Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 KLIPPAN sófi 180x88 sm, h 69 sm Allt undir sama þaki 190,- 2.900,- 19.900,- 95,- DOFTA ilmjurtir 1.690,- AFTONSTUND borðlampi 65,- MOTTO skál Ø12 1.990,- KIMME hægindastóll 350,-KONTRA Cappuccino bolli +undirskál 490,- 990,- MÄKTA skrautkúla MÄNGD glerskreyting IK E 25 25 4 07 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is SKÄMT vasi, ýmsir litir 95,- 590,- MÅLA trönur290,- LEGITIM skurðarbretti 2 stk. IRMA teppi 130x170 sm 490,- 1.290,- SANELA púði 40x60 sm 290,- RUSCH klukka 24,5 sm 395,- SIGNE tuskumotta 60x90 sm PÄRLOR glerskreyting KUBBO ljós Pylsa og gosglas Um helgina! 99,- Umferðarhjátrú Ég brýt ekki spegil af ótta við sjö áraógæfu. Ég sný við hrífum ef tind- arnir snúa upp, annars byrjar að rigna. Ég hef ekki fengið flensu í sumar, sjö níu þrettán. Ég fæ hroll ef svartur kött- ur hleypur yfir götuna. Fólk áframsendir 10 vinum sínum ruslpóst vegna hótunar neðst í bréfinu um ægi- legar afleiðingar þess að að senda bréf- ið ekki áfram. Á kaffihúsi í gær leitaði maður að eldi fyrir sígarettu, hann vildi ekki taka logann af kerti. Af hverju? „Þá drukknar sjómaður.“ Í GAMLA SAMFÉLAGINU gátu menn varla hreyft sig án þess að hjátrú af einhverju tagi tengdist athöfninni. Bannað að bölva þegar skipi var ýtt úr vör, bannað að borða rjúpnaegg á með- göngu, hrafn sem krunkaði á glugga boðaði feigð. Hjátrúin hafði og hefur áhrif á hegðun okkar þvert á alla rök- hugsun. Trúin sjálf hefur og hafði auð- vitað enn meiri áhrif. Þú skalt ekki girnast uxa náunga þíns. UMFERÐIN er handan trúar og hjá- trúar. Umferðin er vélræn og skynsam- leg. Reglurnar eru settar af yfirvöldum en koma boðorðum ekkert við. Sá sem ekur á 150 kílómetra hraða fær ekki samviskubit þótt hann hafi brotið lögin. Sá sem stelur eða svíkur er líklegur til að iðrast þess og óttast reiði Guðs. Það er ekkert órætt kerfi sem heftir adrenalínið þegar menn hækka í botn og þenja bílinn upp í 150 á beinum vegi. Bíllinn kæmist hraðar og þótt 30 sinn- um fleiri deyi í umferðinni heldur en fyrir morðingja hendi hefur guð enga skoðun á umferðarreglum. Í ÞÚSUNDUM umferðarauglýsinga er höfðað er til skynsemi eða annarra tilfinninga. Afleiðingarnar og hætturn- ar þekkja allir en samt halda menn áfram að örkumlast. Annar hver maður hefur lent í slysi, séð myndir af slysi, komið að slysstað, þekkir fórnarlömb slysa og óttast slysin en einhverra hluta vegna er alltaf jafn spennandi að stíga bensínið í botn. Ósköp venjulegur maður leggur fjölskylduna undir og 5 milljón króna jeppa til að græða 5 mín- útur á Hellisheiðinni. Sóar svo kvöldinu fyrir framan sjónvarpið. ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA eitt- hvert rugl. Umferðin þarf á óskynsam- legum og óræðum reglum að halda vegna þess að skynsemin hefur brugð- ist. Umferðin þarf eitthvað eins og hjá- trúna með hrífurnar, kertalogann eða svarta köttinn. Umferðin þarf á reiði guðs að halda. Ef þú ferð yfir 100 verður rigning þeg- ar þú kemur á áfangastað. 110 er óhappatala og boðar slæm tíðindi. 120 boðar dauða einhvers sem þú elskar. 130 er sjö ára ógæfa. Ef þú keyrir full- ur muntu missa góðan vin á árinu. Ef bílstjórinn er fullur vill hann þig feig- an. Þú ferð til helvítis ef þú keyrir yfir á rauðu ljósi. UMFERÐIN þarf fáar en skýrar og einfaldar kreddur og svo þarf bara að endurtaka þær 1000 sinnum þar til þetta verða ósjálfráð viðbrögð og við munum ekki betur en að þetta séu 5000 ára gömul lögmál. Þá loksins hefur fundist frumstætt móteitur gegn adrenalíninu og færri deyja að óþörfu. ANDRA SNÆS MAGNASONAR BAKÞANKAR 48 (36) Bak 23.7.2004 21:43 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.