Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 1
● laus undan samningi við betis Jóhannes Karl Guðjónsson: ▲ SÍÐA 20 Spilaði með Leeds í gær ● fyrir túrista Hugleikur Dagsson: ▲ SÍÐA 30 Myndasögubók MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR KA SÆKIR EYJAMENN HEIM Á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum fer leikur heimamanna í ÍBV og KA frá Akureyri fram í kvöld klukkan 19.15. Fyrir marga er hann ágætis upphitunarleikur fyrir þjóð- hátíð sem hefst á morgun. ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig og KA í því níunda með 11 stig. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING AÐ KOMA Þungbúið og fer að rigna eftir hádegi um sunnan- og vestan- vert landið. Bjart norðaustan til en þykknar upp þar í kvöld. Sjá síðu 6 28. júlí 2004 – 204. tölublað – 4. árgangur FJÖLMIÐLALÖG- IN ÚR GILDI Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti hefur sam- þykkt lögin sem fella fjölmiðlagildin frá í vor úr gildi. Hann segist hafa gert það til að sem mest sátt mætti nást í þjóðfé- laginu. Sjá síðu 2 SEX TÍMA Í YFIRHEYRSLU Jón Ger- ald Sullenberger mætti til yfirheyrslu hjá lögreglunni vegna rannsóknar á stjórn- endum Baugs. Yfirheyrslan stóð yfir í sex tíma áður en henni var frestað til dagsins í dag. Sjá síðu 2 RÆÐA REFSIAÐGERÐIR Bandaríkja- menn beita sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar samþykki ályktun sem heimilar refsiaðgerðir gegn súdönskum stjórnvöld- um linni ofsóknum í Darfur ekki. Súdönsk stjórnvöld eru uggandi. Sjá síðu 4 METHAGNAÐUR ÍSLANDSBANKA Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ársfjórð- ungi nam rúmum tveimur milljörðum króna. Afkoma bankans er betri en greiningardeild- irnar höfðu gert ráð fyrir. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Bryndís Ásmundsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Á eyðsluflippi hjá Sævari Karli ● fjármál Birgitta Haukdal: ▲ SÍÐA 18 Hvílir sig fyrir verslunarmannahelgina ● er 25 ára LÍKAMSÁRÁS „Ég fattaði ekki strax að ég hefði bókstaflega verið skor- inn á háls. Ég er að byrja að taka út áfallið, rétt að átta mig á að þetta hafi gerst. Skurðurinn er sextán sentímetra langur og það voru saumuð 56 spor,“ segir Ásgeir Elí- asson leigubílstjóri þegar Frétta- blaðið ræddi við hann í gær. En 48 ára maður, sem hann ók, skar hann á háls á Vestur- götu í fyrrinótt þegar kom að greiðslu fargjalds- ins. Ásgeir segir skurðinn hafa verið djúpan og að sauma hafi þurft í gegnum þrjú húðlög, æðar og annað fyrir innan húðina hafi sést og að nær engu hefði mátt muna að mikið verr færi. „Ég skil ekki að menn skuli gera svona lagað vegna 1.950 króna, því þeir rændu mig ekki,“ sagði Ásgeir. Kærasta Ásgeirs, Jóna Dís Þórisdóttir, sagði árásina vera mikið áfall sem erfitt sé að takast á við en það muni hafast með tímanum. Ásgeir útskrifaðist af sjúkrahúsi um hádegi í gærdag. Ásgeir var að aka fjórum mönnum á Vesturgötu og átti einn þeirra að greiða fargjaldið. Ásgeir sat inni í leigubílnum en mennirn- ir voru allir komnir út þegar Ásgeir fann allt í einu hita um hálsinn. Einn fjórmenninganna, 48 ára maður, var í gær úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 4. ágúst. Farið var fram á gæsluvarðhaldið vegna alvarleika árásarinnar. Mennirnir, sem eru fæddir á árunum 1947 til 1956, voru allir undir áhrifum vímuefna. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu og er þekktir fyrir óreglu. