Tíminn - 24.02.1973, Síða 8

Tíminn - 24.02.1973, Síða 8
8 TÍMINN Laugardagur 24. febr. 1973. KÓPERNIKUS Sagt frá pólskri kvikmynd um líf hans og starf Á SÍÐASTA ári lauk töku kvikmyndar um lif og starf Kópernikusar, sem staðið hafði i tvö ár. Stjórnendur eru Ewa og Czeslaw Petelski, en myndin er tekin i Pól- landi, Tékkóslóvakiu og A.-Þýzkalandi og sýningartimi er 150 minútur. Mynd þessi var gerð til minningar um að 500 ár eru liðin frá fæðingu stjörnufræð- ingsins mikla, en einnig hafa Pólverjar gert fræðslumyndir af þessu tilefni. Glötuð paradis Nikulás Kópernikus (1473-1543) lifði mikla breytingatima i sögu mannkvnsins. otí umfram allt i sögu Evrópu og kristinnar trúar. Endurreisnin, siðaskiptin og upp- götvun nýs heims áttu sér stað á hans dögum og höfðu áhrif á allt mannlifið. Sjálfur gerði hann sitt til að breyta heimsmyndinni, en sólmiðjukenning hans varð grundvöllur nýrrar visindalegrar þekkingar á umheiminum. Kenn- ing Kópernikusar, sem kaþólska kirkjan visaði á bug skömmu eftir andlát hans, var einnig mikilvæg fyrir heimspekina. h>essu er bezt lýst i orðum prentarans frá Wittenberg, sem fyrstur áræddi að prenta ,,Um gang himintungl- anna”, og tekin eru upp i lokaat- riði kvikmyndarinnar: „Kóper- nikushefur tekið af fólki paradis, sem var i seilingarfæri, rétt aö baki biminhvelfingarinnar og nær sjáanleg mannlegum augum, og knúð það til að leita að lifstilgangi annars staðar en i trúnni á guð..”. Þrir kaflar Að baki hinum sex bindum ,,De revolutionibus” (Um byltingar — það var upprunalegi titillinn, sem Kópernikus gaf bókinni, en prentararnir bættu við „Orbium Coelestium” = himintunglanna) lá margra áratuga þrotlaust starf, sem hófst á æskuárum höfundarins. Þrir meginþættir ævisögu Kópernikusar voru vald- ir sem efni kvikmyndarinnar: nám hans i Krakow háskóla, undirbúningur og vörn doktors- ritgerðar i Ferrara-háskóla á Italiu og starf hans sem kanúki i Warmia biskupsdæmi, en inn á milli er vafin frásögn af siðustu mánuðunum i ævi þessa mikla visindamanns, er hann hafði þeg- ar markaðtimamót með lifsstarfi sinu. Hvorugur hafði hug á prestsskap Sá hluti myndarinnar, sem ger- ist i Krakow, hefst á iburðarmik- illi jarðarför Casimirs Jagiellon- ian konungs, þess sem skóp vold- ugt Pólland og sigraði Reglu tevtónariddaranna. A meðal gesta við útförina og messu i Wawel dómkirkju er ungur menntamaður, Nikulás Kóper- nikus, eldri bróðir hans, Andrea, og frændi þeirra, Lucas Watzen- rode, biskup i Warmiu. Biskupinn litur á þá frændur sem eftirmenn sina, sem muni viðhalda fornum siðum fjölskyldunnar og taka við þeirri ábyrgð, sem á honum hvil- ir. Hann kostar nám þeirra en krefst þess einnig að þeir helgi sig prestskap. Það er þó hvorugum bræðranna að skapi. Andrea er heimsmaður en Nikulás hefur takmarkalausan áhuga á visind- um og hlýðir ákafur á fyrirlestra Wojiechs frá Brudzewo, mikils pólsks stjörnufræðings og eins fyrsta boðbera mannúðarstefnu endurreisnartimans meðal fræði- manna Krakowháskóla. Villutrúarmaður Námsferill Nikulásar i Bologna, Padúa og Ferrara er glæsilegur og þar leggur hann megindrögin að sólmiðjukenn- ingu sinni. Við athöfnina, er hann hlýtur doktorsgráðu, gefst honum fyrsta tækifærið til að kynna kenningu sina opinberlega. Ifann heldur fyrirlestur við hirð d'Este kardinála og i fyrsta sinn er hon- um sagt undir rós, að hann sé á hættulegri braut, sem nálgist uggvænlega villutrú. Engin leið er að misskilja raunverulega merkingu þess, sem sagt er. Kirkjan lætur ekki hrifsa himin- inn úr höndum sér svo auðveld- lega. Þjónn Póllands Bræðurnir tveir koma aftur til hirðar biskupsins i Warmiu. Andrea, sem frændi þeirra hefur kjörið sem sinn eftirmann, er hættulega veikur. Nikulás verður kanúki Warmiubiskupsdæmisins og nemur stjórnarstörf og pólitik af frænda sinum. Warmia, algerlega pólskt land- svæði, er umlukið á alla vegu héruðum i eigu Reglu tevtóna- riddaranna, en meðlimir hennar reyna að stemma stigu við pólsk- um háttum i Warmiu hvað sem það kostar. Lucas biskup sem var áður metnaðargjarn stjórnmála- maður hefur breytzt. Hann skilur mikilvægi stöðu sinnar og beitir allri orku sinni til að verja land sitt. Nikulás fylgir i fótspor biskups og eftir lát hans verður hann fulltrúi dómkirkjunnar og hrindir enn einni innrás tevtóna- riddaranna. Veraldleg skyldu- störf eru timafrek og hann hefur sárlitinn tima til að vinna að rannsóknum i stjörnuskoðunar- herberginu i