Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 32
Ragnheiður Gröndal, söngkona í Black Coffee: Hrá orka Davíð Þór Jónsson píanóleikari: Þor og hugrekkiDjass í sinni fjölbreyttustu myndhefur orðið æ vinsælli kostur þeg- ar kemur að tónleikaflóru Íslands á undanförnum misserum. Ungir og framúrskarandi djassleikarar virðast spretta upp eins og gorkúlur og senda frá sér af- bragðs tónsmíðar sem falla æ meira í kramið hjá landsmönnum. Ásókn í djassdeild FÍH-skólans fer vaxandi og færri komast að en vilja. En djassáhuginn er síst nýr af nálinni meðal Íslendinga. „Áhugi á íslenskum djassi hef- ur farið vaxandi síðan 1946 að ís- lenskur drengur, Gunnar Orms- lev, þá átján ára, kom til Íslands með íslenskri móður sinni, en fað- ir hans var danskur. Sem betur fer varð hann innlyksa hér og hafði forystu um að gera íslensk- an djass að djassi á heimsmæli- kvarða,“ segir djassgagnrýnand- inn Vernharður Linnet, aðspurður um aukinn djassáhuga ungra Ís- lendinga. „Staðreyndin er sú að á árun- um 1947 og framundir 1960 voru íslenskir djassleikarar gjaldgeng- ir hvar sem var í Evrópu, en á rokktímanum átti djass mjög í vök að verjast og á Bítlatímabil- inu var blásturshljóðfærum nán- ast útrýmt og ekkert notað nema gítarar. Djassinn kom svo aftur af fullum krafti 1977 þegar Guð- mundur Ingólfsson kom heim frá Noregi og fór að spila djass þrjú kvöld í viku. Þá fór Djassvakning að flytja inn erlenda djassleikara og á næsta tíu ára tímabili komu hingað fleiri frægir djassleikarar en nokkurn tímann fyrr eða síðar. Þá voru hér stærstu stjörnur djassins með tónleika þrisvar, fjórum sinnum á ári; meðal þeirra, Art Blakey, Lionel Hampton, Benny Goodman, Oscar Peterson, Stan Getz, Nils-Henning Ørsted Pedersen, Chet Baker, Dizzy Gillespie og fleiri.“ Vernharður segir grundvöll fyrir innflutningi stórstjarna úr djassinum vera allt annan í dag, þar sem framboðið er orðið svo fjölbreytt af annarri tónlist, auk þess sem íslenskir djassleikarar trekki meira að á tónleikum hér- lendis en flestir þeirra útlendu. „Djassinn er á uppleið hjá ungu fólki en ég veit ekki hversu djúpt áhuginn ristir; hvort þar sé um að ræða um ungt fólk sem vill bara hlusta á ungt fólk. Um nokkra hríð hefur aðsókn hjá ungu fólki á hljómleika íslenska djassleikara verið miklu meiri en ef ungir og erlendir djassleikarar koma í heimsókn. Menn eru alltaf í sínum hópum og vilja hlusta á sitt fólk. Þannig er það í öllum listum og öllu í veröldinni. Djass er heldur ekki vinsældartónlist eins og hún var fram að seinni heimsstyrjöld þegar hún var hluti af popptónlist síns tíma. Heimurinn er orðinn svo hraðgengur og allt er vinsælt í einu, en djassinn hefur alltaf átt mjög sterkan kjarna hér á Íslandi og íslenska djassþjóðin verið mjög þrautseigur hópur.“ thordis@frettabladid.is 20 24. júlí 2004 LAUGARDAGUR Af hverju féllstu fyrir djassinum? Ég ákvað ungur að verða tónlistarmað- ur og fókusaði fyrst og fremst á að geta spilað eftir eyranu. Sá vettvangur leiddi mig inn á brautir djassins og tónlistin höfðaði sterkt til mín. Hvernig djass hlustarðu á? Ég hef reyndar ekki sett djassplötu á fóninn í langan tíma og er ekki eins sokkinn og ég var áður. Er meira í því að innbyrða aðra stíla og stefnur í víð- ara samhengi. Er afar hrifinn af „stera- djassi“ og miklum látum. Líka dixie- land. Væri til í að blanda saman nýju efni og eldgömlu; dixieland, lúðrasveit, frjálsum djassi og pönki. Hver er besta djassplata allra tíma? Það kemur óneitanlega ein plata upp í hugann, en ekki fyrir það að hún sé full af stórkostlegum tónsmíðum. Þetta er stemningsplata sem situr í manni; Kind of Blue með Miles Davis. Maður dettur inn í einhvern gír meðan á hlustun hennar stendur og dvelur þar allt til enda. Er eitthvað sem einkennir íslenskan djass? Það sem einkennir sjálfan mig og mína, auk þess þá sem ég hef kynnst og hlustað á, eru þor og mikið hug- rekki. Hér er engin hræðsla við að spila af fingrum fram og eftir eigin höfði. Íslenskur djass er fjölbreyttur og breiður hópur að gera ólíka hluti, þótt lítill sé. Er djassinn sexí? Já, djass er sexí ef tónlistarmennirnir eru einlægir og tilgerðarlausir, koma hreint til dyra og spila frá hjartanu. Djass á að snerta við fólki og ná til allra, en aldrei að vera eigingjörn sköpun í eigin