Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 1
íwomLOFri£s»?l VEITINGABÚD „Hótel Loftleiöir" er nýjung i hótel- rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót- um vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð — ogopiðfyrir allar aldir! BÝÐUR NOKKUR BETUR! 440 lend- ingar frd því gosið hófst í gær var unnid að því af kappi í Vestmannaeyjum að koma fyrir úðunarútbúnaði á varnargarðinum,sem á að varna því,að hraunið fari yfir fleiri hús. Hraunið var í gær farið að leggjast upp að garðinum eins og sézf til vinstri á myndinni. Takið eftir húsþakinu neðst til hægri á myndinni. (Tímamynd:Róbert) Áætlanir um að aðeins 200 manns verði í Eyjum KJ— Reykjavik, Af hálfu Almánnavarna er nú verið að vinna að skipulagi á áframhald- andi starfsemi á lang- timagrundvelli i Vest- mannaeyjum, sagði Guðjón Petersen starfs- maður Almannavarna i viðtali við Timann i gær. Guðjón sagði, að i gær hefðu verið um 430 manns j Eyjum. Reiknað væri með að um 400 manns þyrftu að vera þar fyrst um sinn til að sinna nauðsyn- legustu verkefnum, en þegar búið væri að styrkja þök og tappa af hitakerfum húsa, væri reiknað meði að nóg væri að hafa 200 manns að staðaldri í Eyjum. Allt færi þetta þó eftir þvi, hver fram- vinda gossins yrði. Askan á haf út Samkvæmt upplýsingum þeim, sem Timinn aflaði sér i gær, þá var nokkuð öskugos i gignum i gær, en áttin var norðlæg, og barst askan á haf út. Gott veður var i Eyjum að öðru leyti, sólskin og bjart yfir. Heldur hefur ástandið varðandi eiturgufurnar skánað, en hættu- svæðið er það sama og áður. Eru eiturgururnar fyrir ofan hættu- mörkin, og þvi ekki hægt að vinna neitt á sumum svæðum i bænum. Betur einangruð en þau islenzku Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn af fjórum sendimönnum, sem skoðað hafa tilbúin hús i Noregi, Sviþjóð, Dan- mörku og Finnlandi að undan- förnu, er kominn heim úr ferð sinni, og mun gefa yfirvöldum upplýsingar um húsin, sem skoð- uð voru. Hinir sendinefndar- mennirnir þrir eru enn erlendis, og koma heima á miðvikudag. Guðmundur sagði i stuttu við- tali við Timann i gær, að hann teldi að sendinefndin hefði séð hús sem til greina gæti komið að flytja hingað. Sagði hann að hús þessi væru betur einangruð en al- mennt gerðist hér, en gera þyrfti sérstakar ráðstafanir, til að húsin stæðust þá veðurhæð, sem hér væri krafizt. KJ — Rcykjavik.Gifurleg flug- umferð hefur verið til Vest- mannaeyja, frá þvi gosið á Heimaey hófst. Samkvæmt upplýsingum frá flugturninum i Eyjum hafa verið skráðar 440 lendingar þar á þeim mánuði frá þvi náttúruhamfarirnar hófust. 1 þvi sambandi er rétt að geta þess, að marga daga hefur flug- völlurinn verið alveg lokaður, og aðra daga hefur hann aðeins verið opinn stund og stund. I gær voru tuttugu lendingar- á vellinum frá þvi um morguninn og fram til klukkan sex. Fragt- flugsvélin, sem oft hefur lent i Eyjum að undanförnu, þegar aðrar flugvélar hafa ekki lent*fór þrjár ferðir til Eyja i gær, og Herkules flugvélar fóru sex ferðir. Þá fór Flugfélagið tvær ferðir til Eyja, en hinar vélarnar sem lentu á Eyjaflugvellinum i gær voru minni vélar. Rafvirkjar stofna samvinnufélag: Fyrsta framleiðslusam- vinnufélagið hér á landi NÝTT SAMVINNUFÉ- LaG var stofnað í Rv/k s.l. fimmtudagskvöld. Nefnist það Fram- leiðslusamvinnufélag raf- virkja og er tilgangur þess að annast raflagnir, reka rafmagnsverkstæði, við- gerðir á raftækjum og annast hvers konar þjónustu, sem tilheyrir verksviði rafvirkja. Undirbúningur félags- stofnunarinnar hófst haustið 1971, en verulegur skriður komst á málið s.l. haust er rafvirkjar áttu í löngu verkfalli. 23 manns voru á stofnfundinum, í gær bættust sjö meðlimir í félagið, en þeir sem ganga í það fyrir 15. maí n.k. teljast stofnfélagar. Félagið verður skrásett sam- kvæmt samvinnulögunum og er gert ráð fyrir að rafvirkjarnir fái allan afraksturinn af rekstri fyrirtækisins i samræmi við grundvallarreglur samvinnu- laganna, þannig að innlagðar vinnustundir verði mælikvarði á úthlutun tekjuafgangs. 1 félaginu eru fyrst og fremst sveinar en jafnframt menn, sem hafa meistararéttindi. Félaginu er skipt i tvær deild- ir, rafvirkjadeild og almenna deild. Fyrrnefnda deildin sér um allan rekstur og nýtur alls afraksturs af rekstrinum. Hannes Jónsson, félagsfræð- ingur, samdi samþykktarfyrir- mynd og var rafvirkjunum innan handar um stofnun félagsins. Hann sagði blaðinu, að þótt heimili og varnarþing félagsins væri i Reykjavik, væri starfssvæði þess allt landið, og geta rafvirkjar hvar sem er á landinu gerzt félagsmenn, og reyndar hver sem er i almennu deildinni, þvi vegna ákvæða samvinnulaganna er félagið öllum opið, og eiga þeir sem ekki hafa rafvirkjaréttindi opna leið i almennu deild félagsins. Hvenær félagið hefur verk- lega starfsemi sina er ekki ákveðið enn sem komið er. Hefur það fengið tilboð um kaup á tveimur starfandi fyrir- tækjum og er það mál i athugun. Hannes sagðist vonaiað þær samþykktarfyrirmyndir fyrir framleiðslusamvinnufélög, sem hann samdi fyrir rafvirkjana. væru hentugar sem grund- vallarfyrirmyndir fyrir fram- leiðslufyrirmyndir yfirleitt og sagðist hafa fulla trú á að nú sé Framhald á bls. 27. Gjafar VE talinn ónýtur Ljóst er að Gjafar VE-300, sem strandaöi við Hópsnes aðfaranótt fimmtudags s.l. er mikið skemmdur og er skipið jafnvel talið ónýtt. Menn frá Björgun h.f. komu á strand- stað þegar morguninn eftir að skipið strandaði, en ekki hefur tekizt að mjaka þvi úr stað. Gat eða göt komu á botn skipsins þegar það strandaði og leki að oliugeymum. Það lamdist um i grjótinu i miklu brimi um nóttina og er skips- skrokkurinn illa farinn. A flóði fyllist Gjafar af sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.