Fréttablaðið - 23.07.2004, Síða 30

Fréttablaðið - 23.07.2004, Síða 30
Á dögunum var Sjósundfélag Íslands stofnað. Meginmarkmið félagsins er að glæða áhuga al- mennings á sjósundi við Íslands- strendur, vekja athygli hans á gildi þess fyrir líkama og sál og skapa skilyrði og aðstæður fyrir áhugasama til að iðka sjósund sér til ánægju og yndisauka. Á heimasíðu félagsins, sjo- sundfelagislands.com, sem enn er í vinnslu er hægt að nálgast frekar upplýsingar um félagið og hvernig má bera sig að við sjó- sundsiðkun. Í framtíðinni verða þar m.a. skráð gögn um þreksund og önnur söguleg sund og byggt upp myndagallerí og félagatal. Einnig verður unnt að nálgast þar upplýsingar um skilyrðin í sjón- um, fyrirhugaðar sjósundferðir o.s.frv. Síðustu misseri hefur færst í vöxt að menn skelli sér í sjóinn í styttri sund eða bara til að baða sig sér til skemmtunar og heilsu- bótar. Enn vantar óyggjandi rannsóknir á áhrif sjávar, bæði með tilliti til seltunnar og kuld- ans, á líkamann og ónæmiskerfið. Til eru þeir sem fullyrða að sjó- sund hafi læknað sig af kvillum eins og asma og lifrarbólgu, þrá- látu kvefi, hæsi og öðrum óþverra í öndunarfærum, jafnvel kvíða og þunglyndi og þannig mætti lengi telja. Sjálfur hef ég nú nokkra reynslu af sjósundi og finn hvernig sjórinn leysir mig ekki aðeins undan kuldahrolli og árvissum kvefpestum, heldur hreinsar orkustöðvarnar í líkam- anum um leið og hann hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið sem er auðvitað grundvöllur góðrar heilsu. Í samfélagi þar sem gripið er æ meir til lyfja og annarra skammvinnra og ávanabindandi úrræða við nútímameinum – í þjóðfélagi þar sem kostnaðurinn í heilbrigðiskerfinu æðir stjórn- laust áfram án þess að sýnilegur árangur náist við hinum ótelj- andi kvillum – hljótum við að þurfa að doka aðeins við og spyrja okkur sjálf að því hvað hafi misfarist í okkar „háþróaða og hamingjusama“ velferðar- kerfi. Væri ekki nær að leita lausnanna í okkur sjálfum og í því umhverfi sem okkur hefur verið gefið í vöggugjöf. Kann að vera að við höfum leitað of langt yfir skammt og að við eigum enn langt í land með að virkja þá kosti sem við búum sjálf yfir og finnum í okkar nánasta umhverfi á bæði ódýran og umhverfisvæn- an hátt. Lausnir eins og sjálfs- rækt og sjósund standa okkur frítt til boða (sjá seinna auglýs- ingar um sahaja-jóga). Við þurf- um bara að vakna til meðvitund- ar um gildi þess fyrir okkur. Við ylströndina í Nauthólsvík eru að- stæður til sjósundiðkunar væn- legar, þar geta byrjendur og aðrir hlýjað sér í heitum potti og upphitaðri sjávartjörn áður og eftir að hafa baðað sig í köldum sjónum. Sjósundfélag Íslands tekur á móti fólki kl. 17–17.15 á þriðjudögum og föstudögum. Þátttaka í Sjósundfélagi Íslands er öllum að kostnaðarlausu og aðgangur að sturtuaðstöðu á yl- ströndinni kostar aðeins 200 kr. Sjáumst í heilbrigðri sál og hraustum líkama! ■ 21FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004 Sjósund er allra meina bót Gildir á meðan birgðir endast. Stuttermabolir 2 í pakka hvítir, st. S-XXL 999kr Hlírabolir hvítir svartir, st. S-XXL 799kr Stuttermabolir hvítir svartir, st. S-XXL 799kr Stuttermabolir hvítir, st. S-XXL 799kr Nærbuxur 2 í pakka hvítar, st. S-XXL 799kr Nærbuxur 3 í pakka2 litir, st. S-XXL 999kr Boxer 2 í pakka3 litir, st. S-XXL 999kr Boxer 2 í pakka2 litir, st. S-XXL 1.299kr Frábært verð á gæða undirfatnaði fyrir herra Femínismi