Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 4
4 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR Verðmætustu vörumerki heims: Coca Cola og Microsoft efst VIÐSKIPTI Tímaritið Business Week hefur gefið út lista yfir hundrað verðmætustu vörumerki heims. Þar trónir Coca Cola á toppnum og hug- búnaðarfyrirtækið Microsoft er í öðru sæti. Þau vörumerki sem hækkað hafa mest í verði frá síðustu mæl- ingu eru Apple, sem hækkar um 24 prósent, Amazon.com (22 pró- sent); Yahoo (17 prósent) og Sam- sung (15 prósent). Mest lækka Kodak (33 prósent), Nintendo (21 prósent), Nokia (18 prósent) og AOL (18 prósent). Við mat á verðmæti vörumerkja er leitast við að meta hversu mikil viðskipti við fyrirtæki megi rekja beint til jákvæðrar ímyndar vöru- merkisins í augum neytenda. Talið er að neytendur láti vörumerki ráða mismiklu um kaupákvarðanir sínar, í ákveðnum geirum ræður vöru- merkið miklu en við kaup á sumum vörum líta neytendur fyrst og fremst til annarra þátta. Til að vera tekið til athugunar hjá Business Week þarf vörumerki að vera metið á yfir einn milljarð Bandaríkjadala (70 milljarðar króna), vera með meira en þriðjung starfsemi sinnar utan heimalands og upplýsingar um fjárhag þurfa að vera aðgengilegar almenningi. ■ DÓMSMÁL Fanta Sillah, sem var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm ára fangelsi fyrir innflutn- ing á um 5034 e-töflum, var synj- að um hæli í Þýskalandi þegar hún var tvítug. Fingrafaraskýrslur sýna fram á að Fanta, sem er 26 ára og frá Sierra Leone, hafi sótt um hæli undir nafninu Howa Willyams og þótti dómnum ekki auka á trúverðugleika Fanta að hún hafi ekki sagt rétt til um hvernig hún komst til Hollands frá Afríku. Við komu Fanta til Keflavíkur- flugvallar lenti hún í úrtaki toll- varða sem fundu fíkniefni saum- uð í botn bakpoka sem hún var með. En tollverðirnir undruðu sig á hversu þungur pokinn var eftir að hann hafði verið tæmdur. Fanta segist vera vændis- kona og hafi komið hingað til land til að hitta mann að nafni Mike en honum hafi hún kynnst í Frakklandi í gegnum vinkonu sína. Vinkonan sem er búsett í Frakkalandi hafi síðar skipulagt ferð svo þau gætu hist á ný áður en að sæist á henni að hún væri barnshafandi. Fanta býr í Hollandi en segist oft hafa ferðast til Parísar sem dómnum þótti ótrúverðugt þar sem hún gat ekki lýst staðháttum þar né hvar franska vinkona hennar væri búsett. Þá þykir ótrú- verðug skýring hennar á tilkomu bakpokans sem hún segist hafa fengið hjá vinkonu sinni. Sjálf bað hún um bakpokann sem var engin leið fyrir vinkonu hennar að vita fyrir. Þá hafi vinkona hennar ekki haft tækifæri né tíma til að koma fíkniefnunum fyrir án hennar vit- neskju þar sem þær dvöldu saman í stuttan tíma í lítilli íbúð. Í heildina þótti dómnum fram- burður Fanta ótrúverðugur þó hann hafi verið staðfastur og því ekki hægt að álykta annað en að hún hafi sjálf komið fíkniefnun- um fyrir eða haft vitneskju um að einhver annar hefði gert það. Við ákvörðun refsingar var miðað við að Fanta hafi einungis verið burðardýr. Þá er ekki vit- að til að hún hafi áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Hins vegar var ekki hægt að horfa fram hjá eðli og alvarleika brotsins. Að auki ætti hún sér engar málsbætur. hrs@frettabladid.is ■ VIÐSKIPTI Á að setja rússíbana í Laugardalinn? Spurning dagsins í dag: Ætti að gera Austurstræti að göngu- götu á ný? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 37% 63% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ÚTI FYRIR STRÖNDUM GRÆNLANDS Vel er hægt að merkja meiri bráðnun íss nú en áður. Ískönnunarflug: Talsvert ísrek fyrir vestan HAFÍS Meira er af hafís úti fyrir ströndum Vestfjarða nú en venju- lega á þessum tíma árs og eru ís- flekarnir næstum 50 sjómílur frá Straumnesi. Þór Jakobsson veður- fræðingur segir líkur á að vindar beri ísinn enn nær Vestfjörðum á næstu dögum og vikum en tals- verð skipaumferð er fyrir Vest- fjörðum og biður hann sjómenn að hafa varann á. Segir hann að vel megi merkja breytingar vegna loftslagsbreytinga undafarin ár og hefur verið mun meiri bráðnun við strendur Grænlands en hér áður fyrr. ■ BORGARRÁÐ „Fagleg úttekt starfs- hóps á vegum borgarinnar liggur fyrir og niðurstaða hans er að það eru mun fleiri bensínstöðvar í Reykjavík en í erlendum borgum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Borgarráð samþykkti í gær leyfi til byggingar sjálfsaf- greiðslubensínstöðvar Essó við söluturninn Staldrið í Breiðholti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er engin ástæða til þess að fjölga bensínstöðvum í byggð- um hverfum borgarinnar nema þá til þess að auka samkeppnina og hleypa nýjum aðilum inn á mark- aðinn,“ segir Guðlaugur sem telur yfirlýsingar um markmið Reykja- víkurlistans að fjölga bensín- stöðvum síður en svo góðar frétt- ir fyrir borgarbúa. „Eðli starf- seminnar er þannig að hún verður seint til prýði.