Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 1
HEILBRIGÐISMÁL Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkallaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í of- næmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamín- dropunum hefði verið uppspretta að jarðhnetuprótín- um, sem valdið gætu ofnæmi. Ly f j a s t o f n u n innkallaði dropana í fyrra vegna skorts á upplýsing- um á merkimiðum þeirra. Láðst hafði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Droparnir voru framleiddir í Danmörku. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. „Menn hafa fundið þetta of- næmi í vaxandi mæli,“ sagði Björn. „Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matar- venjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað,“ sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangs- mikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni jarðhnetuofnæmis í aldursflokk- unum fæddum 1960-1980 og 1981 til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnet- um mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleik- um, fallið í blóðþrýstingi og lífs- hættulegt ástand gæti skapast. „Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei dauðs- fall,“ sagði Björn. „Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi,“ sagði hann ennfremur. „En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetu- olía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum.“ Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetu- ofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. „Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið,“ sagði hann, „af því að það er hvað svæsnast.“ „Við þurfum alltaf að vera meðvituð, eins og til dæmis á ferðalögum, þar sem kannski eru 20 mínútur í næsta sjúkrabíl. Þá þarf að gefa honum sprautuna strax og hringja svo á sjúkrabíl því ella er lostið banvænt,“ segir Guðmundur Freyr Sveinsson, faðir Kjartans Sveins, tveggja ára pilts sem er með bráðaofnæmi. Sjá viðtal við föður barns á bls. 14 jss@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART NORÐAUSTANLANDS þung- búið sunnan og vestan til með vætu einkum úti við ströndina. Áfram fremur milt. Sjá síðu 6. 5. ágúst 2004 – 210. tölublað – 4. árgangur ● heimili ● tíska ● ferðir Fjölskyldan línu- dansaði um landið Jóhann Örn Ólafsson: ● í noregi Byrjaði að leika 12 ára Pétur Níelsson: ▲ SÍÐA 37 DEILT UM BREMSURNAR Flutninga- bíllinn, sem ekið var út af brúnni yfir Laxá í Dölum, átti að koma í endurskoðun vegna bilunar í bremsubúnaði. Eigandi bílsins full- yrðir að bremsurnar hafi verið í lagi og reyndi að láta skoða hann á slysdag. Sjá síðu 2 VASAPENINGAR LAGÐIR AF Flótta- menn sem hafa leitað hingað til lands hafa ekki fengið greidda vasapeninga frá ára- mótum. Þá tók Félagsþjónustan í Reykja- nesbæ við þjónustu við flóttamenn af Rauða krossi Íslands. Sjá síðu 6 LÍFEYRISSJÓÐIRNIR GRÆÐA Eignir lífeyrissjóðanna eru orðnar meiri en sem nemur allri landsframleiðslu Íslands á árs grundvelli. Talið er líklegt að verðmæti eigna lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund millj- arða króna á næsta ári. Sjá síðu 16 ÚTIBÚIN SKILA LITLU Minnihluta hagnaðar bankanna má rekja til reksturs útibúa þeirra. KB banki sækir minnstan hluta hagnaðar síns í rekstur útibúanna, aðeins sex prósent. Sjá síðu 12 ■ „Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vax- andi mæli, það stafar vafa- laust meðal annars af breyttum mat- arvenjum.“ ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 KÁRAHNJÚKAR Vatnavextir í Jöklu, sem ollu því að brú fór undir vatn, eru ekki meiri en búast má við á venjulegu sumri. Mesta flæðið á síðustu dögum var 820 rúmmetrar á sekúndu en að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, er alvanalegt að flæði fari upp í 900 rúmmetra á sek- úndu yfir sumarið. Ástæða þess að brúin fór undir vatn er hins vegar bilun í öðrum af tvennum frárennslisgöngum. Ekki verður hægt að gera við göngin fyrr en í fyrsta lagi í vetur. Landsvirkjun hefur því farið fram á að stíflan í brúnni verði hækkuð um fimm metra. Auk þess verða rafmagns- og símakaplar, sem lágu í gegnum brúnna, strengdir upp á milli bakkannna. Þá verða gerðar breytingar á brúnni sem draga eiga úr líkum á skemmdum jafn- vel þótt vatnavextir verði miklir. Til stóð að hækka stífluna um tvo metra strax nú í nótt. ■ Vöxtur í Jöklu við Kárahnjúka: Göngin réðu ekki við vatnsflauminn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. fylgir Fréttablaðinu í dag VATNSFLAUMUR Í JÖKLU Tvenn jarðgöng eiga að beina vatni frá Jöklu en önnur göngin virðast ekki sinna hlutverki sínu. Ekki verður hægt að rannsaka göngin fyrr en í vetur. ÚTSÖLULOK ENN M EIRI AFSLÁ TTUR LOKADAGAR Vítamíndropar taldir hafa valdið ofnæmi Grunur leikur á því að notkun A- og D-vítamíndropa sem innihéldu jarðhnetuolíu hafi hleypt af stað jarðhnetuofnæmi hjá ungabörnum hér á landi. Lyfjastofnun innkallaði þessa dropa í fyrra. Hópur foreldra þarf að hafa bráðasprautur við hendina vegna þessa illvíga ofnæmis. BRÁÐAOFNÆMI Kjartan Sveinn, tveggja ára snáði greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum. TÓNLEIKAR Í KLINK & BANK Kira Kira og Kippi Kaninus halda tónleika í Rússlandi, sal í KlinK & BanK-húsnæðinu í Þverholti í Reykjavík klukkan níu í kvöld. M YN D /Ó M AR R AG N AR SS O N R Ú V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.