Tíminn - 24.02.1973, Side 12

Tíminn - 24.02.1973, Side 12
12 TÍMINN Laugardagur 24. febr. 1973. Að fullnaðri formbyltingu tslenzk ljóð 1954-1963. Eftir 45 höfunda. Bókaútgáfa Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Reykjavik 1972. Nú eru liðin f jórtán ár frá þvi að Menningarsjóður gaf út íslenzk ljóð 1944-1953. Sú bók „átti vin- sældum lesenda að fagna”, eins og greint er frá i formála þessa nýja ljóðasafns. Ef leyfist að vitna til persónulegrar reynslu, er mér ljúft að votta hve góður fengur Islenzk ljóð voru dreng innan fermingaraldurs sem átti litinn kost ljóðabóka samtiðar- skálda. Svo munu ýmsir geta vitnað. Þvi er það vonum seinna að Menningarsjóður tekur nú upp þráðinn og sendir á markað sýnisbók næsta tiu ára skeiðs þegar þriðji áratugur frá lýð- veldisstofnun er brátt á enda runninn. Væntaniega verður þeg- ar hafizt handa að velja til sýnis- bókar áranna 1964-1973. Þá hafa menn fengið i hendur viðtækt sýnishorn kveðskapariðkana i landinu um þrjátiu ára skeið. Snið þessa nýja safns er vita- skuld með sama hætti og hins fyrra. Tveir veljenda eru hinir sömu og áður, Gils Guðmundsson og Guðmundur Gislason Hagalin, en Helgi Sæmundsson hefur kom- ið i stað Þórarins Guðnasonar. Skáldin sem Ijóð eiga i bókinni eru nú tveimur fleiri en fyrr: þeim er eins og áður skipað i staf- rófsröð og aftast skrá yfir frum- ort ljóðasöfn þeirra. Af skáldun- um fjörutiu og fimm telst mér til að tuttugu og tvö hafi átt ljóð i fyrri bókinni, sautján gefið út fyrstu bók sina á áratugnum, og sex annaðhvort enga bók sent frá sér á fyrra tiu ára skeiðinu, þótt fyrr væru fram komin, ellegar verið úthýst i fyrra safninu af ein- hverjum sökum. Meðal þeirra sem ekki gáfu út ljóðasöfn á fyrsta áratug eftir lýðveldisstofn- un er Kristmann Guðmundsson sem i bókaskrá er sagður hafa birt einu ljóðabók sina 1955, Kristmannskver. Ekki er það rétt: fyrsta skáldrit Kristmanns, gefið út áður en hann hélt til Noregs, var ljóðabókin Rökkur- söngvar, 1922. Sú villa er og i bókaskrá að bók Jóns Óskars, Söngur i næsta húsi, er sögð hafa komið út 1964: á að vera 1966. Ennfremur kann að vera viliandi, aö taldar eru athugasemdalaust bækur sem að mestu eða öllu leyti eru endurprentanir fyrri ljóða. Þannig er um bækur Jónasar E. Svafárs (Klettabelti fjallkonunn- ar), Kristins Reyrs (Leikrit og ljóð) og Kristjáns frá Djúpalæk (1 vingarðinum ). Sérstöku máli gegnir um Einar Braga sem tvi- vegis hefur gefið út eldri ljóð sin að viðbættum nýjum ljóðum. Bækur skáldanna eru taldar allt til siöasta árs: þó hefur fallið undan bók Braga Sigurjónssonar frá i haust, Páskasnjór. Þegar menn virða fyrir sér ljóðasafn sem þetta.má vitanlega spyrja sem svo hvort nokkur rök séu til að safna saman i bók ljóð- um svo margra skálda, á ýmsum aldri (elzt skáldið er fætt 1886 og hið yngsta 1939) og að þvi skapi ólikra eingöngu vegna þess að þau hafa gefið út ljóðabækur á sama áratug. Að minu viti er þessi hugmynd engan veginn frá- leit út frá þvi sjónarmiði að hér sé ætlunin að kynna mönnum sam- tiðarkveðskap. Þess vegna tel ég rétt og skylt að leggja megin- áherzlu á aö draga fram hvað raunverulega bar til tiðinda i ljóðlistinni á þessum tima. 1 slikri sýnisbók eiga að skipa mest rúm Helgi Sæmundsson fremstu skáld yngri kynslóðar og þau eldri skáld sem sýndu nýja hlið á ljóðagerð sinni á áratugn- um. En hér hefur svo mörgum verið boðið inn fyrir dyr að munur hóla og fjalla verður heldur litill: ljóðasmiðir er næsta fáir lesendur myndu gefa gaum og höfundar sem heyra til liðnum tima skipa of mikið rúm. Að minum dómi er hefðbundn- um skáldskap minni háttar skálda gert of hátt undir höfði i þessari bók i samanburði við höf- unda sem