Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 16
„Ég tók smá forskot á sæluna og hélt veglegt partí í júní í tilefni fertugsafmælisins. Það var óhefðbundin afmælisveisla enda haldin nokkrum vikum fyrir af- mælisdaginn,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir dansarim sem er fjörutíu ára í dag. Ástrós býr nú á Bifröst þar sem hún hefur undanfarin miss- eri verið við fjarnám í meistara- námi sínu í menningar- og mennt- unarstjórnun. Á veturnar getur hún að mestu stundað námið frá Reykjavík en því fylgir einnig að vera staðbundin á Bifröst, í rólegu háskólaumhverfi í tvö sumur. Á veturna kennir hún hins veg- ar í Listdansskóla Íslands og sinn- ir verkefnum sem danshöfundur. Aðspurð hvað sé framundan segir hún stærsta verkefnið hafa verið Reykjavík dansfestival sem hefst í haust. Markmið hátíðarinnar, þetta árið sem önnur, er að skapa vettvang þar sem sjálfstætt starf- andi danshöfundar geta kynnt verk sín. „Við erum að halda há- tíðina í þriðja skiptið og það má segja að hún stækki mikið milli ára.“ Fleiri dansarar eru farnir að nota þennan vettvang, sem og aðra og segir Ástrós íslenska dansara vera mjög iðna við að koma sínum hugmyndum á fram- færi. „Dansarar eru hættir að bíða bara við símann til að fá at- vinnutilboð heldur eru farnir að skapa sér tækifæri. Ég tel að þessi þróun skapi enn meiri fjöl- breytni í dansinum hér á landi sem er nauðsynlegt.“ Aðspurð segist Ástrós ekki vera mikið afmælisbarn. „Ég hélt reyndar upp á afmælið þegar ég var 20 og 30 ára en annars er ég ekki vön að halda sérstaklega upp á þennan dag. 25 ára „afmælis- gjöfin“ mín var þó mjög eftir- minnileg en ég fæddi son minn tveimur dögum áður.“ Eftirminni- legasti afmælisdagurinn í huga Ástrósa var þó í fyrra. „Ég eyddi honum við sundlaugarbakka í Suður Frakklandi með kærastan- um mínum.“ Í sumar ætlar hún síðan til Spánar í sólina að slappa af í bland við vinnu. ■ 16 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR ALEXANDRE DUMAS Franski rithöfundurinn sem skrifaði sögunar Skytturnar þrjár og Greifinn af Monte Cristo fæddist á þessum degi árið 1802. AFMÆLI Helga Bachmann leikkona er 73 ára. Einar Örn Stefánsson framkvæmda- stjóri er 55 ára. Birkir Jón Jónsson alþingismaður 27 ára. ANDLÁT Haukur Blöndal Gíslason lést miðviku- daginn 21. júlí. Erna Guðmundsdóttir lést miðvikudag- inn 21. júlí. Vera Ingibergsdóttir Hraundal, Dala- braut 26, Reykjavík, lést þriðjudaginn 20. júlí. Guðlaug Vigfúsdóttir, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést sunnudaginn 18. júlí. Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl frá Hólmi, Stórholti 17, Reykjavík, lést fimmtudaginn 22. júlí. JARÐARFARIR 13.00 Kristný Hulda Guðlaugsdóttir, Skólavegi 6, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum. 14.00 Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdótt- ir, Miðstræti 3, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Hvítasunnu- kirkjunni í Vestmannaeyjum. 14.00 Elías Svavar Jónsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Dranganesi, verður jarðsunginn frá Drangsneskapellu. 14.00 Ingólfur Þ. Sæmundsson, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju. 14.00 Jóhanna Margrét Hlynsdóttir, Dalbraut 54, Bíldudal, verður jarð- sungin frá Bíldudalskirkju. 