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir málið mjög alvarlegt og það verði rannsakað sem slíkt. Þá segir hann bæði leigubílstjórann og árásarmanninn mjög heppna að ekki skyldi fara verr því litlu hefði munað. hrs@frettabladid.is Sauma þurfti 56 spor í háls Ásgeir Elíasson leigubílstjóri slapp ótrúlega vel er einn farþega skar hann á háls þegar kom að greiðslu fargjaldsins. Skurðurinn á hálsi Ásgeirs er sextán sentímetra langur og sauma þurfti 56 spor. LIFANDI TÓNLIST Í MIÐBORGINNI Tónlistarmenn frá spænsku borginni Madríd voru í miðborg Reykjavíkur í gær og skemmtu vegfarend- um. Þeir tóku meðal annars lagið fyrir Vilborgu Davíðsdóttur rithöfund og átta vikna dóttur hennar Sigrúnu Uglu í veðurblíðunni við Ingólfstorg. Frítími Evrópubúa: Þjóðverjar latastir BRUSSEL, AP Slóvenar eru upptekn- astir Evrópubúa meðan Þjóðverjar og Norðmenn eru meðal þeirra sem mest slæpast samkvæmt nýrri könnun á frítíma Evrópubúa. Samkvæmt könnuninni eyddu Evrópubúar stærstum hluta sólar- hringsins sofandi. Sænskir karl- menn sváfu minnst, tæpar átta klukkustundir, en franskar konur mest, tæpum klukkutíma lengur. Þá kom í ljós að franskar konur eyða níutíu prósent meiri tíma í heimilis- störf en karlkyns landar þeirra. ■ RANNSÓKN Hákon Eydal hefur við- urkennt fyrir lögreglu að hafa kom- ið líkinu af Sri Rahmawati, fyrrum eiginkonu sinni, í sjó við Kjalarnes samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Hann hefur ekki viður- kennt að hafa orðið Sri að bana en vísbending hans er fyrsta staðfest- ing þess að hún sé látin. Ábending frá Hákoni varð til þess að leitin að líki Sri Rahmawati beindist að ákveðnum stað og fékk lögreglan í Reykjavík aðstoð kaf- ara úr sérsveit Ríkislögreglustjóra við leitina í gærkvöldi. Áður höfðu 130 björgunarsveitarmenn á 27 bílum tekið þátt í leitinni. Líkið af Sri Rahmawati hafði ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Það kann að gera lögreglu erfiðara fyrir við leit að líkinu að straumar kunna að hafa borið það af þeim stað sem Hákon kom því fyrir á. Fjölskylda Sri var upplýst um það í gær að Hákon hefði bent á hvar hann kom líkinu fyrir. „Við mun halda áfram leit með- an það er einhver von um að finna hana,“ sagði Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. Hann sagði að það taki tíma að vinna að rann- sókn í jafn erfiðum og viðamikl- um málum og þessu ef niðurstaða eigi að nást. ■ Leitin að Sri Rahmawati: Hákon kom líkinu í sjó FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KISTUBERAR Fyrrum ráðherrar norður-írsku heimastjórn- arinnar báru kistu Joe Cahill. IRA-foringi: Borinn til grafar BELFAST, AP Joe Cahill var borinn til grafar í gær. Það var hann sem stjórnaði írska lýðveldishernum í Belfast snemma á áttunda ára- tugnum þegar samtökin hófu mannskæðar árásir sínar á Norð- ur-Írlandi. Fremstir í hópi kistubera fóru forystumenn Sinn Fein, Gerry Ad- ams og Martin McGuinness, sem báðir eru grunaðir um að vera ráðamenn í írska lýðveldishern- um. Báðir fóru fögrum orðum um Cahill. Adams var undir stjórn Cahill á áttunda áratugnum. Adams sagði Cahill hvort tveggja hafa tekið þátt í að koma á vopnasmygli frá Líbíu Moammars Gaddafi og síðar friðarviðræðum. „Það eina sem mér þykir leitt er að hann skyldi ekki sjá friðarferl- ið til lykta leitt.“ ■ „Ég fattaði ekki strax að ég hefði bókstaflega verið skorinn á háls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.