Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 6
ÞRJÚ BÖRN SÆRÐUST Fimm særðust þegar Bandaríkjamenn gerðu árás á húsagarð í Fallujah þar sem þeir töldu hryðjuverka- menn hafast við. Að sögn læknis á spítalanum voru þeir særðu all- ir óbreyttir borgarar og þrír þeirra börn að aldri. Enginn lést í árásinni. URÐU FYRIR SKRIÐDREKA Níu manns létust þegar bíll þeirra varð undir bandarískum skrið- dreka nærri Bagdad. Ökumaður bílsins reyndi að taka fram úr öðrum bíl og lenti í árekstri við skriðdrekann. MANNSKÆÐAR VEGASPRENGJUR Tveir bandarískir hermenn létust og einn særðist þegar sprengja sprakk í vegarkanti nálægt borg- inni Samarra. Í Bagdad lést einn Íraki og níu slösuðust þegar sprengja sprakk í vegarkanti þegar rúta átti leið hjá. SKOTNIR TIL BANA Fyrrverandi hershöfðinginn Salim Majeed Blesh, sem vann með hernáms- stjórninni við að ráða fólk til starfa, var skotinn til bana á leið sinni til messu. Nágranni hans sem var samferða honum lést einnig í árásinni. ■ 6 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR LÍN Stjórn Bandalags háskóla- manna mótmælir harðlega að að- ildar þeirra í nefnd menntamála- ráðuneytis um endurskoðun greiðslu námslána hafi ekki verið óskað. Það gangi á svig við skýr kosningaloforð beggja stjórnar- flokkanna. Menntamálaráðherra segir mótmælin framhleypni. „Ég átta mig ekki alveg á af hverju það er skotið fyrst og spurt svo. Það var aldrei önnur hugsun hjá mér önnur en sú að hafa samráð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra. „Það er verið að líta til svo margra þátta sem í rauninni snerta ekki BHM þannig að mér fannst ekki eðlilegt að draga þá inn í þá vinnu. En að sjálfsögðu mun verða haft samráð við BHM þegar nefnd- in mun fjalla um endurgreiðslu- þáttinn,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir frumvarp um endurskoðun á lögum Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða lagt fyrir á þessu kjörtímabili. Hvort kosningaloforð Framsóknar- flokksins um lækkun endur- greiðsluhlutfalls lánanna um eitt prósent verði efnt segir Þorgerð- ur: „Það er alveg ótímabært að segja til um það. Það verður allt sett fram og menn hafa misjafnar áherslur og þessari nefnd er ætlað að fara yfir þetta gaumgæfilega með tilliti til margra þátta hags- muna menntamála.“ ■ FUGLADAUÐI Árekstur við bíla er þriðja stærsta orsök fugladauða á eftir girðingum og raflínum, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Borgþór S. Kjærnested, leiðsögu- maður og túlkur, segir fugladráp á þjóðvegum landsins virðingarleysi við umhverfið. „Mér finnst það landlægur ósiður að geta ekki sýnt umhverf- inu smá tillitsemi. Það er eins og maður eigi að vera einn á þjóðveg- unum. Ég held að það tíðkist hver- gi í heiminum svona framkoma,“ segir Borgþór. Hann ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, þó mest um Suðurlandið og segir hvergi eins marga dauða fugla á vegum og á Vatnsleysuströnd. Jóhann Óli segir fugladauða al- gengastan í júlí. Ekki sé aðeins keyrt á kríu heldur alla mófugla. „Það stafar af því að ungarnir eru núna að verða fleygir og það eru fyrst og fremst þeir sem lenda í þessu. Afföll af ungum fyrsta árið og veturinn eru mikil þannig og það hefur minni áhrif á stofninn heldur en ef þetta væru fullorðnir fuglar,“ segir Jóhann. Hann segir kríu sækja í að sitja á möl, sérstak- lega síðsumars. „Þetta er einhvað í eðli hennar. Hún er svo stuttfætt og vill þá sitja á einhverju svona sléttu eins og sandi og möl.“ Jóhann segir erfitt að eiga við þetta því fuglarnir fljúgi upp á móti vindi og ef vindstefnan sé þannig fljúgi þeir beint framan á bíla. „Ef fólk er að keyra í gegnum varp þá á það að sjálfsögðu að hægja á sér. Það er almenn skyn- semi.“ Borgþór bendir á að í veg- kantinum á Vatnsleysuströnd séu skilti sem vari við fuglamergðinni en í 90% tilvika virðist sem fólk sé ólæst á þau. „Ég hélt að fólki fynd- ist það frekar leiðinlegt að keyra á lifandi hluti,“ segir Borgþór: „Ég vona að fólk reyni að temja sér virðingu við umhverfi sitt.