14.00 Kristborg Kristinsdóttir, Borgar- braut 12, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju. 14.00 Sigurbjörg Björnsdóttir, Engi- hjalla 1, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Barðskirkju, Fljótum. Á þessum degi árið 1959 áttu Nikita Krútsjof, leiðtogi Sovét- ríkjanna, og Richard Nixon, for- seti Bandaríkjanna, í heitum um- ræðum um kapitalisma og komm- únisma á opnun Ameríku-sýning- arinnar í Moskvu. Umræðurnar fóru fram í módeli af eldhúsi sem sett hafði verið upp í tilefni af sýningunni. Sýningin var liður í breyttri stefnu leiðtoganna sem miðaði að auknum menningar- samskiptum milli landanna. Nixon leiddi Krútsjof um sýn- inguna og sýndi honum það nýjasta á sviði heimilistækja sem Bandaríkjamenn væru að þróa með sér. Krútsjof, sem var frægur fyrir mikinn skapofsa, fór að hitna í hamsi þar sem hann áttaði sig á því að Bandaríkja- menn voru komnir lengra á viss- um sviðum nútímatækni og sagði Nixon að Sovétríkin myndu þróa svipuð tæki á allra næstu misser- um. Eftir það laust leiðtogunum saman eins og æstum hönum og þeir tóku til við að ota fingrunum að hvor öðrum. Nixon tók að gagnrýna sov- éska leiðtogann fyrir að beita stöðugum hótunum um að grípa til kjarnorkuvopna sem og áráttu hans í að grípa stöðugt fram í meðan Nixon væri að tala. Krút- sjof svaraði Nixon á ógnandi hátt með því að tala um „mjög slæm- ar afleiðingar“. Umræðan milli stórveldanna hafði misst diplomatískt inntak sitt og leiðtogar ríkjanna rifust eins og hundur köttur. Eins og svo oft í samninga- viðræðum milli ríkjanna á dög- um kalda stríðsins þá var enginn skýr sigurvegari nema kannski amerískir fjölmiðlar sem slógu atburðinum upp á forsíðum og léku sér mikið að honum í kjöl- farið. ■ ÞETTA GERÐIST SLEGIST ÁN HANSKA 24. júlí 1959 Allar alhæfingar eru hættulegar, jafnvel þessi. - hinn orðheppni Alexandre Dumas er þó frægastur fyrir orðtakið: „Einn fyrir alla, allir fyrir einn“. AFMÆLI ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR ER 40 ÁRA Í ELDHÚSINU Krútsjof og Nixon ræða málin í Moskvu. Eldhúsumræður „Við vorum með fjórar sýningar á Hárinu síðustu helgi, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Ég slasaði mig aðeins á síðustu sýningunni og því fóru mánudag- urinn og þriðjudagurinn í það að jafna mig af meiðslunum,“ segir Björn Thors leikari. Hann segir að vikan hjá sér hafi farið í undir- búa sig fyrir átök helgarinnar. „Á milli sýninga snýst þetta bara um að fara á kaffihúsin, taka púlsinn á fólki, fara í viðtöl tengdum sýn- ingunni og svo bara að drepa tímann.“ Leikarinn segir það mikið spennufall að frumsýna verk því fyrir frumsýningu er um að ræða þriggja mánaða þrotlaust æfingatímabil og svo taki við sýn- ingartímabil sem sé rólegt í samanburði. Björn sagðist hafa keypt sér nýjan geisladisk í vikunni sem var nýjasti diskur hljómsveitarinnar Slowblow sem hann segist afskap- lega hrifinn af við fyrstu hlustun. Hann segir einnig að mikill hluti vikunnar hafi farið í setur í sól- inni á útikaffihúsum miðborgar- innar þar sem hann nýtur þess að fá sér vel að borða og njóta sam- vista við gott fólk. Hann hældi steinbítnum á Vegamótum sem hann sagðist hafa gætt sér á vikunni auk þess sem hann talaði um unað kaffidrykkju: „Ég fæ mér alltaf einn lítinn espressó með brúnum sykri eftir mat.“ ■ VIKAN SEM VAR BJÖRN THORS LEIKARI SEM UM ÞESSAR MUNDIR LEIKUR Í HÁRINU BJÖRN THORS Nýtur þess að vera til milli sýninga á Hárinu. Hárið og kaffihúsin ÁSTRÓS GUNNARSDÓTTIR Hún tók forskot á sæluna og hélt upp á afmælið í júní. M YN D /P JE TU R Reykjavík dansfestival stækkar ÞETTA GERÐIST LÍKA 1567 Maríu Skotadrottningu komið frá völdum. 1847 Mormónaleiðtoginn Birgham Young og fylgismenn nema land í Utah í Bandaríkjunum. 1923 Í Sviss var lokið við Lausanne- sáttmálann sem skilgreindi landa- mæri Tyrklands. 1937 Alabama-ríki náðar fimm þel- dökka karlmenn sem sakaðir voru um að nauðga tveimur hvítum konum í máli sem kallast Scotts- boro-málið. 1948 Rússneskt herlið sest um Vestur- Berlín. Loftbrú Bandaríkjanna er komið á daginn eftir. 1969 Geimfararnir í Apollo II brotlenda í Kyrrahafinu. 1995 Rapphljómsveitin Public Enemy aflýsir tónleikaferð sinn um Bret- land því Flavor Flav hafði hand- leggsbrotið sig í skellinöðruslysi. 16-17 Tímamót 23.7.2004 19:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.