Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 18
18 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR Friðgeir Þráinn Jóhannesson er blindur. Hann ætti ekki að vera lifandi. Í lok mánaðarins fer hann í 900 til 1200 km áheitaleiðangur niður austurströnd Grænlands til styrktar Blindrafélagsins. Auk Friðgeirs munu taka þátt í leið- angrinum Baldvin Kristjánsson fararstjóri, Reynir Jóhannesson bróðir Friðgeirs og Einar Laverne Lee sem er lögblindur, með um 10% sjón. Háskólinn í Reykjavík mun nota ferðasöguna við kennslu á Viðskiptabraut skólans. Talið er að hægt sé að yfirfæra aðstæður sem myndast innan hóps í slíkri ferð yfir á aðstæður í viðskiptalíf- inu. Hægt er að fylgjast með leið- angrinum og heita á leiðangurs- menn á heimasíðunni: inter- net.is/leidangur. Friðgeir hefur marga fjöruna sopið en stendur nú keikari en áður eftir að hafa sigrast á afleið- ingum vinnuslyss sem hann lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hvað fær hann til að vilja taka þátt í slíkri ferð sem yrði mörgum sjá- andi manninum ofviða? Þú lentir í slysi sem nærri gekk af þér dauðum. Hvernig vildi það til? Það gerðist í lok árs 1998. Við vorum að sprengja fyrir bílakjall- ara í Smáralindinni. Vélin sem var að birgja fyrir okkur sprenging- una keyrði yfir mig. Það er ekki vitað hvað skeði, annað hvort hef ég stoppað og stjórnandi vélarinn- ar keyrt aftan á hnakkann á mér og ég dottið eða ég hef bara dottið sjálfur. Það getur enginn skýrt það. Svo þegar ökumaðurinn var búinn að snúa sér við þá sér hann mig hvergi og fer að leita að mér. Ég var undir vélinni þannig að ökumaðurinn sá mig ekki. Þá var farið að brasa í því að ná mér und- an vélinni en ég var raunverulega dáinn. Það var strákur að vinna þarna sem blés í mig lífi og hann hélt mér gangandi þar til sjúkra- bíllinn kom. Hefðir þú trúað því að þú ættir nokkurn tímann eftir að fara í slíka ferð eftir að slysið átti sér stað? Ég tapaði sjóninni, 75% af heyrn og nánast málinu í slysinu. Ég var fjörutíuogþrjú kíló þegar ég fór út af spítalanum. Þremur kílóum þyngri en hundurinn minn. Í dag er ég sextíuogþrjú kíló. Ég var í endurhæfingu í einn og hálfan mánuð. Þá tilkynnti læknirinn mér að að hann gæti ekki gert neitt meira fyrir mig. Eftir það hef ég þjálfað mig sjálf- ur, farið að vísu einstaka sinnum til sjúkraþjálfara. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti þetta en hins vegar hef ég aldrei verið betur á mig kominn en núna. Heimilislæknirinn minn kallar mig kraftaverkið sitt. Baldvin Kristjánsson leiðangurs- stjóri kajakferðarinnar segir að þú hafir dáið fimm sinnum um ævina. Hvað á hann við? Ég var dáinn þegar ég var dreginn undan vinnuvélinni. Svo var nýbúið að setja mig inn í sjúkrabílinn og þá dó ég aftur. Sjúkraflutningamennirnir trekk- tu mig aftur í gang. Svo hætti hjartað að slá einu sinni á leiðinni á spítalann. Á sjúkrahúsinu dó ég aftur. Þeir segja að það sé ástæð- an fyrir því að ég er blindur, að ég hafi dáið of lengi. Súrefnisskort- urinn til heilans varaði í of langan tíma. Ég var sjómaður í þrjátíuog- fimm ár. Einu sinni lenti ég út- byrðis á togara. Skaust út um rennunna og út í sjó. Mér skolaði svo aftur inn á næstu öldu. Eldri bróðir minn sem var bátsmaður á togaranum sagði mér síðar að hann hefði sagt við sjálfan sig þegar hann sá á eftir mér: Nú sé ég hann aldrei aftur. Það er ekkert annað en kraftaverk að ég skyldi lifa af. Einu sinni var ég að vinna á beltagröfu með áföstum bor í Gilsfirðinum. Ég fór ofan á stein þannig að grafan sporðreistist og féll niður 14 metra hátt gil. Sem