ótvirætt hafa markað djúp spor. Þannig er Guömundi Böðvarssyni ekki ætlað hér meira rúm en Guðmundur Frimann og Guðmundur Ingi Kristjánsson hljóta. Af einhverjum ástæðum vilja veljendur halda á loft bragð- daufum langlokum á borð við írr kvæðum ölvis hnúfu eftir Guð- mund Inga (útþynning á sögu- ljóðum skálda nitjándu aldar) og Kvæðið um Gullinkollu eftir Guð- mund Frimann (sviplitil, upp- flosnuð erótik). Þess er þó skylt að geta að báðir þessir höfundar eiga snotur persónulegri kvæði i bókinni, og hefði orðstir þeirra verið betur borgið með þvi að láta þau duga. Þannig má nefna ýmis dæmi um vafasamt ljóðaval, enda liggur i hlutarins eðli að sitt sýnist hverjum i þessum efnum. Hvað sem liður vali einstakra ljóða, verður sú hugsun áleitin við lestur bókarinnar að veljendur hafi næsta takmarkaðan skilning á hinu ferskasta og djarflegast i nútfmaljóðagerð. Rýrir það vitanlega gildi bókarinnar meira en litið. Eitt gleggsta dæmi þess er hið litilf jörlega rúm sem Hannesi Sigfússyni er ætlað. Hann er þó fortakslaust meðal hinna merkustu og sérstæðustu Gils Guðmundsson samtiðarskálda, en hefur aldrei verið metinn að verðleikum. Ann- að dæmi um ihaldssemi útgef- enda að þessu leyti er val þeirra á ljóðum Hannesar Péturssonar sem skipar veglegan sess i bók- inni eins og vera ber. (Hannes hefur nú gert nokkrar breytingar á annarri ljóðabók sinni, I sumar- dölum, og ekki allar til bóta að minu mati, enda einatt vafasamt að hrófla verulega við alkunnum kvæðum). En úr stund og stöðum hafa verið valin þrjú ljóð úr Röddum á daghvörfum, en ekkert úr ljóðaflokknum Stund einskis, stund alls, sem er i senn nýstár- legasti og áhrifamesti hluti bókarinnar, og formið bendir fram á við til Innlanda. Þessi ljóðaflokkur er ekki lengri en svo að vel hefði mátt taka hann upp BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SENDIBILASTÖDIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR - allan. Fleira mætti tina til sem vitnar um að veljendur halda fram hlut hefðbundins skáldskap- ar á kostnað nútimaljóðlistar: hver sem vill getur gengið úr skugga um það. Stefna útgefenda virðist vera sú að leyfa sem allra flestum að fljóta með, og telja þeir það væntanlega til marks um frjáls- lyndi að taka upp ljóð nokkurra skálda sem aðeins hafa gefið út eina bók: seilast þeir jafnvel til huldumannsins Arnliða Alfgeirs. Er raunar varla von að vinnu- brögð veljenda séu markviss þeg- ar sjónarmið er það eitt að taka upp i bókina „kvæði sem flestra skálda er ort hafa og gefið út i bókum á þessu áraskeiði ljóð at- hyglisverð frá listrænu sjónar- miði”, eins og segir i formála. Þarf verulegt frjálslyndi til að telja allan þennan kveðskap at- hyglisverðan, og er vandséð að sumum þessum skáldum sé greiði Guðmundur Hagalin gerður með þvi að ota ljóðum þeirra fram. En þess er skylt að geta að fyrri bókin heíur hér markað brautina, og eðlilegt má þykja að þeim skáldum sem þar voru tekin með sé hér fylgt eftir Og siðan koma önnur til sem einnig eiga sinn rétt. Niðurstaðan verður hálfur fimmti tugur skáld- menna. Það er öllum kunnugt að mikill fjöldi manna fæst við yrk- ingar, en sú staðreynd er einkum athyglisverð i almennu menn- ingarsögulegu tilliti: bókmennta- sögunni koma ekki við nætti öll skáld sem gefa ljóð sin út i bók- um. Ég er þvi þeirrar skoðunar að þessi ijóðasöfn kæmu að betri notum ef skáldin væru nokkru færri,og hinum beztu þeirra ætlað riflegt rúm. Þannig fengju les- endur tækifæri til að glöggva sig betur á þeim kveðskap sem helzt er vert að kynnast. Slikt hlýtur að vera markmiðið með útgáfu sem þessari. I fyrri bókinni virtist mér meiri viðleitni til þessa en hér. Bókmenntasögulegar ályktanir verða varla