Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2004, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 28.07.2004, Qupperneq 24
4 MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004 Grillmatur er meðal þess sem algerlega tilheyrir útilegunni. Því er nauðsynlegt að taka með sér eitthvað sem hentar vel á glóðirnar þegar haldið er í á vit ævintýranna. Við leituðum til Old West steikhúss á Laugavegi 176 og báðum um góð ráð þaðan. Ekki stóð á því og Snævar Jóns- son kokkur þar setti sig um- svifalaust í stellingar, kveikti upp í einnotagrilli og skellti á það góðu kjöti. Annars vegar BBQ-grísarifjum sem eru ný- komin á markað í neytenda- umbúðum, forelduð og fljót- grilluð og hinsvegar gamla góða lambakjötinu sem aldrei bregst. Hvílaukssósuna er best að gera heima, áður en lagt er í'ann. Hún þarf hvort sem er helst að bíða í þrjá til fjóra tíma áður en hún er borin fram. Lambasteikin Hryggvöðvinn er skorinn í hæfilega bita, kryddaður með salti og pipar og penslað- ur með hvítlauksolíu. Grillaður í um sjö mínútur á hvorri hlið. Borinn fram með bakaðri kartöflu, salati og hvítlaukssósu. Hvítlaukssósa 2 skarlottulaukar (ferskur) 1 rif hvítlaukur 1 teskeið timjan (ferskt) 1/2 búnt steinselja (fersk) 1 dós sýrður rjómi sítróna salt og pipar eftir smekk Krydd og laukur er skorið niður, hrært út í sýrða rjómann. Salat Kál, rauðlaukur, tómatar (eða kirsu- berjatómatar), paprika og gúrkur skorið niður, magn fer eftir smekk hvers og eins. Að lokum er sítróna kreist yfir. Rif Rifin fást tilbúin á grillið í Nóatúni og Bónus. Ekkert þarf að krydda né pensla því þau eru forsoðin og liggja í kryddlegi. Nóg að opna pakkann og hafa rifin á grillinu í 5–8 mínútur. Þau eru borin fram með bakaðri kartöflu, BBQ-sósu og salati. Brakandi grísarif og gourmet lambakjöt Hollenski bjórinn Bavaria Crown er léttur hollenskur lagerbjór, 4,3% að styrkleika, og er ódýrasti bjór sem í boði er í Vínbúðum þessa dagana í hálfs líters dós- um. Hann er frá bjórframleiðandanum Bavaria Holland Beer sem er einn stærsti bjórframleiðandi landsins. Þetta gamal- gróna fjölskyldufyrirtæki hefur framleitt öl síðan snemma á átjándu öld og reksturinn haldist innan fjölskyldunnar alla tíð. Fyrirtækið framleiðir allt malt sem notað er til framleiðslunnar sjálft og leggur mikla áherslu á gæði vatnsins sem notað er við framleiðsluna. Bavaria hefur ekki fengist hér á landi fyrr en ný- lega og má finna 5% Bavaria bjór í flest- um Vínbúðum en Bavaria Crown er í reynslusölu í tveimur búðum. Á vef Vín- búða segir að einkenni bjórsins séu að hann sé gullinn og mjúkur með sætum kornkeim. Fæst í 50 cl dósum í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 148 krónur. Ódýrasti bjórinn í 50 cl dósum Brasilísk áhrif Í F.R.O.C Brazil gætir áhrifa frá þjóðardrykk Brasil- íumanna, Caipirinha. Hann er gerður úr brasilísku rommi, sem heimamenn nefna Cachaca, og er blandaður með sykurreyr og læmávexti. Úr verður frísklegur og svalandi drykkur. Einnig er hægt að fá í Vínbúðum Froc Ice sem er eins og aðrar hefðbundnar Ice blöndur byggð á lime og vodka. Báðar tegundirnar eru 5,6% að styrkleika og eru seldar í 33cl flösku. Munu drykkirnir vera ódýrustu áfengu gosblöndurnar í Vínbúðum. F.R.O.C. er skammstöfun og stendur fyrir „Fine Ready-made Original Cooler“ og þar sem nafnið líkist „frog“ í fram- burði er froskur einkennistáknið. Verð í Vínbúðum er 198 krónur. Grunnur að írsku kaffi Það getur verið svolítið bras að blanda sér al- mennilegt írskt kaffi í útilegunni en Hot Irish- man Superior Irish Coffee er ágætis lausn fyrir þá sem vilja blanda sér þennan ágæta drykk á fljótlegan hátt. Hot Irishman er tilbúinn grunnur að „Irish coffee“. Eingöngu eru notuð náttúru- leg hráefni í hann; írskt viskí, sykur og kaffi. Að- ferðin við blöndun drykksins er mjög einföld: Hellið Hot Irishman í glas, um það bil einn fjórða af glasinu. Fyllið upp með sjóðandi vatni og fleytið að lokum með léttþeyttri rjómarönd. „Aðdáendur „Irish“ eru mjög kröfuharðir varðandi hvernig hann er fram borinn og því hafa margir tekið Hot Irishman opnum örmum en hann er blandaður eins og Írar vilja hafa hann“, segir höfundurinn og framleiðandinn Bernard Walsh. Hver 700 ml flaska dugar í 20 „Irish coffee“. Verð í Vínbúðum 2.990 kr. Verslunarmanna- helgin 2004 „Ég ætla að keyra norður til Akureyrar ásamt unnusta og dóttur og kíkja meðal annars á hátíðina Eina með öllu. Við verðum auðvitað á rólegu nót- unum enda er dóttirin ung og smá,“ segir Íris Björk Árna- dóttir, sýningarstúlka. Ekki lætur hún þar við sitja heldur býst við að fara til Siglufjarðar líka í stutta heimsókn til vin- konu sinnar sem þar verður. Eftir helgina er svo á stefnu- skránni hjá fjölskyldunni að halda austur um frá Akureyri og sólargangsleiðina suður þan- nig að hún endar væntanlega með að fara hinn klassíska hring um landið. „Ég vona bara að það verði gott veður,“ óskar Íris Björk og undir það skal tekið hér. Ætlar á Eina með öllu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.