“ gag@frettabladid.is Atlantsolía: Fær lóð í Reykjavík SKIPULAGSMÁL Atlantsolía fær að öllum líkindum land undir sjálfs- afgreiðslubensínstöð á horni Bú- staðavegar og Breiðholtsbrautar að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns borgarráðs. „Atlantsolía hefur sótt um pláss fyrir bensínstöð og borgar- yfirvöld hafa tekið jákvætt í það,“ segir Alfreð. Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn er í auglýsingu og lýkur því ferli í lok ágúst að sögn Alfreðs. Að því loknu sé ekkert því til fyrirstöðu að Atlantsolía geti fengið úthlutað þar lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð. ■ ■ VIÐSKIPTI ■ ÍRAK GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,26 -0,03% Sterlingspund 130,66 -0,45% Dönsk króna 11,67 -0,67% Evra 86,78 -0,66% Gengisvísitala krónu 121,7 -0,11% KAUPHÖLLIN -HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 151 Velta 632 milljónir ICEX-15 3.084 -0,12% MESTU VIÐSKIPTIN Íslandsbanki hf. 195.407 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 142.564 Actavis Group hf. 92.404 MESTA HÆKKUN Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf. 1,45% Íslandsbanki hf. 1,11% Samherji hf. 0,92% MESTA LÆKKUN Tryggingamiðstöðin hf. -2,29% Bakkavör Group hf. -1,88% SÍF hf. -1,21% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.961,5 -0,9% Nasdaq* 1.851,5 -2,0% FTSE 4.326,3 0,5% DAX 3.797,3 -0,1% NIKKEI 11.187,3 -0.87% S&P* 1.089,0 -0,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir formaður SjómannafélagsReykjavíkur? 2Hvenær unnu KR-ingar síðast leik íLandsbankadeild karla? 3Fjórða myndin í Die Hard flokknumer á leiðinni. Hver leikur aðalhlut- verkið í myndunum? Svörin eru á bls. 22 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L KOSNINGALOFORÐ FRAM- SÓKNARFLOKKSINS Hvað: Lækka endurgreiðsluhlutfallið um 1%, úr 4,75% í 3,75% af heildartekjum – einnig fyrir þann hóp sem tekið hefur lán frá lagabreytingunni 1992. Hvernig: Ekkert því til fyrirstöðu að skipa nefnd með fulltrúum hlutaðeigandi hags- munasamtaka. Hvenær: Á kjörtímabilinu. KOSNINGALOFORÐ SJÁLF- STÆÐISFLOKKS Hvað: Sjálfstæðisflokkurinn er opinn fyrir því að ræða endurskoðun endurgreiðslu- hlutfallsins. Hvernig: Í samstarfi við hagsmunasamtök. Hvenær: Á kjörtímabilinu. Heimild: Auglýsing í Morgunblaðinu, 5. maí 2003 BHM segir kosningaloforð stjórnarflokkanna svikin: Samráð við Bandalag háskólamanna síðar ALGENG SJÓN Á VATNSLEYSUSTRÖND Fólk slær ekki af hraða þrátt fyrir að fuglamergðin sé mikil á Vatnsleysuströnd. Margar kríur hafa orðið ökumönnum að bráð á svæðinu. Fólk er hvatt til að sýna umhverfi sínu virðingu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Jose María Aznar: Ímynd greidd af ríkissjóði MADRÍD, AP Ríkisstjórn Jose María Aznar, fyrrverandi forsætisráð- herra Spánar, lét greiða bandarísku lögfræðifyr- irtæki að andvirði um 140 milljónir króna til að sjá um al- mannatengsl í tengslum við heimsókn Aznar í Hvíta húsið í Was- hington. Aznar hélt til Bandaríkj- anna í byrjun f e b r ú a r , rúmum mán- uði fyrir þingkosningarnar sem flokkur hans tapaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Madríd. Spænsku dagblöðin El Mundo og El Pais greindu í gær frá samningn- um við bandaríska fyrirtækið. Samkvæmt fréttum átti fyrirtækið að sjá til þess að fjölmiðlar gerðu mikið úr heimsókn Aznars. ■ JOSE MARÍA AZNAR Lét af embætti í mars. Kynnir nú ævisögu sína. LÆKKUN Á FTSE FTSE-vísitalan í Lundúnum hækkaði í gær eftir að hafa farið niður í 4.306 stig á fimmtudag. Það var lægsta staða vísitölunnar frá því 5. nóvember í fyrra. Það sem af er ári hefur FTSE vísitalan lækkað um 4,5 prósent. MILLJÓN Í HAGNAÐ Hagnaður Nýherja nam einni milljón króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaður sama tímabils í fyrra var 28 milljónir króna. Tap er af rekstrinum það sem af er ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru bjartsýnir á að úr muni rætast á síðari hluta ársins. Á SPÍTALA EFTIR ÁRÁS Bandaríkjamenn halda áfram að gera árásir á Fallujah. Þrjú börn særðust í gær. Fugladráp á þjóð- vegum landsins Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi lands- ins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. 06-07 23.7.2004 20:21 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.