Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2004, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 28.07.2004, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2004 ■ SJÁVARÚTVEGUR N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 2 9 3 5 Frí uppsetning* 2.490 Stofngjald m.v. 12 mána›a áskrift • Engar snúrur, sítenging • Meiri hra›i, allt a› 2 MB/sek • Hægt a› tala í símann og vera á Netinu samtímis •ÞRÁÐLAUST INTERNET Meira gagnamagn fyrir lægra ver›. á þrá›lausu Interneti Komdu í næstu verslun Símans. * Ef þú kaupir ADSL Internetáskrift með að minnsta kosti 750 MB gagnamagni inniföldu fylgir frí uppsetning. Tilboðið gildir út september. 800 7000 - siminn.is MOSKVA, AP Sérfræðingar í olíu- viðskiptum hafa nú áhyggjur af því að vöruflæði frá rússneska fyrir- tækinu Yukos kunni að stöðvast inn- an skamms og fyrirtækið að verða gjaldþrota. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að félagið hafi ekki tök á að greiða um þrjú hundruð milljóna skattakröfu. Því síður þrjú hundruð milljarða til viðbótar sem skattayfir- völd hafa nýlega gert kröfu um. Sendiherra Bandaríkjanna í Rúss- landi segir að mál Yukos vekji spurn- ingar um stöðu réttarríkisins og eign- arréttinda í landinu. Yukos framleiðir um tvö prósent af allri olíu á heimsmarkaði og því hefði truflun á framleiðslu hjá félag- inu áhrif á heimsmarkaðinn. Fari félagið í greiðsluþrot er líklegt að aðrir fjárfestar verði fljótir að koma félaginu til bjargar en Yukos er talið vera meðal best reknu olíufyrirtækja heims. Helsti eigandi Yukos, hinn fangelsaði Mikhail Khordokovskí, hefur boðist til þess að láta hlut sinn í félaginu ganga upp í skattaskuld og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gert ellefu sáttatilboð um lausn skattamálsins en ekkert þeirra hefur borið árangur. ■ Olíurisinn Yukos: Stefnir í gjaldþrot Yukos vegna skattakröfunnar HÖFUÐSTÖÐVAR YUKOS Þótt Yukos sé meðal best reknu olíufyrir- tækja heims telja forsvarsmenn þess að þeim verði um megn að greiða um þrjú hundruð milljarða króna sem skattayfirvöld segja það skulda. Suður-afrískar konur: Grunlausar um giftingu SUÐUR-AFRÍKA Suður-afrískar konur eru eindregið hvattar til að athuga reglulega hvort þær hafi verið giftar án þess að vita það. Sér- stakri herferð var hleypt af stokk- unum eftir að upp komst um meira en þrjú þúsund ólögleg hjónabönd samkvæmt frétt BBC. Stolin persónuskilríki eru notuð til þess að setja á svið svik- in brúðkaup til þess að aðstoða erlenda menn við að fá dvalar- leyfi í Suður-afríska lýðveldinu. Tveir menn frá Bangladess voru í síðustu viku handteknir fyrir að falsa hjónabönd vísvitandi með þessum hætti. ■ METLÖNDUN Á SEYÐISFIRÐI Aldrei hefur borist meiri afli í verksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði en það sem af er þessu ári. Þar eru komin 158 þús- und tonn á land að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar. Uppistaðan í afla sem hefur verið landað á Seyðisfirði er kolmunni. 280 ÞÚSUND TONN AF KOL- MUNNA Íslensk skip hafa landað um 280 þúsund tonnum af kol- munna það sem af er fiskveiði- árinu. Eftir standa rúm 430 þús- und tonn af rúmlega 700 þúsund tonna kvóta. NÆR HELMINGUR ÚR ERLENDUM SKIPUM Rúmum 60 þúsund tonn- um af síld hefur verið landað á sumar- og haustvertíðinni. Ís- lensk skip hafa landað 36 þúsund tonnum en hafa kvóta upp á 224 þúsund tonn. Erlend skip hafa landað um 27 þúsund tonnum hérlendis. BANDARÍKIN „Demókratar vilja byggja Bandaríkin á sameigin- legri ábyrgð og sameiginlegum tækifærum. Repúblikanar trúa því að rétta fólkið eigi að stjórna Bandaríkjunum, þeirra fólk,“ sagði Bill Clinton, fyrrum for- seti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði flokksþing demókrata í Boston. Demókratar tefldu fram stór- stjörnum sínum á fyrsta degi flokksþingsins sem lýkur á morgun með því að John Kerry þiggur útnefningu flokksins sem forsetaefni hans í haust. Fyrrum forsetarnir Jimmy Carter og Bill Clinton, Al Gore fyrrum varaforseti og forseta- efni demókrata, og Hillary Clint- on, öldungadeildarþingmaður og fyrrum forsetafrú, lofsungu Kerry og hétu því að gera sitt besta til að tryggja að hann næði kjöri. Clinton hjónunum var fagnað með miklum látum þegar þau hófu ræður sínar. Gore kom á óvart með því að krydda harða gagnrýni sína á núverandi for- seta með gríni og Carter kom á óvart með því að vera neikvæð- ari í garð George W. Bush en bú- ist hafði verið við. ■ Fyrrum forsetahjón voru stóru númerin á fyrsta degi flokksþings demókrata: Stórstjörnur heilla demókrata CLINTON VAR VEL TEKIÐ Clinton lofsöng Kerry og gagnrýndi Bush harkalega. Ræðan féll í góðan jarðveg flokksþingsfulltrúa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.