Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. febr. 1973.
TÍMINN
11
Sporhundur, sem Hjálparsveit skáta á.
IVIinkahundurinn Snotra leitar að fé í fönn.
ónefndra útvarpsstöðva þar nær-
tækast dæmi. En menn skyldu
ekki vera svo auðtrúa að halda,
að allir séu hrifnir af hundahald-
inu i hinum miklu kjölturakka-
löndum. Ég held, að islenzku
hunda,,vinirnir” hefðu haft gott
af þvi að lesa grein, sem birtist i
dönsku blaði fyrir um það bil tiu
árum. það gæti verið, að þeir
hefðu tekið meira mark á henni
en þrætunum okkar hérna
heima. Greinin hét LÆNKEDE
FANGER PÁ LIVSTID (hlekkj-
aðir fangar ævilangt), og fylgdu
henni margar myndir af hundum,
hlekkjuðum við kofa sina og
heimili. Ekki varð séð, að þeir
væru illa haldnir i mat og drykk,
en þó hefði það verið undarlega
gerður maður, sem ekki hefði
fundið til sárrar hryggðar við þá
sjón.
Það var annars ekki ætlunin að
ræða þessi mál frekar hér, enda
„hundamálið” i dái sem stendur.
En þá kröfu verður að gera til
allra, sem vilja telja sig dýravini,
að þeir læri að skilja hvaða
lifnaðarhættir eru hverri dýra-
tegund eðlilegastir. Það er nóg að
við spillum heilsu sjálfra okkar
með heimskulegum lifsvenjum,
þótt við leiðum ekki sömu ógæfu
yfir saklausar skepnur.
Þarfasti þjónninn
Grimur Thomsen bætti þvi við
söguna um syndafallið, að þegar
Adam og Eva höfðu verið rekin úr
aldingarðinum Eden, hefðu dýrin
setið saklaus eftir, þvi að ekki
höfðu þau drýgt neina synd. Eitt
þeirra undi þar þó ekki lengi, eftir
að maðurinn var farinn, en hljóp
aftur og fram og klóraði á Edens-
hliðið. Það var hundurinn. Hús-
bændurnir skildu hvers kyns var,
og „kerúb sagði: Farðu i friði/og
fylgdu Adams skylduliði”. Siðan
hefur þetta verið svona :
Frá þvi hvar sem flækist maður,
i funa Serklands, Grænlands is,
honum fylgir hundur glaður,
hundsins þar er Paradis.
Hinn eini vinur aumingjans,
aldrei bila tryggðir hans.
Þar sem ekki er hægt að koma
hestum við, kemur hundurinn i
góðar þarfir. Á isum Grænlands
og Kanada er hann dráttardýr.
Sums staðar smalar hann fé og
vinnur þá margra manna verk.
Sums staðar leitar hann týndra
manna eða muna. Hann er án efa
langelzti þjónn mannsins og
handgengnari honum en nokkur
önnur skepna.
Þessa dagana situr BÚnaðar-
þing á rökstólum. Sjálfsagt verða
þar rædd og reifuð mörg þjóð-
þrifamál, og er sizt ástæða til
þess að gera litið úr mikilvægi
þeirra. En væri það nú ekki vel
við eigandi, að þessi virðulega
samkunda þjóðar vorrar tæki
einu sinni rögg á sig og viður-
kenndi i verki, i fullri alvöru, að
islenzki hundurinn sé húsdýr? Að
hann beri að rækta og temja,
engu siður en hestinn til dæmis,
og að vel taminn, snjall fjárhund-
Hundurinn Hringur, haninn Búi og kisi — allt góðir vinir og félagar.
ur sé engu óvirðulegri skepna en
gæðingurinn, sem þó hefur löng-
um verið stolt eiganda sins.
Með vel skipulagðri ræktun og
tamningu islenzkra hunda væri
fjárbændum landsins gerður
ómældur greiði, en auk þess vær-
um við þar að bæta ofurlitið fyrir
þær stórsyndir, sem við höfum
drýgtgegn þessum þarfasta þjóni
okkar, öldum saman.
— V s .
Spamaður
metinn
að verðleikum
Sparilán er nýr þáttur í þjónustu
Landsbankans. Þessi nýja þjónusta gerir
bankaviöskipti þeirra, sem temja sér
reglubundinn sparnað, hagkvæmari en
nokkru sinni fyrr. Nú geta viðskiptamenn
Landsbankans safnað sparifé eftir
ákveðnum reglum. Jafnframt öðlast þeir
rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan
hátt, þegar á þarf að halda.
Landsbankinn biður aðeins um
undirskrift yðar, og maka yðar, ef þér
sjáið fyrir fjölskyldu. Þér ákveðið hve
mikið þér viljið spara mánaðarlega, og
eftir umsaminn tíma getið þér tekið út
innstæðuna, ásamt vöxtum, og fengið
Sparilán til viðbótar. Trygging bankans
er einungis undirskrift yðar, og vitn-
eskjan um reglusemi yðar í bankavið-
skiptum.
Reglubundinn sparnaður er upphaf
velmegunar. Búið í haginn fyrir væntan-
leg útgjöld. Verið viðbúin óvæntum
útgjöldum. Temjið yður jafnframt reglu-
bundna sparifjársöfnun.
Kynnið yður þjónustu Landsbankans.
Biðjið bankann um bæklinginn um
Sparilán.
Banki allra
Umdsmama
*-? ^ £T
Jif ™ J
argus