Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 17.07.2004, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 17. júlí 2004 Með GSM símum* í sumar fylgir: 3.000 kr. SMS inneign** 3.000 kr. inneign í Retro Eingöngu fyrir kort frá Símanum. Motorola C200 6.980 kr. 800 7000 - siminn.is með Símanum í sumar Ótrúlega gaman * Gildir eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. ** 500 kr. á mánuði í 6 mánuði innan kerfis Símans, inneign flyst ekki á milli mánaða. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 2 9 2 6 Ótrúlegt verð 50% afsláttur af pólýtónum um helgar í sumar Um helgar í sumar færðu nýja pólýtóna með 50% afslætti á siminn.is. Þú getur líka skráð þig í „pólýtónaþema“ með því að senda skeytið TT TEMA POLYNYTT í 1848. Þá færðu senda til þín tvo nýja og flotta pólýtóna á viku. Hver tónn kostar 79 kr. Fáðu nánari upplýsingar á siminn.is. „Ég byrjaði að mála fyrir ári síðan eftir að pabbi minn dó. Fór út og keypti striga og liti. Ég vildi mála himininn. Mánuðina fyrir jól tók ég svo sjúklega rispu. Svo gat ég ekki hætt, seldi strax milli 25 og 30 myndir í kringum jólin í fyrra,“ segir myndlistarkonan Ragnheið- ur Georgsdóttir sem opnar sína fyrstu málverkasýningu á Thor- valdsen 24. júlí. „Líklega var ég að ganga í gegnum eitthvert sorgarferli. Ég vildi gera himininn fallegan til að geta ímyndað mér framhaldið, að pabbi minn væri á fallegum stað, svo á ég lítinn frænda sem er líka þarna uppi. Við verðum að gera himininn eins fallegan og mögu- legt er. Ég ætla ekki að hætta fyrr en ég er orðin ánægð með hann,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hlutverk myndlistarinnar að láta fólki líða vel og því sé hún oft ekki hrifin af nútímalist. Hún vill að fólki líði vel þegar það horfir á myndirnar hennar. Vestmannaeyingurinn Ragnheiður segir að yfir myndun- um hennar sé ákveðinn eyjafíling- ur sem hún skilgreini sem heim- þrá. Myndir Ragnheiðar eru olía á striga. Ragnheiður segist ekki hafa málað í fjóra mánuði eftir að hafa selt myndirnar sem hún málaði fyrir jólin en hafi ákveðið að halda sýninguna sökum þrýstings frá fólki í kringum sig. Sýningin mun standa yfir í einn mánuð. ■ Fyrsta málverkasýning Ragnheiðar Georgsdóttur: Vill fullkomna himininn RAGNHEIÐUR GEORGSDÓTTIR Í bakaríinu Suðurveri þar sem hún hefur unnið síðastliðin átta ár með hléum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.