Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 22
22 TÍMINN Laugardagur 24. febr. 1973. ,,M. Comte hefur í hinu stóra verki sínu, sem ber nafnið ,,Cours de philo- sophia positive", lagt grundvöll að heimspeki, sem hlýtur loksins að fella endanlega af stalli alla guðfræði og háspeki í hvaða mynd sem er". Það er hinn frægi franski málvísindamaður og hugsuður Littrésem kveður upp þvílíkan dóm, eftir að hafa lesið öndvegisverk Aguste Comtes. Rit þetta kom út í sex bindum á ár- unum 1830-42, og gerði höf- und þess helzta talsmann þeirrar stefnu, sem nefnd hefur verið positivismi eða positiv heimspeki. Þetta orð er fyrst notað af Saint- Simon (1766-1825), en það féll í hlut Comtes að gera það að herópi nýrrar kross- ferðar gegn trúarbrögðum og háspekilegum hugleið- ingum. Positívistar vildu um- fram allt gerast merkisber- ar vísindanna. Hugsun mannsins átti eingöngu að beinast að hagnýtri rannsókn en ekki að gátum, sem engin svör fást við. Heimspeki Aguste Comtes er öll sprottin úr jarðvegi upplýs- ingastefnunnar, og mótuð af up- uppeldi hans og umhverfi. — A nitjándu öldinni fara margir menn að snúa baki við trúar- brögðum og heimspeki og leita á vit visindanna vongóðir um að fá hjá þeim skýr svör við spurning- um sinum. Trúarbrögðin klofn- uðu i óteljandi hópa, sem áttu i stöðugum erjum sin á milli og enginn vildi viðurkenna skoðanir hinna. Heimspekin hafði ekki heldur veitt mönnum nein endan- leg svör við þeim gátum sem hún glimdi við gegnum tiðina. Hún hafði ekki komizt að neinni al- mennt viðurkenndri niðurstöðu. Þvert á móti virtist þeim, sem leituðu til hennar, svörin jafn- mörg og sundurleit og prófessorarnir og heimspeking- arnir. A hinn bóginn virtist mönn- um þá, að visindin hvildu á traustum grunni. voru þau ekki loksins að reisa mannlega þekk- ingu á bjargi? Þó var einn galli á gjöf Njarðar. Vegna sivaxandi þekkingar urðu visindamenn að sérhæfa sig viö þröngt þekkingar- svið. Hver þeirra þekkir öðrum betur eitthvert ákveðið brot visindanna, en enginn myndina alla. Það var nauðsyn að reyna að skapa heild úr öllum þessum brotum. Á liðnum timum höfðu menn leitað slikrar heildarmyndar og tekizt að gera hana að almennri lifsskoðun. Þetta var auövelt meðan þekkingin var fábrotin. En menn voru alltaf að finna ný sannindi og þekkingin varð marg- slungnari. Hver maður varð að einskorða sig við sitt svið og eng- inn einn maður hafði yfirsýn yfir alla þekkingu. Verkefnið, sem Auguste Comte setti sér, var að sameina niður- stöður visindamanna i eina heildarmynd og móta um leið ákveðna lifsstefnu, sem byggðist á visindalegum grunni en hvorki á trú né háspeki. Þessi nýja lifs- stefna var Positivisminn. En hvað er hin jákvæða stefna eða Pósitivismi? Comtes notar orðið i eftirfarandi merkingu: 1) Hið raunverulega i mótsetningu við hugarflug og imyndun. 2) Hið nytsama. — Það sem hefur eitt- hvert gildi fyrir manninn i mót- setningu við það, sem er gildis- laust og þýðingarlaust. 3) Það, sem er öruggt og ekki verður vefengt. 4) Nákvæmni. Það, sem er nákvæmlega framsett. 5) Siðrænt gildi. Það, sem er manninum á einhvern hátt dýr- mætt. II. grein. Aguste Comte er fæddur 19. janúar 1798 i Montpellier, og inn- ritast sextán ára að aldri i Escole Polytechnique i Paris. Úr heima- húsum hafði hann i veganesti kaþólsk lifsviðhorf strangtrúaðra foreldra sinna. Skólinn i Paris var hins vegar mótaður i anda frönsku byltingarinnar. Comte hafnaði fljótlega trúnni, en ekki grundvallar siðalærdómi kirkjunnar. Trú hans varð, ,,trú án guðs”. öll áherzla var lögð á náttúruvisindi stærðfiæði og þjóðfélagsfræði. Vegna áhuga á þjóðfélagsfræðum komst Comte i kynni við Saint-Simon, sem hann fylgdi i fyrstu en snerist siðan gegn. Comte fann hjá sér hvöt til að bæta úr þvi upplausnar- ástandi, sem fylgdi i kjölfar byltingarinnar með heim- spekikerfi, sem sameinaði menn á ný undir eitt merki. Hann vildi endurreisa trú mannsins á skyn- semi sina og getu, — raunar hefja allt mannkyn upp á nýtt og hærra stig. Comte