Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 24.07.2004, Blaðsíða 41
 *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Þegar þú kaupir stafræna myndavél færð þú128 MB minniskort með fyrir aðeins 995,- Venjulegt verð er 7.995,- Þú sparar 7.000,- DSC-P73/S 4.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.299 krónur í 12 mánuði* eða 39.588 krónur DSC-P93 5.1 milljón pixlar PictBridge (USB Direct Print) MPEG Movie VX með hljóði 3.799 krónur í 12 mánuði* eða 45.588 krónur DSC-W12 5.1 milljón pixlar - effective Super HAD CCD 2.5" litaskjár (123K upplausn) Leðurtaska og aukarafhlaða fylgja 4.799 krónur í 12 mánuði* eða 57.588 krónur Opið alla helgina Í fyrra nam aukningin á stafrænum myndavélum um 71% milli ára. Af einstökum framleiðendum er Sony með mestu markaðshlutdeildina.** **Samkvæmt úttekt greiningarfyrirtækisins IDC -fást í Kringlunni 29LAUGARDAGUR 24. júlí 2004 BACHSVEITIN Í SKÁLHOLTI Í dag hefst fjórða tónleikahelgi Sumartónleikanna í Skálholti. Staðartónskáldið að þessu sinni er Elín Gunnlaugsdóttir og mun kammerhópurinn Camerartica flytja verk eftir hana klukkan 15 í Skálholtskirkju. Einnig mun Bachsveitin leika á tónleikum í kirkjunni klukkan 17. Bandaríkjamenn þurfa ekki leng- ur að herða sultarólina til að eiga fyrir brjóstastækkun eða fitusogi. Þeir geta gengið í herinn og feng- ið útlitsdraumana uppfyllta ókeypis þar sem bandaríski her- inn býður nú upp á lýtalækningar án endugjalds. Læknar hersins framkvæmdu 496 brjóstastækk- anir og 1361 fitusogsaðgerðir á hermönnum og fjölskyldum þeirra á tímabilinu 2000 til 2003 samkvæmt spænska blaðinu El Pais. Í yfirlýsingu frá hernum er sagt að læknar hersins þurfi að æfa sig á einhverjum til að prófa og þróa nýjar aðferðir í lýtalækn- ingum þó svo aðgerðirnar séu að sjálfsögðu á kostnað bandarískra skattgreiðenda. Allir sem eru í hernum geta notfært sér þjónust- una svo framarlega sem þeir fá frí frá störfum á meðan á aðgerð- inni stendur. Ekki er vitað hvort þetta hafi almennt leitt til þess að fólki finnist bandarískir hermenn vera myndarlegri. ■ Bandarísku slúðurblöðin halda þvínú fram að Jennifer Garner og Ben Affleck séu að slá sér upp saman. Til þeirra hefur sést á veitingastöðum í Vancouver, Kanada. Þar er Garner við tökur á nýjustu mynd sinni, Monst- er-in-Law, en svo skemmtilega vill til að mótleikkona hennar þar er Jenni- fer Lopez. Borgarbúar hafa séð til þeirra haldast í hendur og kyssast en talsmenn leikaranna neita því að þau eigi í ástarævintýri. Garner hætti ný- verið með Michael Vartan, mótleik- ara sínum í Alias-þáttunum. Leikarinn Jack Nicholson reynir núað kaupa landareign félaga síns Marlon Brando í Los Angeles. Þeir voru nágrannar í H o l l y w o o d - hæðum en frá húsi Brando mátti horfa yfir l a n d a r e i g n N i c h o l s o n . Hann óttast nú um einkalíf sitt, þar sem hann getur ekki verið viss um að næsti nágranni verði jafn góður félagi og Brando. Því reynir hann hvað hann getur til þess að kaupa húsið, og landareign Brando, sjálfur. Cameron Diaz er á leið í réttarsal-inn eftir að hún kærði ljósmynd- ara sem tók myndir af henni á brjóst- unum fyrir tilraun til fjárkúgunar. Leikkonan hefur verið að reyna koma málinu fyrir rétt þar sem hún heldur því fram að maðurinn hafi fyrst falsað undir- skrift hennar og svo hótað að birta myndirnar nema að hún „keypti“ þær af sér fyrir um milljón dollara. Myndirnar voru teknar fyrir mörgum árum, áður en Cameron varð fræg leikkona. Justin Timberlake íhugar nú mál-sókn gegn breska dagblaðinu News of the World fyrir að birta grein þar sem því er hald- ið fram að hann hafi haldið fram hjá kærustu sinni, Cameron Diaz, með bresku fyrirsæt- unni Lucy Clarkson. Í greininni var talað við fyrirsætuna þar sem hún greindi frá stuttu ástar- ævintýri þeirra í einni af ferðum kap- pans til London. Eitthvað hefur þetta hreyft við Timberlake því hann leitar nú réttar síns. Hann þverneitar því að hann hafi átt vingott við Clarkson, sem er þekktust fyrir að pósa sem tölvuleikjahetjan Lara Croft. Linda Ronstadt, sem fékkreisupassann hjá Alladdin-hótel- inu í Las Vegas fyrir að hæla mynd Michaels Moore, fær víst að mæta aftur til vinnu í haust. Umboðsmaður hennar náði samningum að nýju við eigendur hótelsins sem samþykktu að taka við henni aftur eftir allt fjöl- miðlafárið sem fylgdi í kjölfar brott- rekstursins. Svo gæti meira að segja farið að Michael Moore sjálfur stígi upp á svið með henni og takið lagið. HERMENN Bandaríkjaher býður upp á útlitsbreytingu. Bandarískir hermenn geta komist í ókeypis lýtaaðgerðir. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Fitusog og föðurlandsást FRÉTTIR AF FÓLKI 40-41 (28-29) Skrípó 23.7.2004 19:54 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.