Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 15
14
TÍMINN
Laugardagur 24. febr. 1973.
Laugardagur 24. febr. 1973.
TÍMINN
í verzlunarleiðangri
með brúðhjónum
mónaðarins
(---------------------------------------^
Frásögn: Erlingur Sigurðarson
AAyndir: Gunnar Andrésson
V_______________________________________)
i veitingasalnutn á efstu liæft snæddu |>au Bryndís og Jón herramannsmat i bofti hótelsins, „Undur sjávarins” og Uxakótelettu. Hér sker
kokkurinn uxakótclcttuna, og borftift cr hlómum skreytt.
Eftir matinn var þeim boðiðaft þiggja kaffi i hinni glæsilegu svitu Hótel Ksju. Pétur Stuiiuson, inspektor, hellir hér i bollana.
Útvarpstæki
LOKSINS rann hann upp
dagurinn, þegar önnur
brúðhjón mánaðarins fóru
út að verzla fyrir 25.000
krónurnar, sem Timinn
veitti þeim í brúðargjöf.
Það er vist vani að byrja á þvi
að segja frá veðrinu, þegar stórir
atburðir, eins og þessir, gerast.
Þenr.an dag var það eins og segir
i visunni:
,,Veðrið er hvorki vont
né gott,
varla kalt og ekki heitt.
Það er hvorki þurrt né vott.
Það er svo sem ekki neitt".
Lýkur hér frá veðri
að segja.
Það var liðið á dag, þegar þau
Bryndis Gunnarsdóttir og Jón
Hjörtur Gunnlaugsson, sem allir
kannast viö frá heimsókn okkar
Timamanna til þeirra, komu
hingað niður á ritstjórnarskrif-
stofurnar i Lindargötu, þaðan
sem ferðin átti að hefjast. Þegar
svo Gunnlaugur gjaldkeri mætti,
var ekkert að vanbúnaði að hefja
ferðina og Gunnlaugur setti þau
inn í samstæðuna
brúðhjónin Bryndisi og Jón niður
hið næsta sér, og ók af stað. Við,
blaðamaður og ljósmyndari,
settumst aftur á móti upp i annan
bil og héldum i humátt á eftir,
albúnir þess, að láta ekkert
markvert, sem gerast myndi i
ferðinni, fram hjá okkur fara,
enda vel búnir til þeirra hluta,
með ljósmæla og myndavélar,
pappir og penna. Þetta varð
fullkomið bílhlass, (þ.e.a.s. fyrir
bilinn hans Gunna)
Hringur handa
brúðinni
Fyrst var haldið langt inn á
Laugaveg, þar sem Ingimar
gullsmiður Daviðsson er til húsa,
en það er við hliðina á Stjörnu-
biói, og sennilega hentugra að
hafa það til viðmiðunar en
ákveðið númer.
Ingimar tók ástúðlega á móti
hjónunum ungu, og bauð þeim að
lita á hringaúrvalið hjá sér, sem
bæði var mikið og fritt, eins og lög
gera ráð fyrir. Þuldi hann upp úr
sér hin ýmsu nöfn þeirra Steina er
hringana skreyttu, og er engum
treystandi til að hafa það allt
eftir, enda ekki á færi nema fag-
manna. Þarna mátti lika sjá
ýmsa annars konar smiðisgripi,
eins og hálsmen, eyrnalokka,
armbönd og skyrtuhnappa, sem
allt sindraði og glóði í nær öllum
regnbogans litum.
Eftir vandlega athugun valdi
brúðurin sér snotran steinhring,
og þá hann að gjöf frá verzlun-
inni, en Ingimar hafði áður lýst
þvi yfir að hann myndi veita
hring að eigin vali brúðinni að
gjöf. Hringurinn reyndist litið eitt
of þröngur, og tók þvi Ingimar að
sér að vikka hann, sem liæfði til
að hann félli. Það er innifalið i
viðskiptunum við verzlunina og
tekur ekki langa stund. Hringinn
ætlaði svo Ingimar að senda heim
til þeirra morguninn eftir.
Útvarpstæki i
Karnabæ
Eins og fram kom i heimsókn
okkar til þeirra Bryndisar og
Jóns, höfðu þau hug á að verja
fénu frá Timanum til kaupa á
útvarpstæki, og i þvi skyni var
farið i Karnabæ, þar sem mikið
úrval hljómflutningstækja er
fyrirliggjandi. Það gaf lika
heldur á að lita, er upp á aðra hæð
var komið, en þar voru hinar
ýmsu gerðir Pioneer tækja um
allar hillur. Veigar Óskarsson tók
þarna á móti þeim hjónum og
sýndi þeim og kynnti hin ýmsu
tæki og eiginleika hvers og eins.
Heima áttu þau ágætis plötu-
spilara, en langaði eins og áður
sagði i gott útvarp með stereo-
magnara og góðum hátölurum.
Og þarna var sannarlega vandi
Framhald á bls. 27.
— ásamt dýrindis hring
og kvöldverði á Hótel Esju
Þá var haldið á Hótel Esju, þar sem Sigurftur Haraldsson veitingasljóri afhenti þeim hjónum
vinsflösku að gjöf frá hótelinu.
Og allt komst I lag aft lokum, og hér koma brúðhjón mánaðarins nýja útvarpstækinu fyrir i stofunni.
(Timamyndir Gunnar)
t upphafi ferðarinnar var farið til Ingimars Daviðssonar gullsmiðs, þar sem brúðurin þáði fallegan
steinhring. Hér hefur hún ákveðið sig og Ingimar tekur hringinn til víkkunar. (Timamyndir Gunnar)
Urvaliö var mikið i Karnabæ, og þvi erfitt aft ákveða sig. Hér sýnir Veigar óskarsson þeim hjónum nokkur útvarpstæki.