Tíminn - 24.02.1973, Side 24

Tíminn - 24.02.1973, Side 24
24 TÍMINN Laugardagur 24. febr. 1973. Sögur um fíla Fíllinn er gott dæmi þess, hve rangt er, að kalla skepnurnar skynlausar. Þegar við lesum sögur af ýmsum æðri dýrum, svo sem úlfalda, uxa o.s.frv., þá finnum við lítinn vott um hugsun. Aftur á móti eru margar sannar sögur til um fílinn, sem sýna mjög mikið vit. Hér eru nokkrar þeirra: 1. Ég var einu sinni að gefa fíl kartöflur. Hann át þær úr lófa mínum. Ein þeirra datt á gólfið og valt þangað, sem hann gat ekki náð henni. Eftir að hafa reynt það nokkrum sinnum, tók hann það ráð að blása fast á hana , svo að hún hrökk svo fast á végginn, að hún valt til baka, svo að hann náði i hana. Þetta er líkt aðferð drengja, þegar þeir leika sér að bolta. 2. Ekki er varlegt að glettast til við fílinn. Hann man lengi mótgerðir og notar hvert tækifæri til að hefna sin. Hér ersaga, sem merkur skipstjóri sagði: Hann langaði til að vita hvort það væri satt, að fíllinn væri minnugur og langrækinn. Einu sinni gaf hann fíl brauðsneið með heilmiklu af pipar ofan á. Sex mánuðum síðar heimsótti hann fílinn aftur. Tók hann þá að láta vel að honum eins og hann var vanur. Fíllinn sýndi engin merki þess, að hann væri Hröðum okkur. Við vero um að loka þessum ___ dyrum. ^ , Þeir flýta sér með Hvell og farþega hans til1 Merkúristöðvarinnar. Þegar allir eru komnir inn horfa gestirnir af jörðinni á flóðið, sem veltist um Liklega verður þetta til þess að koma i veg okkar til/ Marg'.ra kilómlöng göng Stórkostlegt verk aðmiráll Handan þessara 8 \ feta þykku -veggja er 700 stiga hiti. Samt er hér þægilegt inni , fyrir reiður, svo að skipstjórinn hélt, að hann væri búinn að gleyma því, að hann hefði hrekkjað hann. En allt í einu sætti hann lagi, þegar skipstjórinn tók ekki eftir, fyllti hann ranann af vatni og jós yfir skipstjórann, svo að hann varð allur renn- votur. Af þessu má sjá, að fíllinn hefur gott minni. 3. Maður einn segir frá fíl, sem hann þekkti í London. Þegar fíllinn varað éta, lék maðurinn sér að því að færa heyið frá honum, svo að hann náði því ekki. Fíllinn varð afar reiður. ,,Gættu að þér," sagði sá, er hirti fílinn ,,hann gleymir aldrei þessari mót- gerð". Nokkrum vikum síðar kom maðurinn aftur, og var þá búinn að gleýma þessu atviki. Fíllinn hafði þó ekki gleymt því. Hann reiddi upp ranann og sló til mannslns. Var höggið svo mikið, að nægja mundi til að mola mannshöfuð, en til allrar hamingju sá maðurinn tilræðið og gat hrokkið undan. Til eru margar sannar sögur af fílum, sem drápu þá, er beittu þá rangindum. 4. Enskur maður, Layard að nafni, ferðaðist til Ceylon með konu sinni. Hann sá hóp af fílum, sem komu heim að kveldi, að afloknu dagsverki. Frú Layard bað um leyfi að mega ganga niður að fila- húsinu, til þess að sjá þá betur. Eigandi fíianna kvað það velkomið. Fílaeigandinn tók klasa af ávöxtum frá borðinu og gekk á undan fólkinu f átt til fílanna. Þar var kvenfíll að veifa rananum og virða fyrir sér gestina. Heima- maður rétti frúnni ávext- ina, og sagði: „Þér megið gefa þá þessum fíl, það er góð og meinlaus skepna." Frúin tók ávextina og rétti fílnum. Hann tók þá með rananum og lét þá upp í sig og gleypti þá, og lét síðan vel að gefandanum. Gestirnir töluðust við um stund, skoðuðu dýrin og klöppuðu þeim, svo var gengið heim. Létu hjónin mikið yfir viti og góðlyndi fílsins. „Já", sagði eig- andinn, „hún er göfugt og viturt dýr. Hún hefur nú samt drepið tvo menn síðastliðinn mánuð." Frúin fölnaði af hræðslu, þegar hún heyrði þetta. Maður hennar varð afar- reiður og sagði: „Hvers vegna lézt þú konuna mína ganga fast að þessu voða dýri?" „Heldur þú", sagði eig- andi fílsins, „að ég hefði Framhald d morgun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.