Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 46
Eiríkur rauði og Leifur Eiríks í þríundarsöng 34 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR …fær Te & kaffi fyrir gott kaffi í 20 ár. HRÓSIÐ Kabarettinn Cuckoos hefur verið að gera það gott á veitingastaðn- um Kaffi Reykjavík að undan- förnu en þar stíga á stokk marg- ir af efnilegustu skemmtikröft- um þjóðarinnar. „Ég stofnaði nýlega fyrirtæki með tveimur vinum mínum og við erum nú farnir á fullt skrið með að framleiða skemmtanir og vinnum einnig eins og umboðs- skrifstofa fyrir skemmtana- höld,“ segir leikarinn Erlendur Eiríksson, sem margir þekkja úr uppsetningu Vesturportsins á Rómeó og Júlíu, en hið nýstofn- aða fyrirtæki hans heitir Mid Atlantic entertainment and management. Kabarettinn er jómfrúarverk- efni fyrirtækisins og jafnframt fyrsta leikstjórnarverkefni Er- lends. „Við stílum sýninguna inn á ferðafólk og miðað við aðsóknina virðist hafa vantað eitthvað ann- að að gera fyrir útlendinga í Reykjavík en að fara í sund. Ís- lendingar hafa þó líka komið mikið til að horfa að undanförnu og það er gaman að finna hvað þetta leggst vel í fólk,“ segir Erlendur en kabarettsýningin er blanda af sólólögum, syrpum, göldrum og uppistandi. „Við byggjum sýninguna upp á óvæntri atburðarrás og þetta er svolítið eins og hjá gauknum sem skýst út úr klukkunni á klukku- tíma fresti með söng og sprelli,“ segir Erlendur. „Hópurinn hefur líka skapað í sameiningu fjöld- ann allan af skrautlegum karakt- erum sem keppast við að koma fram,“ en meðal þeirra karakt- era sem þvælast inn í kabarett- inn er allt frá stefnumótaleið- beinanda til Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar sem taka saman nú- tíma þríundarsöng. ■ SKEMMTUN CUCKOOS KABARETTINN ■ Erlendur Eiríksson leikstýrir hæfileika- fólki í sýningu sem slegið hefur í gegn í sumar á Kaffi Reykjavík. CUCKOOS KABARETTINN Bjarni töframaður fer á kostum í sýningunni en hann skipar kabarettinn ásamt Soffíu Karlsdóttur, Brynju Valdísi Gísladóttur og Sigurjóni Brink en Pálmi Sigurhjartarson sér um tónlistarstjórn. Verslaðu hjá okkur fyrir 790.- verð frá flíspeysa-dömu útileguna ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN Jesus Boomerang Jackson stóð við útsýnisskífuna í Kömbunum, horfði yfir Suðurlandsundirlendið. Hann var stuttklipptur, stífrakaður, gler- augnalaus, að öllu leyti í þversögn við eigið nafn. Á þeim fimmtán árum sem hann hafði verið farar- stjóri höfðu dunið á honum mörg þúsund sjálfstæðar skoðanir fólks og athugasemdir en engin þeirra var þess virði að leggja á minnið. Hann neitaði að hugsa um þær, lagði mikið á sig að þykjast ekki taka eftir þeim. Á hinn bóginn mundi hann vel þær þúsundir heimskulegra spurn- inga sem hann, starf síns vegna, hafði reynt að svara viðskiptavin- um sínum: Fimmtugur Þjóðverji spurði hvort það væri virkilega framleiddur álpappír í álverinu og dró það um leið í efa vegna þess að hann hafði heyrt því fleygt að það væru engin tré á Íslandi (þetta var þýðingarmisskilningur), færeysk- ur húmoristi vildi vita hvort Víkur- prjónn byði upp á sokka með tveimur götum en sá samt ekki sjálfur hversu góð spurningin var í raun og veru (er gat inn og gat út tvö göt) og kona í efra Breiðholti velti fyrir sér hvort það væri eitt- hvert vit í að kaupa gleraugu á góðu verði ef þjóðfélaginu þætti þau ljót og ósexí. Jesus Boomerang Jackson fararstjóri hafði engin svör en hann naut þess að velta spurningum fyrir sér. Hann elskaði spurningar jafnmikið og hann hataði svör, frekjulega ákveðnar skoðanir, fruntalega sannfæringu og allar setningar sem byrja á; ég skal segja þér … Hann horfði yfir Suðurland þar sem Vestmannaeyjar húktu úti fyrir ströndinni eins og varamaður, snyrtileg fjöllin og smekklega gróðurlaust landið og gufuna í Hveragerði sem prumpaðist píku- lega upp í loftið. Jesus brosti, varp- aði öndinni léttar og sá Halldór Laxness fyrir sér, allsberan, hlaup- andi um, felandi sig í gróðurhús- um, hoppandi ofan í skurði, stökkvandi á hestamenn. Ímyndun- araflið er besti vinur fararstjórans. Höfundur notast ekki við spurning- armerki af persónulegum ástæð- um. SPURNING UM GLERAUGU ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR „Hann var stuttklipptur, stífrakaður, gleraugnalaus, að öllu leyti í þversögn við eigið nafn.“ ■ Lárétt: 1 jörð, 5 slæm, 6 rykkorn, 7 sjá á dönsku, 8 vissa, 9 forma, 10 á fæti, 12 drykkjartegund, 13 rit, 15 óreiða, 16 tunnan, 18 andstreymi. Lóðrétt: 1 veiðiskip, 2 sagt á spáni, 3 tveir eins, 4 uppáklædd, 6 norrænn kynstofn, 8 sprengiefni, 11 fugl, 14 ílát, 17 átt. LAUSN: Lárétt:1fold, 5ill, 6ar, 7se, 8trú, 9 sníð, 10il, 12tab, 13bók, 15rú, 16 áman, 18raun. Lóðrétt: 1fiskibát, 2ole, 3ll, 4prúðbúin, 6aríar, 8tnt, 11lóm, 14kar, 17na. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jónas Garðarsson. 21. júní. Bruce Willis. RO B ER T JA C KS O N 46-47 (34-35) Fólk 23.7.2004 20:36 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.