Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 17
Laugardagur 24. febr. 1973. TÍMINN 17 SUPERSTAR frumsýning í Austurbæjarbíói á þriðjudagskvöld Stp, Reykjavík Næstkomandi þriðjudag, 27. febrúar, verður frumsýning á stórkostlegu, heimsfrægu nú- timaverki, verki, sem fáa hefur órað fyrir, að kæmi hér á svið svo snemma. Og hvaða „stykki" er þetta svo, — jú, það er hvorki meira né minna en SOPERSTAR -r-Jesús—Guö — Dýrlingur eftir þá félaga Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, i islenzkri gerð Nielsar Óskarssonar. Fyrir tveim árum eða svo kom á márkaðinn hljómplatan „Jesus Christ Superstar’’, sem rann miklu betur út en nokkurn tima heitar lummur, og hún selztenn i miklu upplagi hér á landi sem hvarvetna i heiminum. Plata þessi var send á markaðinn, er „Jesúsbyltmgin’’ stóð sem hæst og stóð í beinu sambandi við hana. Brátt var verkið sett á svið i London og hlaut þar afbragðs- viðtökur, og siðar fylgdu fleiri lönd, eins og Bandarikin (Broad- way), Danmörk, Frakkland og Þýzkaland. Og nú siðast Island (L.R.). Tii gamans má geta þess, að „blóðbræður” okkar Irar eru einnig um þetta leyti að færa upp verkið. Það er Leikfélag Reykjavikur, sem setur „Súperstar” á svið, og verða sýningarnar haldnar i Austurbæjarbiói, þar sem og all- ar, æfingar hafa farið fram. A blaðamannafundi i gær i bióinu voru þeir kynntir, sem að verkinu standa. Áður er sagt frá þýðand- anum, en leikstjóri og megindrif- fjöðrin er Pétur Einarsson. Leik- mynd og búninga gerði Steinþór Sigurðsson, Unnur Guðjónsdóttir annast kóreografiu og Jón Krist- inn Cortes sér um kór- og hljóð- stjórn. Leikarar (þar með talið hinn veigamikli kór) eru alls 29. Undirleik annast hljómsveitin Náttúra. Þannig annast alls 34 menn flutning verksins. Aðalleikarar eru: Guðmundur Benediktss. / Jesús (úr hljóm- sveitinni Mánar frá Selfossi), Pálmi Gunnarsson / Júdas (söng það hlutverk einnig i flutningi Verzlunarskólakórsins á Súper- star i fyrra), Shady Owens / Maria Magdalena (hin góðkunna söngkona Náttúru), Jón Sigur- björnsson / Kaifas (Jón er eini fasti leikarinn hjá L.R., sem þátt tekur i flutningi verksins), Harald G. Haralds / Heródes og Jónas R. Jónsson / P. Pílatus. Súperstar er mjög erfitt i upp- setningu, en allt hefur þó farið vel að sögn þeirra Vigdisar Finn- bogadóttur leikhússtjóra L.R. og leikstjórans Péturs Einarssonar. Hefur þurft að gera miklar tilfær- ingar i Austurbæjarbiói i þvi sam bandi og þá einkum i sambandi við hljóðkerfiö. Lét Vigdis i ljós sérstakt þakklæti til forstjóra biósins, Árna Kristjánssonar, fyrir einstaka lipurð og sam- starfsvilia. Hljóðkerfið er næsta fullkomið og flókið. Er um fjögurra rása kerfi að ræða. I einu þeirra er ein- söngurinn, kórinn i öðru, Náttúra i þvi þriðja, og loks er hinn er- lendi hljómsveitarflutningur, fiðluleikur, sem fenginn var frá Bretlandi, i þvi fjórða. Er ekki að efa, að verkið kemur til með að koma vel fram hvað hljóðflutn- inginn snertir. Um annað er ekki timabært að dæma. Enginn þarf þó að óttast, að hann ærist, þvi hljóðflutningnum verður stillt vel i hóf. Þess má geta að lokum, að höf- undar verksins verða gestir á frumsýningunni á þriðjudags- kvöld ásamt framkvæmdastjóra sinum, David Land. Súperstar verður sýndur kl. 9 á kvöldin, tvö til þrjú kvöld i viku, og verða hvorki 7- eða 9- kvikmyndasýn- ingar i bióinu þau kvöld. Guöinundur Benediktsson úr hljómsveitinni Mánar frá Selfossi, en liann leikur Jesús Súperstar sjálfan. (Timamynd: Róbert) Hér má sjá forsmekk að þvi hvernig sviðiö í Súperstar kemur til með að líta út. t Austurbæjarbiói á þriðjudag. Leikhússtjórinn Vigdis Finnbogadóttir, leikstjóri Súperstar.Pétur Einarsson og kór-og hljóðstjórinn.Jón Kristinn Cortes. (Tímamynd: Róbert.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.