Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 2
2 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR Forsvarsmenn íslensku skákhreyfingarinnar: Slá skjaldborg um Bobby Fischer SKÁK Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ir, forseti Skáksambands Íslands, og Hrafn Jökulsson varaforseti fóru í gær á fund í bandaríska sendiráðinu til að ræða mál Bobby Fischer sem var fyrir skemmstu handtekinn í Japan. Búist er við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Guðfríður Lilja segir að for- svarsmenn skákhreyfingarinnar á Íslandi hafi heimsótt bandaríska sendiráðið til þess að koma á framfæri áskorun til Bandaríkja- forseta um að náða Fischer. Hann er sakaður um að hafa rofið við- skiptabann við Serbíu þegar hann atti kappi við Boris Spasskí árið 1992 og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Fischer hefur á síðustu árum látið miklar yfirlýsingar frá sér fara um bandarísk stjórnvöld og utanríkisstefnu þeirra. Guðfríður Lilja segir að margt af því sem hann hafi látið frá sér fara sé óverjandi og ýmislegt bendi til þess að hann þurfi á aðstoð að halda og því sé ótækt að hann verði dæmdur í fangelsi. „Hann var á sínum tíma þjóð- hetja í Bandaríkjunum og í öllum hinum vestræna heima þegar hann lagði veldi sovétkommúnismans að velli með sigri á Boris Spasskí í Reykjavík árið 1972,“ segir hún. ■ Langur biðtími á bráða- og slysadeild Álag á bráða- og slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi hefur sjaldan verið meira. Deildin er undirmönnuð og biðtími í einstaka tilfellum getur orðið allt að fjórir klukkutímar. HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef starfað hér í mörg ár og að undanförnu hefur álagið verið með almesta móti,“ segir Ólafur R. Ingimarsson, læknir á bráða- og slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Biðtími fólks sem þang- að sækir með eymsl og meiðsl er með lengsta móti og ekki óvenju- legt að bíða þurfi í allt að fjórar klukkustundir þegar verst lætur. Ólafur segir að fyrir komi að starfsfólkið sé að fram á nætur til að sinna öllum þeim sem óska að- stoðar. „Aðsóknin er óvenju mikil og þar fyrir utan er deildin undir- mönnuð þannig að eitthvað verður undan að láta. Það starfa færri á deildinni á sumrin en á veturna þrátt fyrir að álagið sé að öllu jöfnu mun meira á sumrin. Það skýrist að hluta til af erlend- um ferðamönnum en talsverður fjöldi þeirra þarf að koma hingað vegna slysa.“ Margir hafa orðið til að gagn- rýna þennan langa biðtíma og hef- ur Fréttablaðið heimildir um tvö atvik þar sem tveimur börnum sem bæði voru með beinbrot var gert að bíða í þrjá tíma í biðstofu spítalans eftir lækni. Þrátt fyrir að börn geti fengið að bíða á sér- stakri stofu þar sem leikföng og annað slíkt er í boði fer eðlilega lítið fyrir áhuga á slíku ef sár verkur er fyrir hendi. Unnið er eftir ákveðnu for- gangskerfi á bráða- og slysadeild. Þannig skoðar læknir strax alla þá sem koma eftir alvarleg slys eða hjartáföll. Næst koma þeir sem hafa nýleg sár eða mikla verki og er reglan sú að reyna að hleypa þeim að innan 40 mínútna. Börn eru yfirleitt sett í þennan flokk. Síðast skoðar læknir þá sem vilja skoðun vegna gamalla áverka eða annarra minniháttar vandamála Á bráða- og slysadeildinni