Fréttablaðið - 28.07.2004, Síða 42
Birgitta Haukdal er 25 ára í dag en
er löngu búin að halda upp á af-
mælið sitt. Á sjálfan afmælis-
daginn kýs hún að vera í faðmi for-
eldra sinna á Húsavík og hvíla sig
fyrir törnina um verslunarmanna-
helgina. „Ég ætla að leyfa þeim að
dekra við mig og elda eitthvað gott
handa mér. Nokkurra daga afslöpp-
un svo ég verði nú í góðum gír um
verslunarmannahelgina. Ef veður
leyfir er aldrei að vita nema ég
bruni í Hljóðakletta og fari í úti-
legu, það er yndislegur staður. Mér
finnst æðislegt að eiga afmæli en
ég held yfirleitt aldrei upp á það.
Undanfarin ár hef ég verið að spila
úti á landi á afmælinu mínu svo ég
ákvað að núna skildi ég gera eitt-
hvað sniðugt. Ég velti því fyrir mér
hvort ég ætti að leigja einhvern
skemmtistað en fannst það frekar
ópersónulegt. Í staðinn ákvað ég að
bjóða öllum vinum mínum heim til
mín og troða þeim inn í litlu íbúð-
ina. Það var alveg meiriháttar af-
mælisveisla en ég var næstum því
glöð að margir voru erlendis eða
úti á landi, það hefði orðið ansi
þröngt ef allir hefðu komið.“
Birgitta sendi vinum sínum
boðskort í afmælisveisluna með
loforði um að syngja ekki. „Venju-
lega þegar ég er í afmælum er ég
alltaf plötuð til að syngja eða gera
eitthvað svo ég hét því að ég
skyldi ekkert troða upp. Ég stóð við
það en hins vegar söng fimmtíu
manna kór afmælissönginn fyrir
mig, það var æðislega gaman.“
Söngstjarnan hefur engar
áhyggjur af aldrinum og er sann-
færð um að nú sé hún orðin stór.
„Nú er ég ekki lengur stelpa en það
er ekkert verra, ég er viss um að
margt skemmtilegra taki við þegar
maður verður eldri.“
Að sögn Birgittu er einn afmæl-
isdagur í hennar lífi sem stendur
upp úr öllum. „Á tvítugsafmælinu
mínu bauð Harpa vinkona mín mér
í stelpuferð til Mallorka. Ég á
aldrei eftir að geta þakkað henni
nóg fyrir því þetta var yndisleg
ferð og ég hef aldrei átt jafn marga
afmælisdaga.“
Um verslunarmannahelgina
spilar Írafár í Galtalæk á laugar-
dagskvöld og á Sauðárkróki á
sunnudagskvöld. ■
18 28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR
JACQUELINE KENNEDY
Eiginkona Johns F. Kennedy fæddist á þessum
degi árið 1929.
ÞETTA GERÐIST
BACH FELLUR FRÁ
28. júlí 1750
„Fyrsta hjónabandið byggist á ást, það næsta peningum og í þriðja
sinn giftir maður sig til að hafa félagsskap.“
Þetta sagði Jacqueline Lee Bouvier Kennedy,
sem lést árið 1994, um hjónalífið.
AFMÆLI: BIRGITTA HAUKDAL HLEÐUR BATTERÍIN Á HÚSAVÍK
1540 Thomas Cromwell ráðherra hjá
Hinriki áttunda Bretakonungi er
tekinn af lífi. Sama dag giftist Hin-
rik fimmtu konu sinni Catherine
Howard.
1821 Perú lýsir yfir sjálfstæði frá Spáni.
1914 Fyrri heimsstyrjöldin hefst með
formlegum hætti þegar Austurríki
Ungverjaland lýsir yfir stríði gegn
Serbíu.
1939 Judy Garland fer í upptökuver til
að taka upp lagið Over the Rain-
bow.
1945 Bandarísk hersprengja fellur á 79.
hæð Empire State Building í New
York með þeim afleiðingum að
14 manns láta lífið og 26 eru
særðir.
1951 Walt Disney myndin Lísa í Undra-
landi er frumsýnd.
1957 Jerry Lee Lewis þreytir frumraun
sína í sjónvarpi í The Steve Allen
Show.
1965 Bandaríski herinn í Víetnam
stækkar úr 75.000 manns í
125.000 eftir ákvörðun Johnsons
Bandaríkjaforseta.
1970 Bíómyndin Ned Kelly þar sem
Mick Jagger þreytir frumraun sína
á hvíta tjaldinu er frumsýnd.
1976 Jarðskjálfti í norður Kína drepur
að minnsta kosti 242 þúsund
manns.