kastalaturninum. Anna Schilling, sem er dóttir gull- smiðsins i Eblag er ráðskona hans og hefur unnað honum hugástum allt sitt lif, veitir hon- um mikla hjálp og siðferðislegan stuðning. En aðstæður breytast þegar Jan Dantyzek litrikur mað- ur endurreisnartimans, stjórn- málamaður, rithöfundur, ferða- maður og kirkjuhöfðingi, er út- nefndur biskup í Warmiu. Nikulás Kopernikus hverfur nú í skugg- ann. Siðustu árin er hann kanúki i smáborginni Frombork og þar lýkur hann sex binda verkinu „De revolutionibus”. Guð gegn manninum Kvikmynd þeirra Petelski sýnir glæsilegt timabil pólska konungdæmisins og i sögu mann- legrar hugsunar. Það gotneska táknar flótta miðaldamanna á vit guðs, en endurreisnin markar afturhvarf til mannsins sjálfs, rannsókn hans á sjálfum sér og sinum heimi. Slikur er áhrifamik- ill bakgrunnur myndarinnar. Rik áherzla hefur verið lögð á að hafa klæðnað og allan sviðsbúnað i myndinni i sem mestu samræmi við daglegt lif á 15. og 16. öld. Anna Schilling er leikin af Barböru Wrezesinska. Mynd þessi er að sögn áhrifamikil geysileg áhrif á þróun visinda i bæði að listrænu gildi og sem heiminum. minning mikils manns, sem hafði (Þýtt og saman tekið — SJ). Kopiczynski í hlutverki Kópernikusar Bræðsluskipið kemur ekki Leiga á flutningaskipum könnuð ÞÓ, Reykjavik. — Eins og komið hefur fram i fréttum, þá fóru þrir menn á veguin rikisstjórnarinnar til Noregs i siðustu viku, til að athuga um leigu á loðnubræðslu- skipi. Eitt slikt skip, Norgobal, er til i Noregi og er það nú við loðnu- bræðslu i Norður-N oregi. Norgobal er jafnframt eina bræðsiuskipið sem til er i Evrópu, en nokkur munu vera til annars staðar i heiminum. Fljótlega eftir komu þremenn- inganna til Noregs hófust viðræð- ur við eigendur skipsins, og sögðu eigendurnir strax, að þeir væru STÓRBORGARBÖRN eiga blý- eitrun yfir höfði sér i siauknum mæli. Þvi veldur bilafjöldinn á götunum. Bilarnir dæla blýefnum út i andnimsloftið, og þau bland- ast göturykinu. Þetta er engum jafnhættulegt og börnunum. Þau hafa minnst viðnámsþrek, og þau eru lægst i loftinu. Sérfræðingar hafa rannsakað þetta að undirlagi heilbrigðis- tilbúnir að leigja skipið til tveggja eða þriggja mánaða, en leigu- gjaldið yrði ekki minna en 150 milljónir isl. króna. A skipinu er 60 manna áhöfn og átti áhöfnin að fylgja því, og útgerðin að borga mannakaupið. Til viðbótar þess- um 150 milljónum, átti islenzka rikisstjórnin að taka þátt i út- gerðarkostnaðinum, til dæmis var óráðið hvor aðilinn ætti að borga oliuna. Eftir nokkurra daga viðræður komu íslenzku sendimennirnir heim, og nú er ljóst að ekkert verður úr komu skipsins, og er það hin háa leiga skipsins, sem þvi veldur. stofnunar S.Þ. og nær rannsókn þeirra til átján landa. t skýrslu þeirra segir, að barnadauði auk- ist i mörgum þessara landa, og orsökin geti verið blýeitrun. I skýrslunni segir enn fremur, að blý i blóði barna hafi viða reynzt meira en svo að það sé hættulaust, og þetta blýmagn geti bæði beint og óbeint leitt til van- heilsu, jafnvel banvænna sjúk- dóma. Norgobal, er ekki nema 10 ára gamalt skip. 26 þúsund tonn að stærð. Skipið getur brætt 2000- 2400 tonn af loðnu á sólarhring, sem er helmingi meira en stærstu verksmiðjurnar hér bræða á sólarhring, og birgðatankar skipsins taka 7000 tonn, sem er nægjanlegt hráefni til þriggja daga. Þá getur skipið tekið 10 þúsund tonn af mjöli og 2400 tonn af lýsi. Ef orðið hefði af komu skipsins hingað til lands, þá hefði það fylgt loðnuflotanum eftir, og tekið á móti loðnunni beint frá bátunum. Fjórar dælur eru um borð i skipinu til að dæla loðnunni á milli, hver þeirra getur dælt 200 tonnum á klukkutima. Þá er skip- ið um leið birgðaskip, þvi bátarn- ir hefðu getað fengið þar oliu og vistir og um borð i þvi er nóta- verkstæði. Það sem mun hafa riðið bagga- muninn á þvi að skipið var ekki tekið á leigu, var, að nú er nokkuð liðið á loðnuvertiðina, og þvi hæp- ið að tekjur af skipinu hefðu orðið það miklar að þær hefðu staðið undir tilkostnaði. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra sagði i viðtali við blaðið i gærkvöldi, að nú væri kannað hvortekki væri möguleiki á að fá leigð flutningaskip, til að flytja loðnuna til fjarlægra hafna. Þetta mun vera ýmsum vandkvæðum bundið þar sem fá eða engin sildar- og loðnuflutningaskip eru á lausu um þessar mundir. Vaxandi barnadauði í stórborgunum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.