eru aðeins 17 skoðunarrými og á álagstímum er fólki gjarnan gert að bíða á göngum eða innri bið- stofum. Engin sérstök bakvakt er fyrir deildina og er aldrei kallað út aukafólk nema brýna nauðsyn beri til eins og þegar um hópslys af einhverju tagi er að ræða. albert@frettabladid.is Bjórneysla Evrópubúa: Þjóðverjar drekka mest LONDON, AP Þjóðverjar drekka mestan bjór Evrópubúa en hver Þjóðverji drekkur að meðaltali 120 lítra af bjór árlega. Þjóðverj- um tókst því að skjóta Bretum ref fyrir rass en hver Breti drekkur rétt rúmlega hundrað lítra á ári samkvæmt nýrri evrópskri mark- aðskönnun. Spænski bjórmarkaðurinn stækkar hraðast ár frá ári auk þess sem bjórneysla Ítala eykst hratt. Þá kom í ljós að Frakkar kjósa ennþá fremur vín en bjór. Þrátt fyrir það er eftirspurn eftir gæðabjór alltaf að aukast þar í landi. ■ Evrópusambandið: Þrýst á um fjölmiðlalög BRUSSEL Hópur ítalskra stjórn- málamanna þrýstir nú á um það innan Evrópusambandsins að sett verði lög eða reglur um eignar- hald á fjölmiðlum og eru þar sér- staklega að vísa til umsvifa Silvo Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu, en hann á sem kunnugt er meirihluta allra fjölmiðla á Ítalíu og víðar. Slíkar kröfur hafa áður heyrst innan sambandsins en ver- ið vísað frá á lögfræðilegum for- sendum. Ítalirnir benda á að vandamálið sé ekki einskorðað við Ítalíu heldur sé eignarhald víða í Evrópu að falla í sama far og safn- ast á fárra manna hendur. ■ „Það mega það allir – hvort sem þeir eru alvitar eða hálfvitar.“ Sigurbjörg Árnadóttir er formaður Íslenska vitafé- lagsins. Félagið stendur nú fyrir sérstakri kynningu á ljósvitum landsins. SPURNING DAGSINS Sigurbjörg, mega hálfvitar vera með í Vitafélaginu? VIÐSKIPTI Straumur fjárfestingar- banki hagnaðist um 1,1 milljarð eftir skatta á öðrum árshelmingi. Hagnaður það sem af er árs er 3,1 milljarður króna. Straumur er fyrsta félagið á aðallista Kauphallarinnar til þess að birta uppgjör. Straumur hóf starfsemi sem fjárfestingarbanki á fyrrihluta ársins. Þórður Már Jóhannesson forstjóri Straums segir afkomuna góða. Arðsemi eiginfjár var 43,8 prósent á ársgrundvelli. „Það er ánægjulegt að sjá að starfsemi bankans á nýjum tekjusviðum hefur vaxið hratt og skilað góðri afkomu.“ Hann segir það í sam- ræmi við stefnu bankans að auka vægi annara tekna en fjárfest- ingatekna í reikningum félagsins. Bankinn hóf útlána- og fjárfest- ingastarfsemi á tímabilinu og námu útlán til viðskiptamanna í lok júní hátt í fimm milljarða króna. „Eftir fyrstu tvo ársfjórð- ungana er ánægjulegt að sjá að hreinar vaxtatekjur vaxa umtals- vert ásamt þjónustutekjum,“ seg- ir Þórður Már. ■ VIÐ BANDARÍSKSA SENDIRÁÐIÐ Forseti og varaforseti Skáksambands Ís- lands komu á framfæri áskorun þess efnis að skáksnillingurinn Bobby Fischer yrði ekki dæmdur í fangelsi . FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. UMFERÐIN AÐ ÞYNGJAST Umferð um Holtavörðuheiði fór að þyngj- ast strax upp úr hádegi í gær og margir á norðurleið að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi. Lögregla varar sérstaklega við fimmtíu kílómetra kafla á heiðinni þar sem framkvæmdir standa yfir og brýnir fyrir ökumönnum að hægja vel á sér. HLAUT HÖFUÐMEIÐSL Í BÍLVELTU Kona var flutt með