af- markaða horni. Af hverju féllstu fyrir djassinum? Þessu var dálítið troðið upp á mig. Foreldrar mínir hlustuðu mikið á djass og tónlistin varð hluti af um- hverfi uppeldisins. Ég hafði strax mikið dálæti á djasssöngkonunum og hóf mikla hlustun á þær, enda all- ar undantekningarlaust góðar, bæði tæknilega og túlkunarlega séð. Þá er djass bæði lifandi og skemmtileg tónlist. Í honum er lítið um beinar endurtekningar og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Mér finnst spuninn mjög heillandi. Hvernig djass á helst upp á pall- borðið hjá þér? Ég fíla allan djass en í mestu uppá- haldi eru gamlir standardar. Þeir eiga mestu ítökin í mér og ég syng mest slíkan djass sjálf. Framúrstefnulegur djass höfðar líka til mín, en verð að nefna Charlie Parker, John Coltrane og Cole Porter sem helstu eftirlætin. Hver er þinn mesti áhrifavaldur? Nancy Wilson, Sarah Vaughan, Billie Holiday, Ella Fitzgerald, Diana Krall og Aretha Franklin, þótt hún sé þekktust fyrir soul-tónlist. Aretha hef- ur sungið helling af djass- og blúslögum og gerir það frábærlega. Hver er besta djassplata allra tíma? Verð að segja Kind of Blue með Miles Davis og A Love Supreme með John Coltrane. Þetta er djass sem nær til allra. Er eitthvað sem einkennir íslenskan djass? Íslenskur djass er ansi ferskur og frumlegur í öllum samanburði. Við eigum svo marga frábæra spilara sem fást við spennandi og mis- munandi hluti. Hljótum að vera talsvert orginal miðað við íslenska frumkraftinn sem blandast djass- hefðum úr ýmsum áttum. Við kom- um klárlega sterk út. Er djassinn sexí? Já, það er einhver hrá orka í djassinum og ekki síst í latín-djassi, sem er meira taumlaus. Af hverju telurðu ungt fólk hafa vax- andi áhuga á djassi? Ég held það sé að mörgu leyti FÍH- skólanum að þakka. Þaðan eru út- skrifaðir margir og góðir djass- spilarar. Maður finnur ákveðna vakningu hjá unga fólkinu, það byrjar að tékka á þessu því vinirnir eru að hlusta, eða þá þekkja tón- listarmennina. Í það minnsta er mikið að gera í djassinum. Það vantar ekki. Djass hefur átt sífellt meiri vinsældum að fagna með- al ungs fólks á Íslandi og bætist þá við dyggan hóp eldri djassáhugamanna. Djasstónleikar trekkja að út að dyrum og svalur djass heyrist æ oftar út um opnar svaladyr landsmanna. Helgarútgáfan tók hús á nokkrum af heitustu djassleikurum ungu kynslóðar- innar og einnig Vernharði Linnet djassgeggjara. Djass á heims- mælikvarða Jóel Pálsson - Klif Klif er ein af betri íslenskum djassplötum sem út hafa komið. Jóel er þroskaður listamaður sem unnið hefur gífurlega vel að sinni list. Þetta er ekki plata sem maður setur á fóninn í partíum heldur tónlist sem krefst hlustunar, gaumgæfi- legrar athygli og tíma. Frábærar lagasmíðar og allt frumsamið af Jóel sjálfum. Óskar og Ómar Guðjónssynir - Varmaland Mjög falleg og melódísk plata sem fer vel á að spila í góðum samkvæmum. Afar ljúf og passar vel við kertaljós og rómantík. Næm túlkun og eyra fyrir laglínum er áberandi og kemur aðeins á óvart. Allt frumsamið af Ómari og hljóðfæraleikur Óskars er frábær. Davíð Þór Jónsson - Rask Gífurlega misjöfn plata. Frábærir ópusar innan um allskonar drasl. Davíð er frábær píanisti, en fer stundum heldur um víðan völl og því er plat- an ekki nógu heilsteypt. Davíð á eflaust eftir að verða einn af þeim stærstu á Norðurlöndum og það skilar sér þegar hann vill á plötunni, því þar glitrar á gimsteina í öskustónni. Jagúar - Get the funk out Samúel Jón er auðvitað fönkari og ég get ekkert sagt um Jagúar nema að þetta er rosaleg stuð- hljómsveit. Aftur á móti tókst Samúeli einstaklega vel upp að útsetja tónlist Tómasar R. Einarssonar sem hann flutti með stórsveit sinni á Listahátíð. Það er von á plötu frá þeim tónleikum og verður spennandi að hlusta á. Ragnheiður Gröndal - Ragnheiður Gröndal Ragnheiður syngur á þessari plötu standarda sem söngkonur á borð við Ellu Fitzgerald og Sarah Vaug- han hafa sungið. Hún er ung og enn í námi. Maður bíður eftir að hún skapi sinn eigin stíl og fari að syngja sína eigin tónlist. Er efnileg og skemmtileg á tónleikum en á margt ólært. PLÖTUDÓMAR VERNHARÐS LINNET FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 32-33 (20-21) helgarefni 23.7.2004 18:57 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.