betur fer náði ég að henda mér út úr gröfunni áður en hún steyptist niður. Af hverju ferðu í slíka ferð eftir allt sem þú hefur gengið í gegnum? Þetta er ögrun. Ég hendi mér oft út í djúpu laugina. Ég læt bara vaða og athuga svo hvort ég kemst að landi. Hundurinn er gott dæmi. Það voru aðeins þjálfaðir tveir blindrahundar á Íslandi en ég var sá eini sem tók einn slíkan. Hins vegar vil ég ekki segja að um sé að ræða hreina ævintýramennsku. Ég vil gefa öðrum í þjóðfélaginu innsýn inn í heim blindra, að þeir geti gert hlutina. Það er alltof algengt að fólk haldi að blindir geti ekki gert neitt. Hverjar munu skyldur þínar verða á meðan á leiðangrinum stendur? Ég og Einar munum gegna ná- kvæmlega sömu skyldum og hin- ir í leiðangrinum en ég mun lík- lega ekki þurfa að kveikja á prímusnum. Ég held ég geti ekki kveikt á prímus. Meiningin er að við tjöldum á meðan þeir bera búnaðinn upp úr fjörunni. Ég get ekki farið að hlaupa upp og niður fjörukambinn blindur. Ég fer ekkert öðruvísi en með leiðsögn eða í spotta. Ég geri ráð fyrir að vera í spotta mest allan tímann. Við verðum alltaf í nýjum að- stæðum þar sem við dveljum ekki lengi á hverjum stað fyrir sig þannig að ég mun hafa tak- markaða vitneskju um aðstæður hverju sinni. Hræðistu leiðangurinn? Ég er mest hræddur við slys. Ef ég dett úr kajaknum þá má ég alls ekki sleppa honum eða ár- inni og helst ekki sleppa bátnum og ef ég geri það þá finn ég árina eða bátinn ekki aftur. Það er ýmislegt svona sem getur komið upp. Ef svo illa vildi til að við skyldum hvolfa þá er ég mest hræddur við að ég nái ekki í ár- ina eða í bátinn. Ég er mikið bú- inn að spá í hvernig ég geti leit- að lausna við þessu vandamáli. Ég held að ég bindi mig í bátinn til að týna honum ekki. Einnig er ég hræddur við kuldann við strendur Grænlands. Hægri fóturinn á mér fór illa í slysinu þess vegna er hann oft svolítið kaldur. Ef það er mjög kalt er ég að hugsa um að klæða kuldann af mér. Þetta er hins vegar ekki kuldi heldur gefa taugarnar í fætinum vitlaus boð um að mér sé kalt. Svo getur það líka gerst að fóturinn segi að ég sé sjóðandi heitur þrátt fyrir að vera ískaldur. Ég get ekki treyst því að taugaboðin séu rétt sökum þess hve fóturinn er skaddaður. Hversu mikilvægur er liðsandinn í slíkri ferð? Höfuðatriðið er að treysta full- komlega næsta manni við hliðina á sér. Það verður að treysta honum 100%. Það er alveg eins og með hundinn minn, annað hvort treysti ég honum algerlega eða ég treysti honum ekki. Það verður að vera traust á báða vegu. Í slíkri ferð munu koma upp vandamál og menn þurfa að geta sagt hverjum öðrum hvað sé að til að hægt sé að leysa vandamálið. Það þarf að koma í veg fyrir að vandamálin byggist upp. Ef við gerum það ekki þá verður þetta bara ein stór sprenging í lok ferðarinnar. ingi@frettabladid.is Leiðangursmenn munu fara 900 til 1200 km leið eftir austurströnd Grænlands. Leiðin: Í STOFUNNI HEIMA Friðgeir, dótturdóttir hans Sólrún Líf og blindrahundurinn Erró sem Friðgeir mun ekki taka með sér til Grænlands. Á sjúkrahúsinu dó ég aftur. Þeir segja að það sé ástæðan fyrir því að ég er blindur, að ég hafi dáið of lengi. Súrefnis- skorturinn til heilans varaði í of langan tíma. ,, Blindur maður tekur þátt í 900–1200 km löngum kajakleiðangri við austurströnd Grænlands: Dó fimm sinnum Ég vil gefa öðrum í þjóðfélaginu innsýn inn í heim blindra, að þeir geti gert hlutina. Það er alltof algengt að fólk haldi að blindir geti ekki gert neitt. ,, 18-31 (18-19) helgarefni 23.7.2004 18:46 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.