Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.07.2004, Blaðsíða 30
Sumarstemning í Nauthólsvík. 17. júlí 2004 LAUGARDAGUR12 Blágresi Blágresi blómgast í júní og er aufúsugestur um allt land. Best líður því í friðuðu landi, helst kjarrlendi og verður þá stórvaxnast. Áður fyrr var blágresið notað til litunar, bæði á bláu og svörtu og aukanöfnin sortugras og litunargras eru af því dregin. Blágresið var líka notað til lækninga. Seyði af blöðum þess var sagt eyða blöðrusteini og þykja gott við niðurgangi. Heimild: Ágúst H. Bjarnason: Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn 1983. BLÓMIÐ Athugasemd Í efnisþættinum Blómið, hefur því miður láðst að geta heimilda. Verður vitaskuld gerð bragarbót á því. Meginheimildir eru Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason og Myndskreytt flóra Íslands og Norður-Evrópu eftir Marjorie Blamey og Christopher Grey-Wilson í þýðingu Óskars Ingimarssonar og Jóns O. Edwalds. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ég: Anna Katrín Guðbrandsdóttir. Kyn: Kvenkyn. Aldur: Átján ára. Starf: Dagskrárgerðarmaður. Hvar: Sjónvarpsstöðinni Popptíví. Hvenær: Byrjaði í byrjun júní. Einkenni: Óþolinmóð, skilningsrík og mannblendin. Ef ég væri ekki ég: Björk Guðmundsdóttir. Kyn: Kvenkyn. Aldur: Um fertugt. Starf: Ég myndi vilja vera hún að syngja á tónleikum. Hvar: Bara einhvers staðar í heiminum. Hvenær: Strax í dag. Af hverju: Hún er bara snilld. Hún er frá- bærasta söngkona og lagasmiður allra tíma. Ég vildi að ég væri: Besti lagasmiður allra tíma Anna Katrín Guðbrandsdóttir, dagskrárgerðarmaður á Popptíví. SJÓNARHORN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.