Fréttablaðið - 28.07.2004, Side 17

Fréttablaðið - 28.07.2004, Side 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 3 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 231 stk. Keypt & selt 24 stk. Þjónusta 42 stk. Heilsa 5 stk. Heimilið 6 stk. Tómstundir & ferðir 13 stk. Húsnæði 33 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 2 stk. Helgin kostar sitt BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 28. júlí, 210. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.22 13.34 22.44 Akureyri 3.48 13.19 22.47 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Eftir að ég eignaðist barnið mitt fór ég í Sævar Karl, þakka þér kærlega fyrir, og keypti mér kjól, jakka, buxur, peysu og pils og allt á raðgreiðslum. Ég held ég hafi snapp- að eftir fæðinguna eða eitthvað, ég var svo mikil pæja og hetja og þurfti svo mikil verðlaun,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir, söngkona og stuðbolti með Búðarbandinu, aðspurð um verstu kaup sem hún hefur gert. „Svo hef ég ekki getað notað neitt af þessu nema gallajakkann, sem ég flokka reyndar undir bestu kaup.“ Bryndís vill taka það skýrt fram að ekki sé við verslun Sævars Karls að sakast í þessu efni. „Fötin þar eru æðisleg, það vantar ekki, þetta var bara ég persónulega sem var á eyðslufylleríi. Kjóllinn til dæmis klæddi mig ekki og var úr þannig efni að ég fékk sár undir handarkrikana. Ég var eins og fáviti í gallabuxunum og pilsið, sem er rosalega krúttlegt, er bara engan veginn ég. En ég hef varla farið úr gallajakkan- um í fimm ár.“ Bryndís er búin að leggja kortinu og kaupir ekki lengur út á krít. „Ég reyni að vera meðvituð í peningamálum og er alltaf að bæta mig. Kærastinn hefur líka mjög góð áhrif á mig, hann er svo ábyrgur,“ segir Bryndís og hlær. „En ég versla samt ekkert endilega á tilboðum og fæ grænar bólur þegar ég hugsa um útsölur. Ég er enginn gramsari,“ segir hún og vill endilega að það komi fram að þau í Búðar- bandinu séu ferlega meðvituð og alltaf að spara peninga jafnframt því að spila frábæra tónlist á Prikinu. edda@frettabladid.is Verstu og bestu kaup: Á eyðsluflippi hjá Sævari Karli fjarmal@frettabladid.is Hagvöxtur í Bretlandi jókst um tæplega eitt prósent á öðrum árs- fjórðungi. Þessi hækkun felur í sér 3,7 prósent hagvöxt ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Ástæðu fyrir þessari uppsveiflu má rekja til mikillar aukningar í smásölu. Síð- ustu tólf mánuði hefur smásölu- verð aukist um rúmlega sjö pró- sent. Iðnfram- leiðsla jókst um tæplega eitt pró- sent á öðrum ársfjórðungi og launaskrið nam um 4,2 prósentum á þessum tíma í kjölfar þess að at- vinnuleysi hefur verið í 29 ára lág- marki að undanförnu. Seðlabanki Englands hefur verið duglegur við að hækka stýrivexti sína til að koma til móts við undirliggjandi verðbólguþrýsting. Bankinn hefur hækkað stýrivexta sína um 0,25 prósent alls fjórum sinnum á síðastliðnum níu mánuðum. Hagnaður Nýherja nam einni milljón króna eftir skatta á öðrum ársfjórðungi samanborið við 28,5 milljón króna hagnað á sama fjórð- ungi á síðasta ári. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir var 53,7 milljónir króna en 72,6 milljónir króna á öðrum fjórðungi á síðasta ári. Tap eftir skatta á fyrri árshelm- ingi ársins 2004 nam 30,9 milljón- um króna samanborið við 61,4 milljón króna hagnað á sama tíma í fyrra. Rekstrar- tekjur tímabilsins námu 2,338 milljónum króna og jukust um tæplega fimm prósent ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Horfur eru þó jákvæðar fyrir þriðja árs- fjórðung vegna aukinnar eftirspurn- ar á upplýsingatæknimarkaðinum. Verð á hráolíu hefur hækkað aft- ur á síðustu vikum eftir að það lækkaði úr hámarkinu sem verðið náði áður í sumar. Verðið er mjög nærri fjörutíu dollurum í dag sem er svipað hámarkinu sem verðið stóð í fyrir nokkrum vikum. Þá hafði verð á hráolíu ekki verið hærra í rúman áratug. Bryndís keypti sér í fljótfærni fullt af fötum sem hún gat svo aldrei notað, nema gallajakkann, sem er í algjöru uppáhaldi. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FJÁRMÁLUM Til sölu amerískir Cocker Spaniel hvolp- ar. Uppl. í s. 557 4931 & 865 7151 Flugustöng lína og hjól + 2 daga kast námskeið. Verð aðeins frá 11.820 kr. Veiðiportið, Grandagarði 3. Sími 898 3946. Til sölu skemmtibátur, Skel 26. Vél Perkins, litamælir og GPS, gúmmíbátur og vagn fylgir. Verð 800 þ. Báturinn er staðsettur á Húsavík. Uppl. í síma 868 8200. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.