Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.08.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 05.08.2004, Qupperneq 1
HEILBRIGÐISMÁL Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkallaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í of- næmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamín- dropunum hefði verið uppspretta að jarðhnetuprótín- um, sem valdið gætu ofnæmi. Ly f j a s t o f n u n innkallaði dropana í fyrra vegna skorts á upplýsing- um á merkimiðum þeirra. Láðst hafði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Droparnir voru framleiddir í Danmörku. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. „Menn hafa fundið þetta of- næmi í vaxandi mæli,“ sagði Björn. „Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matar- venjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað,“ sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangs- mikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni jarðhnetuofnæmis í aldursflokk- unum fæddum 1960-1980 og 1981 til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnet- um mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleik- um, fallið í blóðþrýstingi og lífs- hættulegt ástand gæti skapast. „Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei dauðs- fall,“ sagði Björn. „Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi,“ sagði hann ennfremur. „En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetu- olía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum.“ Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetu- ofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. „Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið,“ sagði hann, „af því að það er hvað svæsnast.“ „Við þurfum alltaf að vera meðvituð, eins og til dæmis á ferðalögum, þar sem kannski eru 20 mínútur í næsta sjúkrabíl. Þá þarf að gefa honum sprautuna strax og hringja svo á sjúkrabíl því ella er lostið banvænt,“ segir Guðmundur Freyr Sveinsson, faðir Kjartans Sveins, tveggja ára pilts sem er með bráðaofnæmi. Sjá viðtal við föður barns á bls. 14 jss@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART NORÐAUSTANLANDS þung- búið sunnan og vestan til með vætu einkum úti við ströndina. Áfram fremur milt. Sjá síðu 6. 5. ágúst 2004 – 210. tölublað – 4. árgangur ● heimili ● tíska ● ferðir Fjölskyldan línu- dansaði um landið Jóhann Örn Ólafsson: ● í noregi Byrjaði að leika 12 ára Pétur Níelsson: ▲ SÍÐA 37 DEILT UM BREMSURNAR Flutninga- bíllinn, sem ekið var út af brúnni yfir Laxá í Dölum, átti að koma í endurskoðun vegna bilunar í bremsubúnaði. Eigandi bílsins full- yrðir að bremsurnar hafi verið í lagi og reyndi að láta skoða hann á slysdag. Sjá síðu 2 VASAPENINGAR LAGÐIR AF Flótta- menn sem hafa leitað hingað til lands hafa ekki fengið greidda vasapeninga frá ára- mótum. Þá tók Félagsþjónustan í Reykja- nesbæ við þjónustu við flóttamenn af Rauða krossi Íslands. Sjá síðu 6 LÍFEYRISSJÓÐIRNIR GRÆÐA Eignir lífeyrissjóðanna eru orðnar meiri en sem nemur allri landsframleiðslu Íslands á árs grundvelli. Talið er líklegt að verðmæti eigna lífeyrissjóðanna fari yfir þúsund millj- arða króna á næsta ári. Sjá síðu 16 ÚTIBÚIN SKILA LITLU Minnihluta hagnaðar bankanna má rekja til reksturs útibúa þeirra. KB banki sækir minnstan hluta hagnaðar síns í rekstur útibúanna, aðeins sex prósent. Sjá síðu 12 ■ „Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vax- andi mæli, það stafar vafa- laust meðal annars af breyttum mat- arvenjum.“ ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 KÁRAHNJÚKAR Vatnavextir í Jöklu, sem ollu því að brú fór undir vatn, eru ekki meiri en búast má við á venjulegu sumri. Mesta flæðið á síðustu dögum var 820 rúmmetrar á sekúndu en að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, er alvanalegt að flæði fari upp í 900 rúmmetra á sek- úndu yfir sumarið. Ástæða þess að brúin fór undir vatn er hins vegar bilun í öðrum af tvennum frárennslisgöngum. Ekki verður hægt að gera við göngin fyrr en í fyrsta lagi í vetur. Landsvirkjun hefur því farið fram á að stíflan í brúnni verði hækkuð um fimm metra. Auk þess verða rafmagns- og símakaplar, sem lágu í gegnum brúnna, strengdir upp á milli bakkannna. Þá verða gerðar breytingar á brúnni sem draga eiga úr líkum á skemmdum jafn- vel þótt vatnavextir verði miklir. Til stóð að hækka stífluna um tvo metra strax nú í nótt. ■ Vöxtur í Jöklu við Kárahnjúka: Göngin réðu ekki við vatnsflauminn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. fylgir Fréttablaðinu í dag VATNSFLAUMUR Í JÖKLU Tvenn jarðgöng eiga að beina vatni frá Jöklu en önnur göngin virðast ekki sinna hlutverki sínu. Ekki verður hægt að rannsaka göngin fyrr en í vetur. ÚTSÖLULOK ENN M EIRI AFSLÁ TTUR LOKADAGAR Vítamíndropar taldir hafa valdið ofnæmi Grunur leikur á því að notkun A- og D-vítamíndropa sem innihéldu jarðhnetuolíu hafi hleypt af stað jarðhnetuofnæmi hjá ungabörnum hér á landi. Lyfjastofnun innkallaði þessa dropa í fyrra. Hópur foreldra þarf að hafa bráðasprautur við hendina vegna þessa illvíga ofnæmis. BRÁÐAOFNÆMI Kjartan Sveinn, tveggja ára snáði greindist nýlega með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum. TÓNLEIKAR Í KLINK & BANK Kira Kira og Kippi Kaninus halda tónleika í Rússlandi, sal í KlinK & BanK-húsnæðinu í Þverholti í Reykjavík klukkan níu í kvöld. M YN D /Ó M AR R AG N AR SS O N R Ú V

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.