höfuðmeiðsl á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að bifreið sem hún ók hafnaði utan vegar og valt á Skógarstrandar- vegi á Snæfellsnesi í gær. Bíl- belti eru talin hafa bjargað lífi hennar að sögn lögreglunnar í Búðardal. ELDUR Í SÖLUSKÁLA Eldur kom upp í rafmagnstöflu Essóskálans á Blönduósi í gær. Nokkrar skemmdir urðu af völdum duftefnis úr slökkvitæki auk þess sem rafmagnstaflan skemmdist. Tveir starfsmenn leituðu læknis eftir brunann. FERÐAMENN Í ÓGÖNGUM Tveir franskir ferðamenn lentu í ógöngum í Vatnsfjöllum í fyrra- kvöld. Ferðamennirnir duttu í á og voru kaldir og hraktir. Þá urðu þeir fyrir nokkru eignatjóni af völdum vatnsins en voru heilir heilsu að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. AFKOMA STRAUMS Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐUNGI: Spár: Landsbanki 450 milljónir KB banki 2.200 milljónir Íslandsbanki 757 milljónir Niðurstaða: 1.122 milljónir FYRSTA UPPGJÖRIÐ Straumur fjárfestingarbanki var fyrsta félagið í Kauphöllinni til að skila uppgjöri. Forstjór- inn er ánægður með vöxt nýrra tekjusviða bankans. Fyrsta uppgjörið í Kauphöllinni: Bankatekjur aukast hjá Straumi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BIÐSTOFA BRÁÐA- OG SLYSADEILDAR Aðsókn er það mikil að dæmi eru um fólk sem verður að gera sér að góðu að bíða í allt að fjóra tíma eftir lækni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L ,,Hefur Fréttablað- ið heimildir um tvö at- vik þar sem tveimur börnum sem bæði voru með beinbrot var gert að bíða í þrjá tíma... ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Albani með falsað vegabréf: Dæmdur í fangelsi LÖGREGLUMÁL Ungur Albani var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Honum verður að afplánun lokinni vísað úr landi aftur til síns heima. Albaninn, sem er 22 ára gamall, kom hingað til lands á fimmtudag á leið vestur um haf til Kanada. Hann framvísaði fölsuðu vega- bréfi frá Ítalíu við komuna og komst það upp við hefðbundna vegabréfaskoðun. ■ AKSTUR UTAN VEGA Slíkur óleyfilegur akstur er harðlega for- dæmdur af hálfu ferðaklúbbsins 4x4. Ferðaklúbburinn 4x4: Fordæma óleyfilegan akstur NÁTTÚRUSPJÖLL Fréttir undanfarnar vikur af náttúruspjöllum vegna óleyfilegs utanvegaaksturs eru mikil vonbrigði að mati ferða- klúbbsins 4x4. Segir í tilkynningu frá félaginu að á starfstíma þess hafi verið reynt eftir mætti að berjast gegn slíkum akstri og þörf sé á að frjáls félagasamtök taki höndum saman til að fræða þá sem ekki hafa skilning á þeim skaða sem slíkt veldur. Er slíkt fordæmt því auk þess að vera lýti á náttúru landsins spillir slíkt þeirri upplifun sem ferðafólk sækist eftir. ■ Maður sem leitað var að: Fannst látinn LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem Lög- reglan í Reykjavík lýsti eftir á fimmtudag og leitað var að í gær fannst lát- inn um klukkan hálfsjö í gær- kvöld. Maðurinn fannst skammt frá sjúkrastöð- inni Vogi við Stórhöfða þar sem síðast sást til hans 5. júlí síðastliðinn. Á þessu stigi er ekki talið að refsi- verð háttsemi tengist láti manns- ins að sögn lögreglu. Maðurinn hét Eiríkur Örn Stef- ánsson og var 42 ára gamall. ■ EIRÍKUR ÖRN STEFÁNSSON 02-03 23.7.2004 21:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.