíu á erlendum mörkuðum. Fjármálaráðuneytið: Inngrip í olíuverðið árangurslítið ■ ASÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.