Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 28.07.2004, Qupperneq 46
28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. ALLT Á HÁLFVIRÐI Á STÓRÚTSÖLUNNI Hefur alltafdreymt um að búa einhvers staðar í út- löndum þar sem enginn þekkir mig. Ekki vegna þess að mig langi til að flýja vini og vandamenn og finna sjálfa mig heldur vegna þess að ég á mér draum... Ég á mér draum um stað þar sem enginn veit hver ég er, nema kannski örfáir rónar sem eru fasta- gestir á karíókíbarnum í hverfinu. Í skjóli nætur læðist ég í dulargervi á barinn. Ef ég klæðist svörtu með klút um hárið er líklegt að ég taki nokkur blúsuð Evu Cassidy lög. Vinalegir áhorfendurnir halda með hrjúfum höndum fast utan um viskíglasið sitt, fá tár í augun á við- kvæmustu tónunum og deila svo með mér allri sinni dramatísku ævisögu að gigginu loknu. Þegar kamelljónið mætir svo daginn eftir með afróhárkollu, í stuttum kjól til að lifa rokkstjörnudrauminn í gegnum Tinu Turner treysti ég á að áralöng viðvera Bakkusar valdi því að enginn muni eftir því sem átti sér stað í gær. Ég og vinkona mín fórum í hippafíling og stigum trylltan regndans í miðborginni þegar við komum af Hárinu í síðustu viku. Það var hellidemba og við sungum „Að eilífu“ hástöfum en vorum yfir- gnæfðar þegar við nálguðumst heimili mitt. Óminn lagði út frá Jóni forseta og ég komst að því þetta kvöld að aðeins 50 metrum frá íbúðinni minni, á mínum eigin hverfisbar, er karíókí! Við stöllurnar smeygðum okkur inn fyrir og sáum hvern homma- linginn á fætur öðrum syngja eins og engla. Vinkona mín smellti sér að vélinni, eins og ekkert væri sjálfsagðara og tók Hello, is it me your looking for? Fölsk og fílaði sig í botn. Ég dáðist að hugrekki allra þarna inni, leiddi hugann að karíókídraumnum og byrjaði að skjálfa. Ætlaði að taka lagið en ákvað svo að geyma það bara þar til ég flyt til útlanda í haust. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRA KARÍTAS VONAST TIL AÐ GETA YFIRSTIGIÐ FEIMNINA Í ÚTLÖNDUM Kamelljón í karíókí M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N G - 750 Konungur blaðursins! Nýjasta nýtt! Já, ábyggilega! Ég veit ekkert um það... hef aldrei átt gemsa! Hvað segiru? Ég hef aldrei átt gemsa! Haa? Áttu ekki gsm síma? Nei, ég á EKKI gsm síma! ÁTTU ekki gemsa? Já, þá erum við hér í beinni frá... PABBI ER Í SJÓN- VARPINU! Ætlaru út í kvöld, Rocky? Já, í Gullnámuna! Ömurlegt að þið séuð í sömu götu! Maður fer kannski í bíó, síðan í ræktina, þaðan yfir á Kínahúsið, svo beint inn á Námuna og malar gull! Allt í SÖMU GÖTU! En Efri Ásgata þarf nú aðeins að fara hugsa sinn gang! Eftir Gullnámuna ætti að vera bar, svo næturklúbbur, svo Burger King og síðan félagi með svefnsófa! Eða tígrisdýr með vatnsrúm! Eða klámbúlla á horninu! Tannhreinsunin hans Lalla gekk mjög vel, en hann er enn pínu dasaður eftir svæfinguna. En mamma burstar ekki hárið svona. Mamma er ekki svona harðhent. Mamma syngur á meðan hún bustar. Mamma er ekki svona lengi. Fínt! Þá látum við bara mömmu um þetta! Pabbi burstar ekki hárið svona. Það er flott- ara þegar mamma burstar hárið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.