og sálgreining Hvað sem líður skiptum skoðunum um samleið femínisma og sálgreiningar þá er það staðreynd að fá kenningakerfi hafa blómstrað eins vel innan femínískra fræða undanfarna áratugi eins og einmitt sálgrein- ingin. Fræðimenn sem beita þessu tvennu í starfi sínu, sálgreiningu og feminísku sjónar- horni, er að finna í flestum greinum mann- vísinda svo sem sálfræði, félagsfræði, mannfræði, bókmenntafræði og heimspeki, svo fátt eitt sé nefnt. Hér á landi hefur þó ekki borið mikið á þessari samfléttun í fræðistarfi mannvísinda og reyndar hefur sálgreining sem slík ekki átt upp á pallborð- ið innar sálarfræðigeirans, ef svo má að orði komast, eins og sjá má með því til dæmis að skoða kennsluskrá Háskóla Íslands og þá sérstaklega námskeið í sálarfræði. Soffía Auður Birgisdóttir á kistan.is Sigur auðvaldsins Í fjölmiðlum í dag er sagt frá því að Davíð og Halldór hafi náð samkomulagi um að draga íþyngjandi ákvæði í garð fjölmiðla til baka úr fjölmiðlafrumvarpinu. Niðurstaðan hlýtur að vera áfall öllum sem styðja lýðræðislega um- ræðu og lýðræðislega aðferðafræði hér á landi. Jafnframt er ljóst að um er að ræða gífurlegan áfangasigur auðvaldsins, sem í baráttunni beitti óspart eignum sínum til að koma í veg fyrir lagasetninguna. Þá verður að telja skoðanakannanir annan sigurvegara en forseti Íslands vísaði til þeirra sem grund- vallarforsendu ákvörðunar sinnar þegar hann hafnaði lögunum staðfestingar. Halldór E. á annal.is/elli Bóndinn bullar á bæjarhellunni Eru ekki samkeppnislög í landinu? Má ekki beita þeim á fjölmiðla eins og önnur fyrir- tæki? Þarf einhver sérstök lög um fjölmiðla frekar en banka eða bakarí? Svo bullar bóndinn á bæjarhellunni að vanda og segir að allir sem barist hafa gegn fjölmiðlafrum- varpinu gangi erinda Norðurljósa! Er hægt að taka mark á slíkri vænisýki? Ef einhver hefur gengið erinda vissra fyrirtækja og sér- staklega eins, nefnilega Íslenskrar erfða- greiningar hf., hverra stjórnendur hafa haft milljarða af landsmönnum með vafasömum hætti, þá er það bóndinn sjálfur og einka- vinur blekkingarmeistarans sjálfs og skóla- bróður úr MR. Örn Bárður á annáll.is/elli Ofbeldi mæðra Ef marka má reglulega umfjöllun vandaðra blaða og tímarita um heimilisofbeldi mætti ætla að það væri aðeins af tvennum toga: líkamlegt ofbeldi eiginmanna gagnvart eig- inkonum sínum og kynferðislegt ofbeldi feðra, stjúpfeðra, bræðra og ættingja gagn- vart stúlkubörnum. Undanfarin misseri hafa vakið athygli mína ýmis óskyld dæmi um lík- amlegt ofbeldi mæðra gegn börnum sínum. Ég velti því fyrir mér hvort um sé að ræða til- viljanir eða toppinn á einhverjum ísjaka sem ekki fær litið dagsins ljós í umræðunni. Ágúst Borgþór á agustborgthor.blog- spot.com Verður að ganga sinn gang Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, í fréttum Stöðvar 2 1. júní: Kristján Már Unnarsson: Eitt sem menn hafa nefnt er sá möguleiki hreinlega að ríkis- stjórnin leggi fram frumvarp um að afnema nýsett lög, koma þannig í veg fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna, er það í spilunum? Halldór Ásgrímsson: Nei, þetta mál verður að ganga sinn gang eins og til þess er stofn- að og ég held það verði ekkert undan því vikist. Upprifjun fjölmiðlamáls á murinn.is BENEDIKT S. LAFLEUR FORM. SJÓSUNDFÉLAGS ÍSLANDS UMRÆÐAN SJÓSUND BRÉF TIL BLAÐSINS 20-29 (20-21) Umræðan 22.7.2004 18:09 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.