hóf rithöfundarferil sinn og kvæntist skömmu seinna ungri parisarkonu Caroline Messin. Hann flutti fyrirlestra i heimahúsum fyrir litlum hópi valinna manna og setti þar fram skoðanir, sem siðar urðu alþjóða- eign. En tekjurnar voru litlar og hann varð að búa við þröngan kost. Hjónaband hans fór út um þúfur eftir nokkra mánuði, þótt þvi væri ekki slitið formlega, fyrr en fimmtán árum seinna. Comte, tók sér þennan ósigur svo nærri, að hann reyndi að drekkja sér i Signu, en hermaður einn bjargaði honum i land. Um skeið dvaldi hann á geð- veikrahæli. En Comte var samt þeirri gáfu gæddur að geta jafnan snúið mótlæti i ávinning. Hann sótti aftur i sig veðrið og reyndi að efla þrótt sinn með sjálfsögun. Hann hætti alveg að drekka kaffi, gerði lifsvenjur sin- ar einfaldari og sterkari og hóf að rita öndvegisrit sitt, „Cours de philosophie positive”. Hvert bindið rak annað og bækurnar vöktu mikla athygli og höfðu mik- il áhrif. Hann fór að gera sér von- irum betri daga og vonaðist til að sér yrði veitt prófessorsstaða i sögu náttúruvisindanna, eða að minnsta kosti prófessorsstaða i stærðfræði við sinn gamla skóla Escole Polytechnique, en hann var rægður frá báðum þessum stöðum. Arið 1838 gekk Comte aftur i gegnum nýjar andlegar þrengingar. En aftur snýr hann ósigri i ávinning. Hann reyndi sem fyrr að hefja lifsvenjur sinar upp á hærra stig, og sem tákn þess hætti hann alveg að nota tóbak. Hann lauk stórvirki sinu 1842 og beið vongóður eftir sigur- laununum. Þau komu ekki. Hann átti i stöðugum fjárhagsvandræð- um og loks þremur árum seinna, þegar honum þykir sýnt að ekki verði um neina stööuveitingu að ræða bilar geðheilsa hans i þriðja sinn. En i stað þess að láta endan- lega bugast tókst Comtes enn að hefja nýtt lif. Að þessu sinni hætti hann alveg að drekka vin. „Einn af minum heimspekilegu leyndardómum”, skrifar Comte i bréfi til vinar, „er fólginn i al- mennri forskrift, sem er þýðingarmeiri en hún virðist i fljótu bragði: til að festa og auð- velda andlega eða geðræna fram- för ættu menn alltaf að láta hana haldast i hendur við veraldlega framför, helzt i liki bættra lifs- venja”. Þetta nýja lif Comtes eftir 1845 einkenndist af ást hans á ungri stúlku Clotilde de Vaux. öll heim- speki hans tekur nú gagngerðum breytingum. Það er ekki lengur skynsemin, sem á að ráða heldur hjartað. Leyndardómur mann- legs velfarnaðar verður: vive pour autrui”, lifðu fyrir aðra. Comte stofnar „trúarbrögð”, og skirfar nýja fjögurra binda bók. Þessi sérkennilegu trúarbrögð Comtes voru einskonar kaþólska án Krists, trú á manninn án guðs. Hann nefndi þau trúna á hið mannlega. Á efri árum myndaðist um Comte söfnuður og sjálfur leit Comte svo á, að verk hans mörk- uðu upphaf nýs þróunartimabils i sögu mannsins. Hann lézt 5. september 1857. III. grein. Sömu aðferð og notuð er i náttúruvisindum á að nota i allri þekkingarleit mannsins. Hin „dekútíva metóða” raunvisinda- mannsins á að vera algild og al- menn lifsafstaða. Menn eiga að beita henni i þjóðfélagsvisindum og sálarfræði engu siður en t.d. i efnafræði eða liffræði. Málsvarar póstivismans segja, að engin ástæða sé til að ætla að einhver ákveðinn hluti mannlegs veru- leika sé „yfirskilvitlegri” en ann- ar. En i hverju á þá hin visindalega aðferð að vera fólgin? Hvernig á að rannsaka hlut- ina? Og menn geta lika spurt. Á að rannsaka alla hluti? Á að leit- ast við að svara öllum spurning- um? Og ef ekki, hverju á að svara og hvaða spurningum á ekki að svara? Comte hefur skýr og ákveðin svör við þessu. Samkvæmt hinni jákvæðu visindalegu aðferð á ekki að reyna að svara neinum spurningum trúarlegs eðlis. Ekki heldur háspekilegum spurning- um. Ekki neinni spurningu, þar sem spurt er um upprunalegar orsakir, — yfirleitt engri rétt orðaðri spurningu, er hefst á orð- unum: „Hvað er. — „Jákvæð visindi taka ekki afstöðu til neins, sem ekki er hægt að skoða. Hlutverk þeirra er ekki að út- skýra, heldur að lýsa öllu af eins mikilli nákvæmni og unnt er. Þau eiga