1995 James Al Hendrix, faðir rokkarans
Jimi Hendrix, vinnur aftur réttinn
á tónlist, nafni og ímynd sonar
síns eftir margra ára baráttu við
nokkur fyrirtæki.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
BIRGITTA HAUKDAL Birgitta er búin að halda upp á afmælið en verður hjá foreldrunum á Húsavík í dag.
M
YN
D
/P
JE
TU
R
Þennan dag árið 1750 lést merkis-
tónskáldið Jóhannes Sebastian Bach
í kjölfar tveggja augnaðgerða sem
hann hafði gengist undir fyrr á sama
ári.
Tónskáldið sem fæddist árið
1685, var langyngstur í systkina-
hópnum og aðeins tíu ára gamall
varð hann munaðarlaus. Þá fluttist
Bach til eldri bróður síns, Johanns
Christoph, sem starfaði sem kirkju-
organisti og kenndi Bach að spila á
orgel.
Árið 1707 giftist Bach frænku
sinni, Mariu Barböru Bach, næstu
níu árin varð hann vel þekktur org-
anisti og samdi mörg af sínum bestu
verkum fyrir orgel. Þau eignuðust
sjö börn.
Síðar vann Bach hjá prins Leo-
pold, sem var hæfileikaríkur tónlist-
armaður sem elskaði og skildi list-
ina. Hjá Leopold hafði Bach engum
kirkjuskyldum að gegna og einbeitti
hann sér þess í stað að því að semja
tónlist. Á þessum tíma samdi hann
meðal annars sína víðfrægu Brand-
enburgarkonserta.
Maria Barbara dó árið 1720 en
nokkrum mánuðum síðar giftist
Bach konu að nafni Anna Magdalena
Wilcke. Bach var hamingjusamur í
einkalífinu og þótti góður faðir en
Anna Magdalena eignaðist með hon-
um hvorki meira né minna en
þrettán börn. Bach starfaði í Leipzig
síðustu æviárin, sá um tónlistina í
stærstu kirkjum borgarinnar og
samdi ógrynnin öll af kirkjutónlist.
Vorið 1750 fór Bach í tvær augn-
aðgerðir þar sem sjón hans var farin
að daprast mjög. Aðgerðirnar og
meðferðin sem þeim fylgdi er talin
hafa dregið tónskáldið til dauða.
Jarðarför Bach fór fram 31. júlí 1750
en kona hans dó tíu árum síðar. ■
Er ekki lengur stelpa
Áskær eiginkona og móðir okkar
Guðbjörg Signý Richter
Gljúfraseli 9, í Reykjavík
Verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 29. júli kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðmundur Magnússon,
Guðný Guðmundsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir,
Brynjólfur Guðmundsson
Bestu þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
okkar ástkæru
Kristborgar Kristinsdóttur
Borgarbraut 12,
Stykkishólmi
Egill Egilsson,
Kristinn Ólafur Smárason, Egill Egilsson,
Þórhildur Magnúsdóttir, Kristinn Ólafur Jónsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
Guð blessi ykkur
JOHANN SEBASTIAN BACH
Átti allt í allt tuttugu börn en lést eftir
augnaðgerðir 65 ára að aldri.
Tuttugu barna faðir
ANDLÁT
Friðrika Elíasdóttir (Fríða), Sogavegi
168, Reykjavík, lést laugardaginn 24. júlí.
Hallfríður Nielsen, Árskógum 8, lést
sunnudaginn 25. júlí.
Jón Pálmi Karlsson, Lindasíðu 2, Akur-
eyri, lést sunnudaginn 25. júlí.
Smári Bergsson lést fimmtudaginn 8.
júlí. Útför hefur farið fram.
Tómas Már Ísleifsson stýrimaður, Vita-
stíg 20, Reykjavík, lést laugardaginn 24.
júlí.
Vilhjálmur Þorbjörnsson lést mánu-
daginn 19. júlí. Útför hefur farið fram í
kyrrþey.
Þröstur Helgason kennari, Hófgerði 12,
Kópavogi, lést sunnudaginn 25. júlí.
JARÐARFARIR
13.30 Guðlaug Vigfúsdóttir, Skólastíg
16, Stykkishólmi, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju.
13.30 Haukur Blöndal Gíslason, Víði-
vangi 5, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði.
13.30 Pálína Betúelsdóttir frá Höfn í
Hornvík, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu.
14.00 Jóhannes Ágúst Guðmundsson
bóndi Syðri-Þverá, síðar á Illuga-
stöðum, Vatnsnesi, verður jarð-
sunginn frá Tjarnarkirkju.
15.00 Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl
frá Hólmi, Stórholti 17, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
15.00 Gústaf Ófeigsson, Árskógum 6,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Seljakirkju.
AFMÆLI
Pétur Ormslev, fyrrum
fótboltakappi, er 46 ára.