“ „Sjálfsafgreiðslustöðvar eru að bjóða ódýrara bensín en verið hefur og borgaryfirvöld í Reykja- vík vilja fyrir sitt leyti auka sam- keppni í borginni,“ segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgar- ráðs. „Með fleiri slíkum stöðvum gætu borgarbúar fengið ódýrara bensín en verið hefur.“ ■ ■ EVRÓPA ENN GREINIST KÚARIÐA Fimm ára kýr í Tékklandi greindist með kúariðu. Þetta er þrettánda tilfelli sjúkdómsins sem greinst hefur í Tékklandi. Alls hafa verið gerðar rannsóknir á um 600.000 kúm til að athuga hvort þær hafi smitast af sjúkdómnum. REKNIR ÚR LANDI 27 af 37 Afríku- mönnum, sem komu til Ítalíu með þýska skipinu Cap Amadur, hefur verið vísað úr landi. Yfirvöld á Ítalíu segja komu Afríkubúanna til landsins vera tilraun til ólög- legra búflutninga. GÓÐ AFKOMA AMAZON Netbóka- búðin Amazon skilaði hagnaði fjórða ársfjórðunginn í röð. Við þessar fréttir hækkuðu bréf í fé- laginu lítillega en búist hafði ver- ið við örlítið betri afkomu en raunin varð. MEIRI GRÓÐI MICROSOFT Hug- búnaðarfyrirtækið Microsoft heldur áfram að skapa eigendum sínum gróða. Hagnaður félagsins á öðrum árfsjórðungi nam nálægt tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. TRUKKAFRAMLEIÐANDI BREGST VÆNTINGUM Hagnaður Caterpill- ar, sem þekktast er fyrir að fram- leiða stórvirkar vinnuvélar, var ríflega 30 milljarðar króna á síð- ustu þremur mánuðum. Gengi bréfa félagsins lækkaði við þessi tíðindi þar sem búist hafði verið við meiri gróða. Matarvenjur Norðurlandabúa: Ólíkt mataræði MATARÆÐI Norðmenn eru reglu- samastir, Svíar nútímalegastir, Finnar fastheldnastir og Danir fé- lagslyndastir samkvæmt nýrri könnun sem gerð hefur verið á matarvenjum Norðurlandabúa. Þar kemur fram að mataræði þjóðanna er fremur ólíkt en al- gengt er alls staðar að morgun- matinn borði flestir einir síns liðs, hádegismatinn yfirleitt með starfsfélögum og flestir borða kvöldmatinn með fjölskyldu og vinum. Ísland var ekki með í könnuninni. ■ STALDRIÐ Bygging sjálfsafgreiðslubensínstöðvar við söluturninn Staldrið var samþykkt í borgarráði í gær. Sjálfstæðismenn gagnrýna bygginguna og segja nógu margar bensínstöðvar í Reykjavík. Bygging nýrrar sjálfsafgreiðslubensínstöðvar gagnrýnd: Fjölgun bensínstöðva óþörf VERÐMÆTASTA VÖRUMERKIÐ Þeir eru fáir í heiminum sem ekki þekkja vörumerkið Coca Cola. TÍU VERÐMÆTUSTU VÖRU- MERKI HEIMS: (í milljörðum króna) 1. Coca Cola 4.780 2. Microsoft 4.360 3. IBM 3.820 4. GE 3.130 5. Intel 2.380 6. Disney 1.930 7. McDonald’s 1.780 8. Nokia 1.710 9. Toyota 1.610 10. Marlboro 1.570 FANTA SILLAH MÆTTI EKKI Í DÓMSAL Í GÆR Fanta liggur á sjúkrahúsi vegna veikinda á meðgöngu og gat því ekki mætt í dómsal þeg- ar dómur var kveðinn upp. GUÐMUNDUR B. ÓLAFSSON Guðmundur, verj- andi Fanta, bjóst við sýknu og þótti fimm ára dómur sem Fanta fékk þungur. Var synjað um hæli í Þýskalandi Framburður Fanta Sillah, sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir e- töflusmygl, þótti ótrúverðugur á margan hátt. Hún hafði áður sótt um hæli í Þýskalandi undir fölsku nafni en verið synjað. M YN D /K AT TH O LT EINN KETTLINGANNA Kettirnir sem fundust matar- og vatnslausir í húsbíl á Kjalarnesi fyrr í vikunni dvelja nú í Kattholti. Eigendur yfirgefinna katta: Kærðir til lögreglu DÝRAVERND Eigendur þrettán katta sem fundust matar- og vatnslausir í húsbíl á Kjalarnesi fyrr í þessari viku hafa verið kærðir til lögreglu fyrir brot á dýraverndunarlögum. Brot á lögunum geta varðað allt að tveggja ára fangelsi ef um stór- fellt eða ítrekað brot er að ræða. Umhverfisstofnun og héraðs- dýralæknir munu komast að sam- eiginlegri niðurstöðu um hvað gera eigi við dýrin til þess að þeim líði vel til framtíðar en þau dvelja nú í Kattholti. ■ Flugfélag Íslands: Verðhækkun FLUGFARGJÖLD Almenn fargjöld Flugfélags Íslands í innanlands- flugi hækka um þrjú prósent að meðaltali 2. ágúst. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins, segir miklar hækkanir á eldsneyti hafi valdið verulegum hækkunum á kostnaði félagsins. Jón segir hækkanir flugfélagsins þær fyrstu um tveggja ára skeið. Bíða hafi átt þar til olíuverð lækkaði en ekkert útlit sé til þess. „Við get- um ekki setið lengur og verðum að láta undan þessu,“ segir Jón Hækkun fargjaldanna nemur um 200 krónum að meðaltali en netfargjöld verða áfram óháð fastri verðskrá flugfélagsins. ■ 04-05 23.7.2004 21:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.