að rannsaka hið reglubundna innbyrðis ástand hlutanna, eins og við höfum reynslu fyrir þvi. Viss skilyrði skapa alltaf sömu afleiðingu. Og með nákvæmari þekkingu á þessum skilyrðum er hægt að segja fyrir um afleiðing- arnar. Segja fyrir hvað muni ger- ast næst. Þetta er hinn eini sanni tilgangur þekkingarinnar. Kjörorð Comtes var „savoirpour prevoir pour pouvoir”, — að vita, til að sjá fyrir, til að 'geta. Með nákvæmri þekkingu er ekki að- eins hægt að reikna út, hvað muni gerast næst. Það er einnig hægt, þegar aðstæður leyfa, aö stjórna þvi hvað gerist. Menn þurfa ekki lengur segir Comte að halda að sér höndum og vera aðeins áhorf endur, þeir geta gripið inn i þró- unina. Breytt skilyrðunum og þar með afleiðingunum. Tilgangur hinnar jákvæðu þekkingar er þannig, að breyta manninum úr leiksoppi i stjórnanda, láta hann ná valdi yfir lifi sinu og umhverfi. Visindin verða að takmarka sig við það að rannsaka, hvernig hlutirnir gerast, en sleppa öllum vangaveltum um innstu orsakir þeirra. Þar með er ekki sagt, að Comte neiti tilveru þeirra. Og hér skilur með Auguste Comte og David Hume. Þeir eru báðir sammála um það, að visindin eiga ekki að leita orsaka hlutanna, heldur lýsa af- stöðu þeirra, ekki að reyna að skýra fyrirbrigði með þvi að leita að frumorsökum. Hume hélt þvi fram, að visindin ættu ekki að leita þessara orsaka, einfaldlega vegna þess, að þær væru ekki til. Comte er hins vegar samamála Immanuel Kant um það, að fyrir- brigði, sem við skiljum þurfi ekki nauðsynlega að vera raunveru- leiki: — „Das Ding an sich”, hlut- urinn eins og hann er i sjálfu sér. Comtes segir þess vegna ekki, að visindin eigi að neita öllum af- skiptum af frumorsökum, vegna þess að þær séu tómur heilaspuni og ekki til. Comte heldur þvi hins vegar fram, að visindin eigi ekki að spyrja um frumorsakir vegna þess, að menn geta aldrei fengið nein svör við þeim. Og auk þess, segir hann, hafa slikar spurning- ar ekki neitt hagnýtt gildi og bæta á engan hátt stöðu mannsins gagnvart umhverfinu. En öll visindastörf verða að vera nyt- söm að dómi Comtes. „Ég hef djúpa fyrirlitningu”, segir hann, „á visindastörfum, sem ekki er hægt að sjá að geri gagn, beint eða óbeint”. Lýsingin á afstöðu hluta er orð- in að þekkingu, þegar hægt er að setja hana fram, sem almennt lögmál. Þvi almennara gildi sem visindalögmál hafa, þeim mun betri grundvöllur eru þau fyrir önnur visindi. Með þessa reglu i huga reisti Comtes einskonar pýramida visindanna. Neðst er stærðfræðin, þá stjörnufræði, eðlisfræði, efnafræði, liffræði, og loks ný visindi, „sosiologi” eða þjóðfélagsvisindi, en Comte telur sig föður þeirra visinda. Fyrir þessari skiptingu eru bæði sögulegar og rökfræðilegar ástæður. Það er söguleg stað- reynd að öll mannleg fræði byrja jafnan á þvi, sem er einfalt, við- tækt og fjarlægt, og þau enda á þvi, sem er margsluhgið og nálægt og liggur á einhverju þröngu sviði. Og það er rökfræðilega sjálf- sagður hlutur, að fræði, sem byggjast ekki á neinu öðru, koma fyrst og siðast koma þau visindi, sem byggjast á öllum hinum. Stærðfræðin segir Comte er viðtækust vegna þess að hún er takmarkalaus, byggist ekki á reynslu og hún þarf ekki að byggjast á öðrum visindum. Hún er nákvæmust og einföldust vegna þess, að hún fjallar um ein- faldasta þátt hlutanna það er að segja stærð þeirra. Þegar hærra dregur I pýrmidanum þrengist visinda- sviðið og fyrirbrigðin, sem tekin eru til rannsóknar verða færri, en sifellt flóknari og margbreyti- legri. — Stjörnufræði krefst stærðfræðiþekkingar. Eðlisfræði er óhugsandi án þekkingar i stærðfræði og stjörnufærði. Efna- fræðin er háð þessum þremur visindagreinum og liffræðin byggist á efnafræðinni. Félags- visindin, sem standa manninum næst reka lestina. Þau byggjast á rannsóknum allra annarra vis- inda. — PÓSTSENDUM — Hestar í óskilum Að Neðra-Hálsi i Kjós eru i óskilum tveir hestar, fullorðnir, móbrúnn og dökkjarp- ur. — Báðir ómarkaðir. Góöar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.