dregnar af sýnisbók ljóða frá aðeins einum áratug. En það er glöggt að hin svonefnda formbylting er gengin yfir þegar liðið er á það skeið sem bókin tek- ur yfir. Segja má að sú nýsköpun ljóðsins sem nefnd hefur verið þessu nafni, ef til vill með vafa- sömum rétti, hafi verið leidd til sigurs með þrem ljóðabókum frá árunum 1944-1948: Kvæðum Snorra Hjartarsonar, Þorpinu eftir Jón úr Vör og Timanum og vatninu Steins Steinars (Sbr. Sveinn Skorri Höskuldsson: Að yrkja á atómöld, Rvik 1970) Ef menn gera ráð fyrir að þetta sé rétt má einnig segja að jafnvægi komist á eftir miðjan sjötta ára- tuginn. Þá markar árið 1955 lok formbyltingár. Þá kom út Sjö- dægra Jóhannesar úr Kötlum, þar sem eitt höfuðskáld eldri kyn- slóðar gengur djarflega til móts við hina nýju ljóðlist með sinu listrænasta verki. Einnig kemur fyrsta bók miðaldra skálds, Þor- geirs Sveinbjarnarsonar, sem hefur orðið verulega snortinn af nýrri ljóðagerð, og kunnað vel að hagnýta sér þau áhrif. Og enn gerist það á þessu ári að Hannes Pétursson birtir Kvæðabók sina sem menn fögnuðu mjög, ekki sizt vegna þess að þeim þótti þar hin gamla hefð farsællega samhæfð nýjum aðferðum. Um mót sjötta og sjöunda ára- tugsins er allt fallið i ljúfa löð i is- lenzkri ljóðagerð. Þá eru komin fram á sjónarsviðið öll þau ljóð- skáld sem síðan hafa látið veru- lega til sin taka. Nú er kominn timi til að risið sé gegn rikjandi ástandi: þessi árin hvilir drungi yfir ljóðlistinni. Sýnisbók ljóða frá 1964-73 mun vart kynna mönn- um marga spámenn hins nýja tima sem verulegur gaumur sé gefandi. Lifvænlegur skáldskap- ur verður ekki til átakalaust. íslenzk ljóð Menningarsjóðs gætu veitt gleggri visbendingu um stöðu ljóðlistarinnar, ef útgef- endur legðu næmari hlustir við röddum nýs tima en endurómi liðinnar tiðar. Þegar lokið verður að taka saman þetta stóra safn kveðskapar á íslandi i þrjátiu ár, væri vel til fundið að Menningar- sjóður léti gera úrval þeirrar ljóðlistar þess tima sem helzt bendir fram á við, til stundarinn- ar sem liður. Gunnar Stefánsson. Námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla Mánudag 12. marz n.k. hefst námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla sbr. 16. gr. aðalsamnings Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Vinnuveitenda frá 8. april 1972. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Dagsbrúnar, Lindargötu 9 simi 25633 og skrifstofu Vinnuveit.endasam- bands Islands, Garðastræti 41 simi 18592. Þátttökuskilyrði eru, að hlutaðeigandi hafi unnið á tæki- jarðýtu, gröfu eða krana — i a.m.k. 18 mánuði og hafi skirteini öryggiseftirlits rikisins um vinnu á slíkum vél- um. Fjöldi þátttakenda hvers námskeiðs er takmarkaður við 20. Námskeiðið stendur yfir i 2 vikur (a.m.k. 80 klst), alla virka daga frá kl. 8-17. Þátttökugjald er kr. 2.500.00. Nánari upplýsingar eru veittará skrifstofum Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambandsins. Stjórn námskeiðanna. Starfsstúlknafélagið SÓKN Kvöldskemmtun Starfsstúlknafélagið Sókn efnir til kvöld- skemmtunar sunnudaginn 25. febrúar 1973, kl. 8.30 i Glæsibæ — Útgörðum. Húsið opnað kl. 8.00. Skemmtiatriði: 1. BINGÓ — Góð verðlaun. 2. Þorvaldur Halldórsson skemmtir. 3. Skemmtiþáttur Sóknarkvenna. 4. DANS — Hljómsveit hússins. Munið, húsið opnað kl. 8.00. Sóknarkonur fjölmennið. Takið með ykkur gesti. Starfsstúlknafélagið Sókn. Damask sængurfatnaður i sængurver 4 m. 505/- I sængurver 4 m. 610/- i kodda 0,7 m. 90/- i kodda 0,7 m. 105/- i lök 2,2 m. 275/- Dúnhelt 4 m. 1260/- Dúnh. 0.7 m. 220/- Sendi gegn póstkröfu. LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 simi 25644.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.